Óðinn - 01.03.1914, Síða 4
92
ÓÐINN
Tveir raerkisbændur.
1. Guðmundur í Landakoti.
Guðmundur Guðmundsson er fæddur í Landa-
koti á Vatnsleysuströnd 28. febr. 1841. Faðir
hans var Guðmundur alþingismaður Brandsson,
Guðmundur í Landakoti.
Guðmundssonar hreppstjóra í Kirkjuvogi í Höfn-
um, en móðir Margrjet Egilsdóltir, Guðmundsson-
ar prests Böðvarssonar á Kálfatjörn. Var Egill,
afi Guðmundar, albróðir Þorleifs Repps, er dó í
Khöfn fyrir mörgum árum.
Ymisleg opinber störf hefur Guðmundur haft
á hendi síðan hann var 24 ára gamall. Fyrst var
hann skipaður hreppsljóri í Vatnsleysustrandar-
hreppi. Gegndi hann því starfi þá í 3 ár, en fjekk
svo lausn, því á þeim árum þótti það engin sæld-
arstaða (og er ekki enn), af því að þá fylgdi fá-
tækrastjórnin því embætti. Nokkru seinna var
hann kosinn í hreppsnefnd og var oddviti hennar
í 10 ár. Sýslunefndarmaður hefur hann verið í
6 ár, sáttanefndarmaður 24 ár, og nú hefur hann
aftur haft hreppstjórn á hendi í 11 ár. Verslunar-
fjelag var stofnað í hreppnum árið 1873, og var
Guðmundur forstöðumaður þess meðan því var
haldið áfram, en það var 5 eða 6 ár. í sóknar-
nefnd var hann nálægt 20 árum og hafði þá á
hendi kirkjureikningana. Á þeim árum var Kálfa-
tjarnarkirkja endurbygð og stækkuð. Hafði Guð-
mundur á hendi orgelspil og söngstjórn við þá
kirkju yfir 30 ár, en er nú hættur því.
Af störfum hans heima fyrir er það að segja,
að hann hefur endurbygt flestöll hús á jörðinni,
sum tvisvar, og er heimili hans að öllu hið mynd-
arlegasta. En þörfustu jarðabæturnar, sem hann
hefur gert, fyrir utan túnasljettun, telur hann vera,
að honum hepnaðist að fyrirbyggja sandfok, sem
á uppvaxtarárum hans leit út fyrir að eyðileggja
mundi hálft túnið, eða meira, og að hann náði
upp ágætu uppsprettuvatni skamt frá liúsunum.
Guðmundur fór á fiskisýninguna í Björgvin í
Noregi 1865, með þeim Geir Zoéga, Kristni í Eng-
ey, Hafliða frá Svefneyjum og Sumarliða frá Æð-
ey. Lýsing á ferðinni er prentuð í »ÞjóðóIfi«, og
er liún eftir Guðmund í Landakoti. Þá var fyrst
farið að lita hjer þorskanet og segl, til varnar
gegn fúa, og síldarnet komu þá í notkun skömmu
síðar, einkum lagnet fyrst. Fór ívar Helgason
hjeðan um 1870 til Noregs og var þar ytra um
vetrartíma, við Lófoten, til þess að kynna sjer þar
veiðar, og þá byrjaði hjer síldveiðin.
Kona Guðmundar er Margrjet Björnsdóttir
gullsmiðs á Búrfelli í Grímsnesi, systir síra Jóns
Björnssonar, sem síðast var preslur á Eyrarbakka.
Fau Guðmundur og Margrjet giftust 2. okt. 1868.
Hafa þau síðan búið í Landakoti mesta myndar-
og rausnar-búi og notið álits og vinsælda allrá,
sem þeim hafa kynst.
2. Guðmundnr á Auðnum.
Þeir nafnarnir og nágrannarnir Guðmundur í
Landakoti og Guðmundur á Auðnum voru oft
nefndir saman. — Guðmundur Guðmundsson á
Auðnum á Vatns-
leysuströnd andað-
ist 20. apríl sísastl.
ár. Hann var fædd-
ur að Miðengi á
Álftanesi 3. des.br.
1839 og voru for-
eldrar hans Guð-
mundur Guð-
mundsson og Krist-
ín Pjetursdóttir, er
þar bjuggu. Fjög-
ra ára gamall misti
hann föður sinn og
flultist þá með
móður sinili að Guðmundur ú Auðnum.