Óðinn - 01.06.1912, Page 3
ÓÐINN
19
barna. Þess má og minnast að framtíðarhorfur
voru þá ekki miklar í Borgarfirði. Sigling ekki
komin í Borgarnes.
Ólafsdal keypli Torfi af Jóni Bjarnasyni þing-
manni Dalamanna, er þar bjó. Jörðin ekki full
18 hundruð, og engin sjerleg kostajörð talin.
Áður en Torfi settist að í Olafsdal, rúmlega
þrítugur, hafði hann unnið það verk, er landinu
hefur orðið áþreifanlegastur hagur að. Áður en
Torfi sigldi til Skotlands liafði hann mikið um
það hugsað, að eignast Ijá sem ekki þyríti að
dengja, hafði hann gert nokkrar tilraunir, en þær
smíðir mishepnast sem vænta mátti. í Skotlands-
förinni Ijet liann smíða ljáinn í Manchester eftir
fyrirmynd, er liann bjó til, og kom hann heim
með 12 ljáblöð, er reynd voru sumarið eftir. Njju
Ijáirnir »ensku« ruddu sjer svo alveg til rúms á
3 árum, 1868—1871, að varla sást »íslenskur«
Ijár úr því.
Amerikuhugurinn kom við Torfa sem fleiri
um þær mundir. Vorið 1873 fer hann nokkurs
konar landkönnunarferð vestur um liaf, og var
sumarið í ferðinni, kom heim um haustið. Var
ráðagerð og hugur í nokkrum mönnum í Dala-
sýslu að fara vestur, og halda hópinn, ef Torfa
litist vel á og vísaði þeim til lands. Torfi kom í
kornlöndin frjóu inni i miðjum Bandafylkjum, þar
sem Skandínavar voru þá sem örast farnir að taka
land, en ekki þótti Torfa ráð fyrir sig, efnalítinn
ómagamann, að flytja vestur, og munu þá hinir
sýslungar hans flestir hafa og sest aftur. En tveir
bræður Torfa eru enn á lífi í Vesturheimi, var
annar þeirra í för með Torfa og varð eftir. Jón
Sigurðsson víkur að þessari vesturferð Torfa í
brjefi til hans nokkru síðar:
»Jeg var orðinn hræddur uin, að við mund-
um ætla að missa af yður, og þess vegna varð
jeg því glaðari í þeirri von, að þjer hafið sannfært
yður sjálfan um það, sem jeg held rjelt vera, að
nóg sje að starfa á íslandi sjer og öðrum til
gagns, og með ekki lakari útsjón en annarstaðar,
ef inenn hafa lag á að vera samhentir. Það er
líka sorglega hlægilegt, að vjer hugsum nú að fara
úr landi, þegar fyrst er von á framförum, sem eru
á okkar valdi, eftir mörg hundruð ára kúgun, sem
við höfum þó komist frá með iífinu og þó nokkr-
um — enda furðanlega iniklum — sálarkröftum
og fjöri«.
Torfi fór brált að sljetta túnið í Ólafsdal, sem
alt var þýft, og notaði plóg og önnur áhöld til Ijettis
vinnunni, sem lílið var þá um. Gerðust þá fá-
einir ungir menn lil þess að læra hjá honum að
plægja og sljetta. Þetta varð orsök til þess, að
þeir Sigurður sýslumaður Sverrisson í Bæ og Guð-
mundur prófastur Einarsson á Breiðabólsstað á
Skógarströnd hvöltu Torfa til að bjóða amtsráði
Vesturamtsins, að koma á fól búnaðarkenslustofn-
un í Ólafsdal fyrir Vesturamtið. Tók amtsráðið
þeirri málaleitan vel og komst stofnunin upp vorið
1880, og byrjaði með 5 lærisveina. þessi búnað-
arskóli Vesturamtsins stendur svo fullan fjórðung
aldar og þarf eigi að rekja sögu lians. Oftast
voru þar 12 lærisveinar, teknir 6 nýir á ári.
Framan af voru lleslir nemendur af Vesturlandi,
af því að þeir gengu fyrir, en sóttur liefur skól-
inn verið af öllu landinu. En mest og best bafa
óefað Dalasýsla og Strandasýsla notið Ólafsdals-
skólans.
Nemendur frá Ólafsdal minnast allir Torfa
og heimilisins þar mjög hlýlega, og á húsfreyja
þar sinn góða hlut óskertan. Fjelagslíf var þar
gott og fjörugt. Haldið var þar úti skólablaði og
umræðufundir á hverju laugardagskvöldi. Var
húsbóndinn og skólameistarinn sjálfur lífið og sálin
í þeiin fjelagsskap pilta. í einu bar Olafsdalsskól-
inn sjerstaklega af öðrum búnaðarskólum, hvað
þar var mikið smíðað af jarðyrkjuverkfærum, er
komu þá eins og á stóð í góða þörf. Jeg liygg
að Torfi hafi sjálfur lcngst af verið aðalsmiður-
inn, og smíðar kendi hann piltum. Sá, sem þetta
ritar, minnist þess er hann fyrir 10 árum kom í
Ólafsdal á miðjum degi, þá kom luísbóndinn út
úr smiðjunni sinni, kolugur og krímugur, niður að
þrepunum upp úr heimreiðartröðunum. Herma
þykist jeg það rjett, að fleiri en 100 plógar hafi
verið smíðaðir í Ólafsdal, eitlhvað svipuð tala af
lierfum, og tíðast voru þá aktygin keypt með, sem
þar voru og gerð. Þá voru þar og smiðaðar einar
60—70 kcrrur, einkar traustar og sterkar, eins og
öll áhöld voru frá Ólafsdal. Nefna mælti enn
hestarekur og ristuspaða.
Torfi hefur verið forgöngumaður margskonar
fjelagsskapar i sinni bygð, komið á lestrarfjelagi
og bindindisfjelagi, stofnað verslunarfjelag Dala-
sýslu og var fonnaður þess í ein 15 ár. Eins
mun hann hafa átt góðan hlut í stofnun kaupfje-
laga þar vestra. Mikið kapp hefur hann lagt á
skuldlausa verslun i þeim fjelagsskap, þótt eigi
hafi lánast svo sem hann vildi. Sjálfur hefur
hann alla sína æfi, frá því er liann fór að búa, áll