Óðinn - 01.01.1914, Blaðsíða 8

Óðinn - 01.01.1914, Blaðsíða 8
80 ÓÐINN Ymja skot í afdal hátt. Óðum drýpur blóð á svellin. Verður rjúpu ráða fátt. Reynir hún á vængja mátt. Lyfta sjer í loftið blátt litiir hópar yfir fellin. Ymja skot i afdal hátt. Óðum drýpur blóð á svellin. Veiðimaður viða fer, veg svo beinir niður dalinn. Sól að vestri sígin er. Sorta yfir fjallið ber. Djúpan árhyl ekki sjer undir nýja snjónum falinn. Veiðimaður víða fer, veg svo beinir niður dalinn. II. Ósljett var á ísaþökum. Áin hafði berserkstökum klofið svellin, kastað jökum. Klungur leyndu gjá við gjá. Mjöllin yfir ieyni lá. Ekki frýs á feigra vökum. Fyr en varir hallar degi lífsins, lúður dauðans kallar. Örugt bóndi ísinn gengur. Undir hylur, neðar strengur svelgja fallinn. Lengur, lengur lifir enginn frost nje glóð. Áin syngur sigurljóð. Hrími bryddar hrikta spengur. Hringar vindur snæinn yfir vök, — í vestri þrýtur daginn. gljúfur, dal og fjallabrún. Norðri dregur dular rún. Yfir hauðri himinn víður hangir skýjagróinn. Feigðarmyndir mótar Hel í snjóinn. Þrýtur vetrarvakan langa. Vonlaus börn til hvilu ganga. Mamma strýkur vota vanga, vön að bæta sjerhvert mein, bíður, vonar, vakir ein. Enginn vitjar afdalsfanga inn í fentan bæinn. Drottinn sjálfur sendi loksins daginn. Hallgr. Jónsson. & Blindi drengurinn. Hann sat út við gluggann, hann sá ekki neitt, þó sólin um hádegi lýsti; hans andlit var fölt, og hans augu svo þreytt, því hann einblindi í ijósið, þó hann sæi ekki neitt, og eilífa myrkrið að hjarta h’ans sorginni þrýsti. Hann heyrði’ að þeir töluðu um liti og ijós, og lífsstrauma vorsins liann fann. Hann fann, að það angaði rós við rós í runnunum úti, og að þar var ljós. En hvað var það alt? — Það var alls ekki neitt fyrir liann. Hann átti svo djúpa og eldheita þrá og óskandi barnslegt hjarta. Hann langaði heitt út í ljósið að ná, en Ijúfustu vonirnar, — daginn að sjá — þær dóu út í myrkrinu.myrkrinu ógnandi svarta. Lengi heima börnin bíða. »Babbi hefur farið víða, út um dal og upp til hlíða, yfir fell og gljúfur breitt. Máske rjúpur margar veitt«, sögðu þau. Og barnsleg blíða biikaði á hvarmi. Æskan spáir ekki þungum harmi. Konan horfir, hlustar, bíður. Hátt í björgum veðrið sýður. Geigvæn nóttin gandi riður Hann sat þarna hugsi með hönd undir kinn og hlustaði á vorgígju-óminn. Svo horfði h’ann fastar í húmgeiminn sinn og hrópaði ákaft: »Ó, drottinn minn! hví er jeg blindur? — Ó, sýndu mjer sólina vorið og blómin«. Og drottinn sýndi h’onum sólbjartan heim, og sumarið dreymdi’ h’ann við hljóminn, — hann sveif um hinn ónumda, ókunna geim, sem engum er fær af heimskingjum þeim, er sjáandi skilja ekki sólina, vorið og blómin. F. H. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.