Óðinn - 01.02.1913, Qupperneq 2

Óðinn - 01.02.1913, Qupperneq 2
82 ÓÐINN Nokkur þýsk kvæði, í íslenskri pýðing eftir Alexander Jóhannesson. Gönguraaður. (Eftir Fr. Nielzsche). Göngumaður gengur hljótt og greitt um nótt, og bugður dals og liáls og hæð hann hratt um fer — hve fögur núna nóttin er — án afláts, nemur ekki staðar, áfram gengur hraðar, hraðar, Pá hegrir hann fagurt fuglamál, hans fipast sál. »Hví fjötrarðu bœði fót og hug, þú fugl á grein, og grefur upp mín gömlu mein9 Pú töfrar mig með tónum þínum og tœlir mig frá störfum rnínum«. Pá svaraði litli fuglinn fljótt: »Jeg ftögra um nótt að leita’ að ástvin langt í burt með Ijúfum söng, því einum nótt er afarlöng. En áfram gakk, nem ekki staðar, þú átt að ganga hraðar, hraðar. En ftgt þjer nú og far af stað, fljótt birtir að. Fjekk Ijóð mitt vakið leyndan harm til lífs í þjer?« spgr hljóður fugl í huga sjer: »Er hugur þinn svo harmi lostinn sem hjartastrengur vœri brostinn 9« Feneyjar. (Éftir Fr. Nielzsche.) fíiksvarta nótt á brúnni jeg nglega slóð, þá hegrði jeg söng í fjarska: í titrandi geimnum glóðu gulldropar langt í burt. söngurinn, gondólar, Ijósin — sundlandi hvörftuðu burt. . . . Harpan, sál mín, varð snortin og slegin um leið; titrandri af sólbjartri sœlu söng hún gondólalag. — fíarst það á burt? .... Nótt. (Eftir Hermann Gilm, ‘1812 f 1864). Nótt úr skógi líður Ijetl og lœðist ofurhœgt með trjánum, svipast um í hring á hnjánum og hlegpur sprelt. Slekkur Ijós, er Igsa heim; litir allir, blóm á grundu hörfa burt á samri stundu í sortans geim. Tekur alt, er oss er kœrt, — eldsins glóðir verða svartar — slœr á öldur silfurbjartar, er sofa vært. í runni okkar rökkur er, rjeit mjer liönd, að þig jeg feli, því annars nóttin eg hggg steli einnig þjer. Hvaðan? (Eftir Mariu Janitschek, f. 186,0). Heiðblár er himinn og hreinn er jökull, ofan á enni einn fellur dropi. Jeg lít upp í loftið, jeg lít ei skg nein, ei bærist bára nje blaktir vindstrá.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.