Óðinn - 01.01.1914, Blaðsíða 4

Óðinn - 01.01.1914, Blaðsíða 4
76 ÓÐINN Dr. Guðmundur Finnbogason er fæddur á Arnarstapa í Suður-Þingeyjarsýslu 6. júní 1873, sonur Finnboga bónda Finnbogasonar ..........------------------- Dr. Guðmundur Finnbogason. og Guðrúnar Jónsdóttur, konu hans, sem þar bjuggu þá, en nú eru bæði látin. Tíu ára gamall íór Guðmundur að Möðrudal á Fjöllum. Var hann þar smali og gerði að öðru leyli öll vinnumanns- verk, eftir því sem kraftar hans leyfðu, eins og títt er um alþýðudrengi, en þar fjekk hann einnig fyrstu mentun sina. Minnist Guðmundur ætíð hlýlega Möðrudalsvistarinnar og telur hana einn af fegurstu áföngum farinnar æfi. 17 ára gamall rjeðst Guðmundur til Einars prófasts Jónssonar, alþingismanns, sem þá var á Kirkjubæ í Hróars- tungu, og byrjaði hjá honum á skólalærdómi. Þakkar hann síra Einari það, að hann gekk menta- veginn. Eftir tveggja ára nám hjá sr. Einari gekk Guðmundur inn í 3. bekk latínuskólans. 1896 tók hann stúdentspróf með ágætiseinkunn og sigldi sama árið til háskólans i Kaupmannahöfn. Árið eftir (1897) tók hann próf í forspjallavísindum, einnig með ágætiseinkunn, hjelt síðan áfram að stunda heimspeki og hafði sálarfræði fyrir höfuð- námsgrein. Naut hann kenslu Höffdings prófess- ors, hins ágætasta heimspekings meðal Dana, og hefur Höffding mjög hrósað gáfum hans og nám- fýsi, bæði munnlega og skriflega. 1901 tók Guð- mundur kennarapróf í lieimspeki. Sama ár veitti alþingi honum 2000 kr. á ári í tvö ár til þess að kynna sjer skólamál erlendis og undirbúa breyt- ingar á skólamáluin íslands. Ferðaðist hann í þessu skyni um Noreg, Danmörku og Svíþjóð. Að þeirri ferð lokinni reit hann bók sína Lýðment- un, sem prentuð var á Akureyri 1903. Alþingi veitti honum þá enn styrk um tvö ár til að ferð- ast um landið, kynna sjer mentun alþýðu og und- irbúa fræðslumálalöggjöfina. Samdi hann skýrslur um þessar athuganir sinar og sendi sljórninni, á- samt tillögum um fyrirkomulag fræðslumálanna. Leiddi þetta lil þess, að stofnaður var kennara- skóli í Reykjavik og kenslumálunum með lögum hrundið í það horf, sem nú er. — 1905—1907 var Guðmundur ritstjóri Skírnis, og slundaði þá jafn- framt kenslu og bókmentastörf. En 1907 fjekk hann slyrk af sjóði Hannesar Árnasonar til þess að stunda Heimspekisnám erlendis. Dvaldi hann þá hálft annað ár við háskólann í París og ferð- aðist auk þess til háskóla á ftalíu, í Sviss, Austur- ríki, Þýskalandi og í Danmörku. 1910 kom hann heim aftur og þann vetur og hinn næsta á eftir (1911) hjelt hann heimspekisfyrirlestra í Reykjavík, en undirbjó þá jafnframt doktorsritgerð sína, sem var á dönsku, sálarfræðislegs efnis og hjet: Den sympatiske Forstaaelse. 26. sept. s. á. (1911) varði hann ritgerð þessa við háskólann i Kaup- mannahöfn og hlaut doktorsnafnbót. 1912 safnaði hann heimspekisfyrirleslrum sínurn saman í bók, sem heitir Hugur og heimur, og gaf hana út. Er þar meðal annars alt efnið úr doktorsritgerð- inni, en alt gert Ijettara og auðveldara, ætlað ís- lenskri alþýðu. Nú er Guðmundur fyrsti aðstoðar- bókavörður við Landsbókasafnið, en nýlur jafn- framt nokkurs styrks af almannafje til að halda áfram heimspekisfyrirlestrum sínum og gefa þá út. Árið 1912 var G. sendur til Rúðuborgar af hendi Rókmentafjelagsins til þess að vera þar við liátíða- höldin á 1000 ára minningarhátíð um landvinn- ingar norrænna manna þar. Þólti hann koma þar sómasamlega fram og kvað mikið að framkomu hans. Auk þess, sem að framan er talið, hefur Guð- mundur skrifað fjölda ritgerða í blöð og tíinarit, einkum Skírni, sem hann hefur nú aftur undir höndum í forföllum dr, Björns Bjarnasonar. Rit-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.