Óðinn - 01.01.1914, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.01.1914, Blaðsíða 2
74 ÓÐINN persónurnar í leiknum, nema húsfreyjuna í Klofa. Eysteinn gengur þar á hönd Ljenharði, til þess að geta fengið »klæðin góð«, sem gangi í augu Guðnj'jar á Selfossi. Torfi í Klofa og Ljenharður sjást þar stulta stund, og er fátl með þeim þá þegar. Annar þátturinn er í Klofa; messan er að enda, bjónin sitja úti, og eru farin að heyra þyt- inn af hryðjuverkum Ljenharðs austan fjalls. Fólk- ið kemur út úr kirkjunni, Snjólaug á Galtalæk geysar yfir aðförum Ljenharðs, en veit þó ekki með vissu hverjar þær eru. Ingólfur frá Selfossi og Freysleinn frá Kotströnd koma þar og flytja sannar fregnir af atförunum. Kvenníólkið hvelur Torfa til stórræða, og hann gengur í málið með almannafylgi. Annar þátturinn fer best yfir leik- sviðið, og er best skrifaður fyrir það, að mínu áliti. Mestur hluti lians er eitt einasta atriði, 8 manns tala, og hver fyrir sig hefur nægileg sjer- kenni, svo áheyrandinn getur aldrei látið sjer koma það til hugar, að neinn ætti að segja setninguna, sem töluð er, annar en sá, sem hana talar. Jeg tek þetta fram vegna þess, að það er mesti vandi að láta margar persónur taka þátt í sama samtalinu svo vel fari, að Iunderni hvers um sig sjáist, mál- efnið leysist skiljanlega upp í einstök atriði. E. H. hefur leyst það snildarlega af hendi í þættinum. Ef galli er á þættinum, er það meðferð höfundar- ins á Torfa í Klofa. í þriðja þættinum gengur yfirgangur Ljenharðs Iengst, að því leyti sem mað- ur sjer til hans. Bóndinn á Selfossi er setlur í hönd. Eysteinn, sem feginn vildi verja feðginin, er vjelaður burtu með friðarboðum, og Guðný tekin burtu með ofbeldi af Ljenliarði sjálfum. Manni líður ekki vel meðan maður liorfir á það, en þess óvandari er eftirleikurinn fyrir Torfa í Klofa. Á fjórða þættinum sje jeg smíðalýti, sem vera má að margir ekki sjái, eða þá finni að eins ó- Ijóst til. Guðný hefur tekið að sjer að ganga á liólm — á sína vísu — við Ljenharð fógeta, til þess að hafa ekki Eystein í hæltu sín vegna, og fá hann ofan af að berjast við Ljenharð og ellefu manns. Hennar ráð er það, að drekka Ljenharð undir borðið. Hún syngur fyrst vísurnar um Torráð og tröllkonuna, þá »Landið mitt liggur í sárum«, og síðast »I)auðinn ríður um ruddan veg«. Svo áliðið leiks, eins og er í fjórða þætti, er óþreyja áhorfenda orðin svo megn eftir málalokum, að hún getur ekki leitað hvíldar í löngum Ijóðum. Takið, sem leikurinn hefur fengið á áhorfendunum, missist að mun, og lnnn leikandinn á leiksviðinu getur valla vitað, hvað hann á að gera af sjer á meðan, eða hvernig hann á að leika. Jeg felst á það, sem sagt var við mig um daginn um Jjóð E. H. »Það er of lítið af þeim Ijóðum«. Fyrsta og síðasta kvæðið eru hvort öðru fallegra, en hjer hefðu þau átt betur heima fyrr í leiknum, því í fjórða þætti — sem viðurkent er að sje langerfið- ast að skrifa af þeim öllum fimm, finst áhorfend- unum of löng biðin, hvenær sem eitthvað er staldrað við. í fimta þælti er Eysteinn leystur úr sekt fyrir milligöngu húsfreyjunnar í Klofa, og Slefáns biskupsfóstra, en Ljenharður leiddur til höggs og verður við dauða sínum eins og hetja, og afplánar með því fjölda af hryðjuverkum sínum. Hinn mikli kostur við »Ljenharð fógeta« er, að hann sýnir áhorfendunum horfna öld. Lok 15. aklarinnar ganga þar í Ijósum logum upp úr gröf sinni, og maður sjer þar ekki einungis Torfa og húsfreyjuna i Ivlofa, heldur sjer maður landsmenn yfirleilt, hvernig þeir hafi verið í dagfari og liugs- unarliætti. Þeir menn, sem gerðu samþyklina á Áshildarmýri, hafa verið svipaðir í lund Bjarna frá Hellum, Ingiríði í Hvammi og Snjólaugu. — Það fólk þoldi ekki neina ósljórn yfir sjer. Ef við hana var að búa, þá reis upp hópur af vopn- uðum mönnum, sem tóku óaldarseggina af lífi, og það ljetu svo þeir, sem á eftir þeim komu, sjer að kenningu verða — fyrst urn sinn. Að menn líkir Freysteini hafi líka verið uppi á þeim timum, get jeg ekki efað. Eins og oft hefur farið með íslensk leikril áður — þegar eitthvað er í þau varið — hefur Ljenharður fógeti verið mjög vel sóttur, og náð í almenning fyrir áhorfendur. Leikritið hefur verið leikið 15 sinnum, og verður leikið oftar án efa. Skildum við, eins lislkærir menn og við erum, aldrei hrinda af okkur doðanum, og fá okkur þolanlegt leiklnis, með þolanlegum kjörum fyrir leikendurna. Það mál þarf að komast út úr þok- unni. Áhrif leikhússins á þjóðerni og tungu eru alstaðar viðurkend, nema ef til vill hjer á landi. Leiklnisið er besti mentaskólinn fyrir fullorðið fólk, og aðgangurinn mætti ekki vera öllum dýr, svo alþýða geti sótl það. — Meðan við bíðum, bjóðum við glaðlega alla velkomna, sem geta búið til gott leikrit eins og E. H., og vitum, að við erum enn of fáir, jafnvel þó hann liafi nú bætst í hópinn. I. E. 0

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.