Óðinn - 01.05.1912, Síða 6
14
ÓÐINN
Um Magnús Eiriksson.
Nokkrar endurminninKar
eftir pró/essor Fredr. C. B. Dahl í Khöfn.
Sumarið 1906 heimsótti jeg í Kaupmannahöfn einn
af æskuvinum föður míns sáluga, prestinn Hans Dalil,
alkunnan danskan málvöndunarmann. Hjá honum hitti
jeg bróður hans, nokkru eldri, prófessor h'redrik Dahl,
áður skólameistara í Slagelse og ríkispingmann, sem jeg að
vísu hafði eigi sjeð fyrri, en pekti nokkuð af afspurn frá
kandidatsárum mínum, er jeg var óvígður aðstoðari
bróður peirra, Pjeturs Dahl, er pá \ar prestur í Kalle-
have á Suður-Sjálandi. Peir bræður — eins og líka
faðir peirra, er verið hafði aldavinur Arna stiftsprófasts
Helgasonar og tekið embættispróf sama dag og liann,—
höfðu allir á yngri árum haft kynni af íslendingum og
barst tal okkar pví eðlilega að peim mönnum. Prófessor
Dahl tilnefndi sjerstaklega Gisla Sigurðsson Thórarensen
(síðast prest að Stokkseyri), Konráð Gíslason prófessor,
Magnús Eiríksson guðfræðinginn, Karl Andersen skáld"
sagnahöfundinn og Steingrím Thorsteinsson skáld og
skólameistara. Lágu honum einkar hlýlega orð til pess-
ara íslensku vina sinna allra, en sjerstaklega komst hann
á loft er hann mintist Magnúsar Eiríkssonar, endahafði
hann staðið i nánustu og lengstu vináttusambandi við
hann. Jeg mun pá hafa sagt eitthvað á pá leið við
prófessor Dahl, að gaman hefði verið að pvi að eiga
skrifað eftir hann hið helsta sem hann myndi frá sam-
vistarárunum við Magnús. Hann afsakaði sig með elli
sinni (hann var pá á 85. ári) og stirðleika til ritstarfa,
en að skilnaði lofaði hann mjer pó við hentugleika að
senda mjer i brjefi helstu endurminningar sínar um
Magnús, er best lýstu manninum og mætli jeg nota pær
á pann hált semjegvildi. Petta loforð sitt efndi prófessor
Dahl í fyrra vetur (í brjefi dagsettu 18. nóv. 1910) og
pessar endurminningar hans læt jeg nú »Oðinn« taka
tif fiutnings, gjörandi ráð fyrir, að fleirum cn mjer pyki
gaman að kynnast peim. Úr brjefi próf. Dahl, sem jeg
hefi pýtt á islensku, hefi jeg að eins felt niðurlagið, sem
ekki snerti Magnús.
Próf. Dahl er enn á lífi, nú á 91. ári, aðdáanlega
ern og hress af jafn háöfdruðum manni. Að eins hefur
sjóninni farið aftur á seinustu árum.
Jón Helgason.
Síðast, er fundum okkar bar saman hjá Hans
bróður mínum og tal okkar barst að fornvini mínum
ógleymanlegum Magnúsi Eiríkssyni, hjet jeg yður pví,
að skýra yður við tækifæri frá einu og öðru, sem mjer
kynni enn að loða í minni frá fyrri tímum, um pennan
mann, sem jeg stóð í hinu nánasta vináttusambandi við
um svo margra ára skeið. Par sem nú sjón min er
tekin að veiklast svo, að jeg get ekki fært petta í penn-
ann sjálfur, hefur Hans bróðir minn tekist á hendurað
skrifa pað eftir forsögn minni. Dagbók hef jeg enga
hafdið, svo að skýrsla mín getur ekki orðið í neinni
tímaröð, pað er ekki einu sinni svo vel að jeg muni nú
lengur hvenær fyrst hófst vináttan með okkur Magnúsi.
Magnús var fæddur nyrst á íslandi, rjett norður undir
heimskautabaugnum [á Skinnalóni í Pingevjarsýslu 22.
júní 1806], par sem sól gengur aldrei til viðar pegar lengst-
urerdagur. Petta tafdi Magnús fyrirboða pess, að hann
ætti að verða ljóssins barn, og hugboð póttist hann hafa
um, að guð mundi unna sjer langra líídaga til pess að
vinna ljóssins verk hjer í lieimi. Ymislegt varð pá og
til að styrkja hugboð hans. Meðal annars var hann
maður likamlega hraustur, íimur og sterkbygður. I
æsku hafði hann verið glímumaður góður og á skóla-
árum sinum venjulega verið annar fyrirliðinn — »bónd-
inn« mun pað heita á íslensku, — pegar farið var í
bændaglímu. Á gamals afdri var lionum enn fjett um
vik að sveifla mjer i kring um sig, er hann var að
kenna mjer helstu glímutökin.
Einhverju sinni kom höfuðlagsfræðingur (frenolog)
til Kaupmannahafnar, leituðu margir á fund hans og
meðal peirra Magnús.. Tjáði hann mjer, að höfuðlags-
fræðingurinn hefði pótst pess vís verða, að hæfileikar
Magnúsar peir, er mest kvæði að, væru siðbótarmanns-
hæfileikar. Kom petta, sem kunnugt er, vel heim við
skoðanir Magnúsar sjálfs og pótti honum pví mjög
vænt um pann dómsúrskurð. Að Magnús væri og sjer-
Iega laghentur póttist höfuðlagsfræðingur pessi geta sjeð
á höndum hans. Áleit Magnús, að ekki hefði hann síður
par hitt hið rjetla.
Pegar jeg hugsa til Magnúsar Eiríkssonar minnist
jeg ávalt fyrst greiðvikni hans og nægjusemi. Greið-
viknari mann en Magnús Eiríksson hef jeg aldrei pekt,
og stóð pað í nánasta sambandi við hinn mikla mann-
kærleika hans. Pegar skip komu frá Islandi átti Magnús
venjulega mjög annríkt, pvi að landar hans heima, og
pað jafnvel menn, sem voru honurn persónulega ókunn-
ugir, notuðu hann mjög sem umboðsmann sinn hjer í
Kaupmannahöfn. Og pegar menn komu frá íslandi öllu
og öllum ókunnugir, var mjög algengt, að peir hefðu með
sjer meðmælabrjef til Magnúsar, parsem hann var beðinn
að leiðbeina peim í hinni ókunnu borg. En Magnúsleit
á pað sem sjálfsagðan hlut að verða við öllum slíkum
tilmælum landa sinna, hverjir sem peir voru. Minnist
jeg pess hversu Magnús »frater« — eins og hann venju-
lega var kallaður af löndum sinum og enda fleirum, —
hafði einhverju sinni verið beðinn um að liðsinna og
leiðbeina konu einni íslenskri, er var máltlaus í báðum
fótum, og kom hingað til að leita sjer heilsubótar. E1
jeg man rjett hafði konu pessari verið útvegaður veru-
staður í Stóru Strandgöfu einhverstaðar. Pangað átti
Magnús að fylgja henni af skipsfjöl. Petta erindi rak
»frater« á pá leið, að fyrst ók hann með konuna til
hússins, sem ferðinni var lieitið til, tók hana síðan í
fang sjer og bar hana upp á efsta loft í húsinu! Fanst
honum petta ekki nema í alla staði sjálfsagður hlutur,
er hann kom ofan aftur lafmóður, par sem hann hcfði
verið bcðinn fyrir konuna.
Hvílík var litilpægni Magnúsar og nægjusemi sást
pegar á híbýlum hans, dálitlu kvistherbergi í Litla
Strandstræti. Gtuggakistuna notaði liann fyrir skrifpúlt,
en bækur hans huldu að mestu alla veggi i herberginu.