Óðinn - 01.06.1912, Síða 2
18
ÓÐINN
varð af fyrirmyndarbúinu. Segir Torfi mjer að
samkomulag hafi ekki fengist, og svo mun og hafa
staðið á fjenu, eins og frá er skýrt þá í blöðunum.
Frá Skotlandi ritar Toríi vorið 1867 búnaðar-
inálabrjefin þrjú, sem prentuð voru í Nýjum Fje-
lagsritum það ár (Ný Fjelr. XXV). Brjefin voru
send Jóni Sigurðssyni, og hann virðist hafa hleypt
Torfa af slað. í febrúar ritar Jón Torfa: »það
væri gaman, ef þjer væruð nú upplagður til að
skrifa mjer langt og fróðfegt búnaðarbrjef frá Skot-
landi, sem jeg gæti fengið prenlað í ritunum«.
Þeir eru fjörugir þessir búnaðarpistlar Torfa,
og fyrirheitin eru í þeim um alt æfistarf manns-
ins. Hann er kominn í nýjan »Sólarheim«, en
svo sjer hann fljótt að náttúran hefur ekki gert
landið svona fagurt. Nei, mikið af þessum fögru
ökrum og grænu grundum bafa verið fúaflóar
fyrir svo sem 100 árum, og þar sem skógurinn
gnæfir yfir landið af hæðunum, var um sama leyti
ekkert nema lyngmóar, eða máske eyðimelar.
Öllu hefur verið umsnúið, flóarnir þurkaðir, mór-
inn færður burt til eldiviðar, svo tók plógurinn
við; holtin pækl og Iosuð með pálum og pjökkum,
þar sem plógurinn vann ekki á, stórgrýtið sprengt
og flutt til húsabygginga eða til að girða landið.
»Þetta alt hetur nú lúð marga hönd, beygt
margt bak og tæml margan vasa, en það hefur
líka fælt af sjer ánægju og auð á eftir. Hvar sem
lilið er sjest að óþreytandi atorka og starfsemi og
tröllamáltur hugvitsins hafa styrkt hvað annað«.
Haustið 1868 giftist Torfi frænku sinni Guð-
laugu Zakkaríasdóltur frá Hevdalsá í Strandasýslu.
Hún liafði og verið á Þingeyrum hjá Ásgeiri móð-
urbróður sínum. Vorið eftir reisa þau hjón bú á
Varmalæk í Borgarfirði. Þá ritar Jón Sigurðsson
kunningja sínum í Reykjavik: »Pað er gott að
Torfi Bjarnason kemur að Varmalæk, þar er jörðin,
bara að hann hefði nokkuð í liöndunum að geia
það með«.
Ekki býr Torfi nema 2 ár á Varmalæk. Nú
finst manni undarlegt að flytja sig frá þeirri jörð
og úr þeirri bygð vestur í fjallaklasann milli Bitru
og Gilsfjarðar. Hugði jeg að heimahagarnir hefðu
dregið hjónin vestur þangað, miðja vegu milli
Dala- og Strandasýslna, en svo hefur Torfi sagt
mjer, að mest hafi hann fiúið þjóðbraulina. Um-
ferð þar var afarmikil, er alt var á landi farið, og
fyrir Hvalfjörð, en Toríi orðinn jijóðkunnur maður,
og ákaflega gestrisinn; taldi hann það ofætlun fyrir
konu sína að annast gesti daglega auk bús og