Óðinn - 01.12.1916, Side 5
ÓÐINN
69
ið fjell 1909 og taldi það eitt hið mesta slys er
hent hefði þjóð vora í allri stjórnmálasögu henn-
ar. En hann var bjartsýnn að eðlisfari og hafði
óbilandi trú á framförum þjóðar sinnar og að
engin þjóð á Norðurlöndum ætti eins glæsilega
framlíð fyrir höndum eins og íslendingar.
Þegar Vigfús Sigfússon flutti hingað var hann
af þroskaaldri, rúmlega hálfsextugur, en þó gegndi
Vigfús Sigfússon.
hann lijer ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfje-
lagið, var í bæjarstjórn um skeið, sáttanefndar-
maður, ráðsmaður sjúkrahússins o. fl. En meslan
hluta af besta aldursskeiði æíi sinnar starfaði
hann á Vopnafirði og starfaði bæði mikið og vel.
Þar var liann umsvifamikill hjeraðshöfðingi ná-
lega fullan mannsaldur, vinsæll og virtur, og var
þar varla ráð ráðið svo ekki væri hann kvadd-
ur til.
í 'daglegri umgengni var V. S. einstakt prúð-
menni, glaður, skemtinn og yfirlætislaus. Mjög
raungóður og hjálpfús, vinfaslur og valmenni á
allan veg.
Vigfús var 73 ára gamall og vilui betur, er hann
andaðist, fæddur 24. septbr. 1843. Hann var Norð-
Mýlingur að ættt og uppruna. Faðir hans var
Sigfús bóndi í Sunnudal, en móðir Dagbjört Arn-
grímsdóttir. Hann fjekk ekki aðra mentun í æsku
en þá, sem hann aílaði sjer sjálfur, en hann var
námfús og hafði góða hæfileika og um tvítugt var
hann orðinn barnakennari. Þá kvæntist hann
Margrjetu Ágústsdóttur bónda á Ljótsstöðum í
Vopnafirði og eignuðusl þau eitt barn, en áður hann
yrði 24 ára, var hann búinn að missa bæði kon-
una og barnið. Þá rjeðst hann fyrir barnakennara
og ráðsmann til ekkjufrúar Maríu Grönvold á
Vopnafirði og giftist henni ári síðar. Hún var val-
kvendi og voru samfarir þeirra fyrirmynd í hjú-
skaparlííi. Bjuggu þau á Vopnafirði og ráku þar
verslun til vorsins 1898, að Vigfús keypti »Hótel
Akureyri« og þau ílullust hingað. María andaðist
10. febr. 1908, en Vigfús rak gistihúsið með hjálp
dætra sinna þangað til síðasll. vor, að hann seldi
það á leigu og hætti sökum sjóndepru, er var að
ágerast stöðugt tvö síðustu árin. — Þau María
áttu sex börn: Jóhann, konsúl og kaupmann hjer
í bænum, dáinn 1905, Ágústu, fyrri konu Olgeirs
Friðgeirssonar konsúls í Reykjavík, dána 1897,
Maren, konu Einars Gunnarssonar kaupmanns á
Akureyri, Oddnýu konu Ingólfs læknis Gíslasonar
Vopnafirði, Valgerði og Halldóru.
Vigfús var einkennilega orðheppinn maður og
eru ýms orðtök hans og talshættir flogin út á
meðal manna. Var það oft, er hann sat í kunn-
ingjahóp, að hann kastaði fram hnyttiyrðum, er
svo voru lient á lofti. En ávalt voru þau græsku-
laus, vöktu hlátur, en særðu ekki þann er þeim
var beint að.
Kærasta umtalsefni V. S. var saga Islands fyr
og síðar og íslensk ættfræði. Lýsti sjer þar eins
og víðar að hann var góður og sannur íslending-
ur. Hann var mætavel að sjer í þeim fræðum
öllum, og fanst sá varla maður með mönnum,
sem ekki vissi og mundi þar deili á.
V. S. var ráðsmaður sjúkrahússins eða gjald-
keri, eins og áður var sagt. Þess má geta, til dæmis
um ræktarsemi lians, að varla mun þess dæmi að
nokkur sjúklingur, sem andaðistá sjúkrahúsinu, haíi
verið jarðaður svo að V. S. fylgdi ekki líki hans
til grafar. Kom það ekki ósjaldan fyrir þegar þeir
voru jarðaðir, sem hvorki áltu hjer frændur nje
neina kunningja, að Vigfús var einn á ferð með
líkmönnunum á eftir kistu þeirra.
*
,.Undir Ijúfnm löguni“. ,Þau eru oröin niörg kvæðin,
sem Gestur hefnr sent Oðni við og við undir pessari
fyrirsögn, livert öðru betra og snjallara að braglist. En,
eins og sjá má hjer á eftir, setur hann nú »Eftirmála«
við pau og segist ekki kveða meira af peim aö sinni.
Mörg af pessum kvæðum eru kveðin undir alkunnum
eldri lögum, sem áður hefur vantað við sönghæfa texta
á okkar máli, ýms að minsta kosti. En önnur eru ort
undir nýjum háttum, svo sem pau, sem hjer fara á eftir,
og er par efni fyrir söngskáldin til að fast við, »lögin
óskráð í orðunum«, eins og höf. scgir. Lög við dansa
og göngukvæði vantar tilfinnanlega í nýrri sönglagagerð
okkar.