Óðinn - 01.06.1912, Side 1

Óðinn - 01.06.1912, Side 1
I ► ÓÐINN Torfi skólastjóri Bjarnason í Ólafsdal. Torfi í Ólafsdal er fæddur að Skarði á Skarð- sfrönd 28. ágúst 1838, og er því á þessu sumri einum vetri fált í að hann verði hálfáttræður. Ber hann ellina enn ágæta vel. Árið 1839 reisa þau lijónin Bjarni og Ingi- björg foreldrar Torfa bú á Frakkanesi á Skarðsströnd, voru þar stutt og fluttu að Bessa- tungu í Saurbæ. Lifði Torfi æskualdur sinn í sömu sveitinni sem hann hefur nú húið i full 40 ár. Torfi varð snemma þarfur maður á heimili og vinnusamur. Smali varð hann 10 vetra, og þegar hann komst betur á legg, varð hann aðalfyrirvinna heimil- isins, því að faðir hans var heilsubilaður, og efnin munu liafa verið lítil. I’egar Torfi var 24 ára að aldri fór liann burt úr foreldrahúsunum og til Ásgeirs frænda sins Einarssonar á Þingeyrum. Voru þau systra- börn Ingibjörg móðir Torfa og Ásgeir. Var það að ráði og vilja foreldra Torfa að hann fór norð- ur, þólt illa mættu þau missa hann. Hugðu þau, sem og varð, betri menningarveg fyrir sinn efni- lega son, að fara til liins mikla dugnaðarmanns, sem mikið hafði í takinu og bjó við góð efni. þrjú ár var Torfi þá í vinnumensku hjá frænda sínum á Þingeyrum og í Ásbjarnarnesi. Þau kynni fá nú Húnvetningar af hinum unga manni, að hngur vaknar í sýslunni að koma þar upp fyrirmyndarbúi, og Torfa ællað að veila þvi forstöðu. Torfa var svo fyrirliuguð námsvist í Skotlandi, enda fjárrækt, þá sem nú, talin best þar í landi, og lögðu þeir Húnvelningar Torfa nokkur fararefni, Nú liafði Torfi, eins og gefur að skilja, átt lítinn kost á hókment- un í æsku; tlest las hann sem hann náði í og töluvert liafði hann lært í reikningi lilsagn- arlaust eða tilsagnar- lílið af bókum. Þegar hann var fyrir innan tvítugt, hafði hann um hríð verið hjá Krist- jám kammerráði á Skarði og tengið lijá honum tilsögn í dönsku. Nú fór Torfi suður til Reykjavíkur sumarið 1865, að því er jeg ætla til að búa sig undir Skotlandsferðina. Lærði hann þá næsta vetur ensku hjá Oddi Gíslasyni, er síðar varð prestur og nú er ný- látinn í Vesturheimi. Tilsögn fjekk og Torfi í dráttlist hjá Sigurði málara og í reikningi hjá Halldóri skólakennara Guðmundssyni. Með vorhyrjun 1866 sigldi Torfi til Skollands, og var hann í utanför þeirri um 3 missiri; var hann lengstan tímann við jarðyrkjuvinnu hjá hónda nálægt Peterhead, lieldur norðarlega í landi. Eins var hann um tíma á jarðyrkjuverkfærasmiðju, og snmarið 1867 ferðaðist Torfi um landið til að kynna sjer það. Kom hann svo heim seinni part sumars, og settist aftur að á Þingeyrum. En ekkert 'J'oríi Bjarnason.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.