Óðinn - 01.02.1917, Side 1

Óðinn - 01.02.1917, Side 1
ÓÐINN 11. BL.AU PKBR. 1017-. XII. ÁR U m skáldskap Hannesar Hafsteins. Fyrirlestur eftir Alexander Jóliannesson dr. phil. (Alþýðufræösla Stúdentaíjelagsins 4/a 1917/ i. Ýmsir þeirra, er ritað hafa um skáldskap Hann- esar Hafsteins hæði 1893, er fyrsla útgáfa kom út, og eins nú, hafa bent á hið víðtæka skáldsvið hans og * minst á afstöðu hans í ís- é lenskum skáldskap; þeir liafa lýst eðli »Verðandi«-mann- anna og foringja þeirra, er elskuðu storminn og höfuð- K skepnurnar í hamförum sín- um, af því að ekkert annað samsvaraði hinu ólgandi blóði þeirra og frelsisþrá1). Feir hafa einnig sumir drepið á ýmsa kvæðaflokka hans, ættjarðarkvæðin, ferðakvæð- in, áslakvæðin, ádeilukvæð- in, þýðingarnar o. fl., bent á karlmenskuna og aflið í skáldskap hans2) og að mak- legleikum borið lof á skáld- skap hans. Hefur nú skáldið sjálft í nýju útgáfunni flokkað nið- ur kvæðin. Er það harla lje- legt starf að velja úr einstök kvæði og segja um þau, að þau sjeu góð eða lítilsvirði, eða ná i einstök orð, sem ekki eru gullaldaríslenska eða því um líkt. Á slíkum sundurlausum molum er lítið að græða, ef ekki er leitast við að benda á aðaldrættina eða ná 1) sbr. ritdóm eftir Bjarna Jónsson í »ísafold« 1893, bls. 253—254, ritdóm í »Þjóðólfi« 1893, bls. 105-106. 2) t. d. B. M. Ólsen í »Óðni« 1905, bls. 12. heildarlýsingu; því allajafna verða slíkir ritdómar órjettlátir og ósannir, um of eða van. Hvert skáld verður að skoða í ljósi sins tíma og fer þá oft- ast nær svo, að hugsanir og hugsjónir skáldsins endurspegla menningarástand sinnar þjóðar og einkum þó menningarástand skáidsins sjálfs, þvi þekkingaratriði og lífsviðburðir skáldsins vefjast saman í ritum hans. Er þá margs að gæta, ef kryfja á til mergjar skáldrit og þess aldrei aði vænta, að hægt sje að benda á allar þær lindir,, er skáldntið er runnið úr. Ótímabært er einnig enn að rekja þá þræði í sundur, er skáldskapur H. H. er unninn úr, eða skipa honum það sæti í bók- mentasögu vorri, er honum beri. Skal að þessu sinni freistað að kynnast nánar skáldskap H. H., einkum hvað efni við- víkur, og leitast við að horfa inn í hugsjónageim hans, hversu heimurinn lítur út í augum skáldsins H. H., þó vitanlega verði að taka tillit til, að skáldið lítur öðrum augum á margt í síðustu Ijóðum sinum en í þeim fyrstu. Um algeiminn og sólkerfin og uppruna þeirra er þessi fallega lýsing í eftirmæla- ljóðunum »í sárum«: »SóI- kerfin sindrast sem neistar frá síungum steðja þínum«. Er þetta nær eini staðurinn i Ijóðum hans, er lýtur að alheimsgátunni; skal síðar verða vikið að trúarskoðun hans. Só/dýrkun hans er mikil, enda er við því að búast, að skáld lífsgleðinnar, er yrkir fjölda vor- kvæða, minnist á sólina. Er hún víðast persónu- kend: »ljósálfar dansa grundunum á« (Vorvísur 17. júni 1911). Sólin »höfuð sitt til næturhvíldar byrgir« Ilannes Ilafstein.

x

Óðinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.