Óðinn - 01.01.1914, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.01.1914, Blaðsíða 1
OÐINN Einar Hjörleifsson er orðinn þjóðkunnur fyrir löngu fyrir skáldsög- urnar sínar; þau ritstörf hafa látið honum einkar vel, og sumir kaflar í þeim bera af flestu í síðari bókmentum vorum. Jeg skal því til stuðnings minna á kaflann í Ofurefli »Mjer heyrist einhver vera að gráta«, á »Vista- skifti« í Frá ýms- um hliðum. í Gulli eru það tveir kaflar, sem öðru fremur hafa fesl sig i mitt minni: »01- æði Karls keisara« á veitingahúsinu, og »æfintýrið« á síð- ustu síðum bókar- innar. »Æfintýrið« liggur mjer alt af við að taka fram yfir alt annað, sem jeg hef lesið á mínu eigin máli. Gústaf Freytag hefur að minni hyggju gefið bestu reglurnar fyrir leik- ritagerð frá því Aristoteles leið. Hann segir, að hver mentaður maður sje fær um að Skrifa Einnr Hjörleifsson. skáldsögu, en gefur í skyn, að svo mikill vandi sje að skrifa leikrit — fyrir leiksviðið — að það sje eins og að dans éftir slökum kaðli, án þess að missa jafnvægið, eða misstíga sig. Reglurnar, sem leikskáldið ekki tná brjóta, eru auðvitað fjölda margar. En flestar eru þær þess eðlis, að tilfinningin hvíslar þeim að þeim, sem skrifar, ef liann þekkir vel leikhúsið. Sje höfundurinn þeirri gáfu gæddur, að sjá það lifandi fyrir sjer, sem hann er að skrifa, þá lag- ast atriðin einhvern veginn svo, að þau verða sjá- leg fyrir áhorfendurna. Það, sem leikið er, verður líka að vera eitthvað fyrir augað, því leiklistin og leikritaskáldskapurinn útheimtir tvö skilningarvit, sjón ogheyrn; allar aðrar listir láta sjer nægja með annað- hvort þeirra. Ljenharður fó- geti er frumsmíði E. H., þar sem hann hefur aldrei skrifað leikrit fyrr. Leikrit- ið er óbrotin lofgerð til kvennfólksins frá upphafi til enda. Það þarf ekki annað en benda á hugrekki ýngisstúlkunnar frá Selfossi, drengskap og móðurlund hús- freyjunnar í Klofa, ákafa Snjólaugar frá Galtalæk til að liefna þeirra óvirðinga, sem hún jafnvel ekki veit hverjar eru, og föð- urlandsást Ingiríðar frá Hvammi, sem vill, þó hún sje orð- in áttræð, fórna ætt- jörðinni báðum son- um sínum. Jafnvel það, sem heyrist um veslings svívirtu konuna á Kotströnd, sýnir að liún er tífalt meiri manneskja en Freysteinn bóndi hennar. Ekkert er sagt eða bent til neins, sem henni verður lagt til lasts, annars en óhamingjunnar sem hún liefur orðið fyrir. Fyrsti þátturinn í »Ljenharði Fógeta« er vel saminn; höfundurinn leiðir þar saman allar helstu

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.