Óðinn - 01.05.1912, Side 7

Óðinn - 01.05.1912, Side 7
ÓÐINN 15 A síðustu æfiárum Magnúsar stóð upp á ofninum brjóst- mynd af honum, sem gjört hatði norskur myndhöggvari (Skejbrok?). Ef jeg man rjett sýndi Magnús mjer ein- hverju sinni í einni bókaskápshillunni handritastranga, er hafði inni að halda skýrslu um marga af draumum peim, sem hann hafði dreymt á ýmsum timum æfi sinnar. Meðal þessara drauma hans minnist jeg enn tveggja, sem liann sagði mjer sjálfur. í öðrum þeirra póttist hann staddur í Frúarkirkju og hugðist sjá Krist á þögulli bæn fyrir framan altarið í kirkjunni. Magnús stóð pá enn á trúargrundvelli mótmælenda kirkjunnar. I hinum draumnum sá hann aftur sömu sýn, en þá heyrði hann jafnframt rödd svo mælandi: »Sá, sem gjörir bæn sína til guðs, getur ekki sjálfur verið guð«. Með þessum draumi hefst að nokkru leyti hin »únítariska« kristindómsstefna hans. Pótt sá, er þetta ritar, eigni draumum engan veginn þá þýðingu, sem Magnús eignaði þeim, verð jeg þó að álíta, að það væri mjög illa farið ef þetta draumahandrit hans hefði glat- ast, svo góðu ljósi sem draumar þess bregða upp yíir lyndiseinkunn Magnúsar. En um afdrif þessa handrils er mjer alls ókunnugt. Efnahagur Magnúsar var alt af fremur bágborinn. í því sambandi minnist jeg þess, að Magnús einhverju sinni sótti mig heim þegar rjett var komið að miðdegis- verði, svo að honutn var boðið að taka sjer snæðing með okkur. Undir borðum víkur Magnús sjer allt í einu að okkur og segir: »Æ, fyrirgefið mjer, ef jeg skyldi taka of hraustlega til matarins, því að nú í viku liefi jeg ekki borðað miðdagsverð«. Petta varð til þess, að vinir Magnúsar í Kaupmannahöfn sögðu hann vel- kominn að neyta matar hjá sjer hvenær sem hann vildi. A efri árum Magnúsar höfðu vinir hans skotið sam- an dálitilli fjárupphæð honum til lífsuppeldis. En svo kunnugt var mönnum um örlæti Magnúsar, að ekki þólti ráðlegt að selja honum í hendur nema smáupphæðir í einu; því að hann var manna vísastur til að gefa það alt öðrum, sem hann áleit að hefðu þess fremur þörf en sjálfur hann. Sá sem hafði á hendi fjárhaldið fyrir Magnús var einn af bestu vinum hans, Andresen »beregner«, sem og liafði verið aðalhvatamaðurinn að samskotunum Magnúsi til lianda. Eins og kunnugt er hafði Magnús Eiriksson opin- berlega átalið þunglega framkomu Mynsters biskups gegn skírendum (baptistum), er biskup hafði viljað láta þrýsta með valdi til að færa börn sín til"skírnar, og l'arið hörðum orðum um stjórnina — sem þá var í höndum síðasta einvaldans Kristjáns VIII — fyrir það sinnuleysi að hafa ekki vikið biskupi frá embætti fyrir þessar sakir. Petta varð til þess, að Magnús var kærður fyrir að hafa móðgað hátignina. En rjett á eftir and- aðist Krisfján VIII. og Friðrik VII. tók konungdóm eftir hann. Ljet hann nú skömmu eftir ríkistöku sina ýmis kærumál niður falla og meðal þeirra þessa kæru á hendur Magnúsi »frater«. Nokkru síðar gekk Magnús fyrir konung, þakkaði honum fyrir velvild þá, sem hann hefði sýnt sjer með því að láta þetta mál lians niður falla, en ljet þess jafnframt getið, að hann teldi það ekki neina n á ð, heldur r j e 111 æ t i s a t h öf n af konungs hálfu. Konungi stökk bros ylir einlægni Magn- úsar, og svaraði, að það »skyldi ávalt vera sjer gleði að iðka rjettlæti«. Pótti Magnúsi það konunglega mælt og ljet vel yfir. Þegar Magnús var að vinna að riti sinu um Jóhannesar-guðspjallið, tjáði hann mjer erfiðleika sína á þvi, að koma ritinu á prent, þar sem aö fjárhagur sinn væri mjög slæmur. Sagði jeg þá við Magnús, að hann hlyti ekki síður en svo margir vísindamenn aðrir að geta fengið einhvern styrk til útgáfunnar af almanna- fje. Spurði jeg hann meðal annars, hvort ekki væri neinn meðal ríkisþingmanna, sem jeg gæti talað máli hans við og nefndi hann þá I. A. Hansen fólks-þingmann, sem hann þekti lítilsháttar frá pólitiskum fundahöldum í »Hippodromet«. Skömmu siðar álti jeg tal við I. A. Hansen, er tók vel í málið og hjet því stuðningi sín- um. Meðal annars bauðst hann til að tala máli Magn- úsar við D. G. Monrad biskup, sem þá var kenslu- og kirkjumálaráðgjafi, og efndi hann það trúlega. Nokkru siðar átti Magnús sjálfur tal við ráðgjafa. Sagði Magn- ús honum, að sjer hefði leikið talsverður efi á hvort tilhlýðilegt væri að beiðast af k i r k j u-ráðgjafa styrks til að koma á prent riti, þar sem hann ætlaði að reyna að færa sönnur á, að Jóhannesar guðspjall væri rang- lega eignað Jóhannesi. Því svaraði Monrad á þá leið, að rannsóknir biblíunnar j'rðu að vera frjálsar og að hann áliti vísindamann eins og Magnús styrks maklegan. Magnús fjekk þá líka hinn umbeðna styrk til útgáfunnar, að því er mig minnir 500 dali það fjárhagstímabil. í viðtali sínu við ráðgjafa hafði Magnús sagst vona að ritið mundi geta komið út áður en ár væri liðið. — Þess vegna var Magnús ófáanlegur til að beiðast fram- lengingar á styrknum, er útkoma ritsins dróst fram á næsta ár. Sýnir það með öðru hugsunarhátt Magnúsar. [Arið 1871] var haldinn [hinn 4. norræni] kirkjufundur i Khöfn. Voru þar saman komnir prestar af öllum Norð- urlöndum. A fundi þessum vildi Magnús fá að taka til máls, því að honum þótti þar ómaklcga veitst að þeirri guðfræðisstefnu, sem hann fylgdi. En honum var synjað málfrelsis, að því er mig minnir af Grundtvig, sem þá var forseti fundarins. Kraup þá Magnús á knje í salnum og ákallaði guð sjer til liðveislu, til þess að leiða kirkjuna út úr þeim villum, sem sjer befði verið lieilagt áhugamál að andmæla, og gekk síðan af fundi. Vakti þessi framkoma Magnúsar á fundinum liina mestu eftirtekt. Degi síðar heimsótti einn fundarmanna Magn- ús; var það norskur prestur. Sagði hann Magnúsi, að þótt hann stæði sjálfur fyllilega á kirkjunnargrundvelli, gæti hann ekki annað en vottað honum fylstu viður- kenningu sina og samúð fyrir þann eld og innileika, er komið hefði fram í bæn Magnúsar þar sem hann hefði grátbænt guð um að styðja til sigurs trúarstefnu sina, og þótti Magnúsi vænt um það. Rit Magnúsar um Jóhannesar guðspjall átti litlum vinsældum að fagna. Þó voru þeir nokkurir, er Ijelu í ljós gleði sína yfir því riti og þökkuðu Magnúsi fyrir það. Meðal þeirra var prestur einn í Stokkhólmi, Ekdahl að nafni. í brjefi til Magnúsargat hann þess, hvílik ánægja sjer hefði verið að lesa bók hans um Jóhannesar guðspjall, og fengi hann ekki betur sjeð en að röksemdir þær, sem þar værti bornar fram, væru

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.