Óðinn - 01.06.1912, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.06.1912, Blaðsíða 1
OÐINN 3. BLAÐ •hjjsi íoia. VIII. AIÍ, Torfi skólastjóri Bjarnason í Ólafsdal. Torfi í Ólafsdal cr fæddur að Skarði á Skarð- strönd 28. ágúst 1838, og er því á þessu sunni einum vetri fált i að hann verði hálfáttræður. Ber hann ellina enn ágæta vel. Árið 1839 reisa þau hjónin Bjarni og Ingi- hjörg foreldrar Torfa bú á Frakkanesi á Skarðsströnd, voru þar slutlognultu að Bessa- tungu í Saurbæ. Lifði Torfi æskualdur sinn i sömu sveitinni sem hann hefur nú fcúið í full 40 ár. Torfi varð snemma þarfur maður á heimili og vinnusamur. Smali varð hann 10 velra, og þegar hann komst betur á legg, varð hann aðalfyrirvinna heimil- isins, þvi að faðir hans var heilsubilaður, og efnin munu hafa verið lítil. Þegar Torti var 24 ára að aldri fór hann burt úr foreldrahúsunum og til Ásgeirs frænda síns Einarssonar á Pingeyrum. Voru þau systra- börn Ingibjörg móðir Torfa og Ásgeir. Var það að ráði og vilja foreldra Torfa að hann fór norð- ur, þólt illa mættu þau missa hann. Hugðu þau, sem og varð, belri menningarveg íyrir sinn efni- lega son, að fara til hins mikla dugnaðarmanns, sem mikið hafði i takinu og bjó við góð efni. Þrjú ár var Torfi þá í vinnumensku hjá frænda sínum á Þingeyrum og í Ásbjarnarnesi. Toiii lijarnuson. Þau kynni fá nú Húnvetningar af hinum unga manni, að hugur vaknar í sýslunni að koma þar upp fyrirmyndarbúi, og Torfa ællað að veita því forslöðu. Torfa var svo fyrirhuguð námsvist í Skotlandi, enda fjárrækt, þá sem nú, talin bcst þar í landi, og lögðu þeir Húnvelningar Torfa nokkur fararefni. Nú hafði Torii, eins og gefut að skilja, átt lítinn kost á bókment- un í æsku; flest las hann sem hann náði í og löluvert hafði hann lært í reikningi tilsagn- arlaust eða tilsagnar- lítið af bókum. Þegar hann var fyrir innan tvitugt, hafði hann um hríð verið hjá Krist- jáni kammerráði á Skarði og tengið hjá honum tilsögn í dönsku. Nú fór Torti suður til Beykjavíkur sumarið 1865, að því er jeg ætla til að búa sig undir Skotlandsferðina. Lærði hann þá næsta vetur ensku hjá Oddi Gíslasyni, er siðar varð prestur og nú er ný- látinn í Veslurheimi. Tilsögn fjekk og Torfi í dráttlist hjá Sigurði málara og í reikningi hjá Halldóri skólakennara Guðmundssyni. Með vorbyrjun 18(56 sigldi Torfi til Skotlands, og var hann í utanfór þeirri um 3 missiri; var hann lengstan tímann við jarðyrkjuvinnu hjá bónda nálægt Peterhead, heldur norðarlega í landi. Eins var hann um tima á jarðyrkjuverkfærasmiðju, og sumarið 1867 ferðaðist Torfi um landið til að kynna sjer það. Kom hann svo heim seinni part sumars, og settisl aftur að á Þingeyruni. En ekkerl

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.