Óðinn - 01.01.1914, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.01.1914, Blaðsíða 7
ÓÐINN 79 En jafnskjótt sem Skagfirðingar sáu amtmann koma út, var svo sem þeim brigði í brún og þeir hypjuðu sig þegar á braut. Amtmaður gekk í veg fyrir þá út á grasblettinn fyrir framan húsið og kallaði til þeirra og sagði: »Bíðið þið við piltar, jeg ætla að tala við ykkur«. En þeir flýttu sjer samt í burtu, og enginn þeirra mælti orð við amtmanninn. Af þessu er augljóst að ómögulegt er að segja mcð sanni, að amlmaður bafi viljað láta af em- bætti vegna komu Skagfirðinga. Hilt mætti með miklu meiri sanni segja, að Skagfirðingar hafi lagt á fiótta fyrir amtmanni, er þeir sáu hann, en þó er það líklega ekki rjett, þrátt fyrir það, þótt burt- för þeirra væri eitthvað svo kindarleg að hún minti á flótta. SKagfirðingar sögðu að vísu á seðli þeim, sem þeir festu upp, að þeir hefðu mist traust á amt- mannsembættinu, og »báðu þann mann, sem bjer nú færir þetta embætti, að leggja það niður«, en þeir sögðu það eigi við amtmanninu sjálfan, og enn síður biðu þeir eflir nokkru svari. Skagfirðingar hafa auðsjáanlega annað hvort eigi ætlað sjer að tala við amtmann, eða eigi verið við því búnir. Þá er þeir komu á Möðruvelli, liafa þeir eflaust vitað að hann var veikur, því að það hafa þeir frjett í Hörgárdalnum, ef þeir liafa eigi vitað það áður. Ef til vill hefur þeim þess vegna brugðið svo við, er hann kom út, og svo labbað burt, rjett eins og krakkar, er hafa gerl eitthvað, sem þeir mega ekki gera og vilja ekki að aðrir sjái. Ef Grímur amtmaður hefði verið ungur eða heill heilsu, þá hefði þetta enga þýðingu haft fyrir liann. En nú var hann sjúkur og aldraður, og því hlýtur þetta að hafa lagst fremur þungt á hann, þótt hann minlist varla á það. Eftir þetta elnaði honum sóltin og hann andaðist 7. júní (1849). Það er líka sannast að segja að þetla voru ómakleg laun eftir langa og samviskusama em- bættisþjónuslu. Þótt sumt megi að Gími Jóns- syni finna, eins og öðrum mönnum, þá mun það þó sannast, hvenær sem það verður rannsakað til hlítar, að hann er einn af hinum merkustu em- bæltismönnum á íslandi á sinni tíð, og þótt um miklu lengri tíma sje leitað. Hann var maður mikilhæfur og óvenjulega vel að sjer. »Sem em- bættismaður var hann, það jeg til vissi«, segir Bjarni amtmaður Thorsteinsson, sem þekti hann manna best, »einhver sá ráðvandasti, vandvirkasti og iðjusamasti, orðu- og reglu-samur eins í smáu sem stóru, og þess hins sama krafðist hann af þeim, sem undir hann voru gefnir. Það var að likindum þessi stranga vandlæting um reglu, orðu og iðjusemi, er gerði hann á lians seinni embætt- isárum, eins og þá ljek orð á, ekki vel þokkaðan meðal almennings og sumra hinna lægri embætt- ismanna í umdæmi hans«. Beglusemi, vandvirkni og samviskusemi hefur eigi ávalt komið sjer vel á fslandi. En trygð Grims amtsmanns við Rasmus Krist- ján Rask þekki jeg allvel af mörgum skjölum i Rentukammerskjalasafninu, og henni skal jeg við bregða. Grímur amtmaður var »einhver hin friðasti maður, bæði að andlitsfari og öllum likamaskapn- aði«, segir Bjarni Thorsteinsson. Hann var snyrti- maður, og tigulegur í framgöngu. Má vera að það hafi haft einhver áhrif á Skagfirðinga, er þeir sáu hann. Ef menn vilja segja Skagfirðinguin eitthvað til sæmdar, þá er betra að telja heldur eitthvað annað lil en ferð þeirra að Möðruvöllum 1849. Sem betur fer má nefna margt annað nýtilegra og sæmilegra. Ivaupmannahöfn 3. desbr. 1913. Bogi Th. Melsleð. Pó! — Póí i. Bóndi gengur bænum frá, byssa yfir herðar liggur. Kaldi sverfur svellin blá. Sveipa hnúka skýin grá. Gaddur brúar gil og á. Gljúfri lokar fannahryggur. Bóndi gengur bænum frá, byssa yfir herðar liggur. Rjúpa hugar hnjótum að, hraðfleyg eftir dalnum leitar. Engin fokstrá, ekkert blað eygir hún á neinum stað. Viðsjált henni þykir það, þegar hlíðin kvisti neitar. Rjúpa hugar hnjótum að, hraðfleyg eftir dalnum leitar.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.