Óðinn - 01.02.1917, Page 2

Óðinn - 01.02.1917, Page 2
82 ÓÐINN (Er sólin hnígur), »himnesk ljósdís, tjalda salinn þinn« (Fjallasöngur). Sólskinið »kyssir lygnan fjörð« (Klakksvík), »blessuð sólin elskar alt« (Mælt fram í skemtiför), »Hægt nálgast Röðull brúðklædda Báru®1) (Kveld), »og sjáið þann roða, sem rennur sem koss« (Út súpra), »Morgunsól, jeg þráði þig þessa nóttu alla« (Um sólaruppkomu), »með slegið gullhár gengur sól að gleðibeð með dag á armi — og ljúft í Ægis faðm svo hnígur« (Sólarlag), »kveldroðans litir hverfandi vefjast hvílandi faðm- lögum dimman við sjá« (Á siglingu), »álfar ljóss á ljettum fótum leita að nýjum frelsisrótum« (Morgun á Þingvöllum), »er sólin oss leysti sitt ljósgula liár og Ijet það með kossafjöld yfir oss ste_ypast« (Ferð lokið), »þegar sólin ljúfa lækkar og legst við Ægis kalda barminn« (Um kveld), »Sem morgunsins geislar á bárum fá brunnið« (Sjóferð). Regnbogi: »sálu minni sökkvi jeg í fossinn, seilist upp í friðarboga kossinn« (Gullfoss). Máninn er lika persónukendur: »aftur máninn heiði hækkar og hlær á laun við skýjahvarminn« (Um kveld). Jörðin er persónukend: »svo liöst og illgeng sig hristir jörð sem hross, er slítur af reiðing gjörð« (Á Skeljastöðuin í Þjórsárdal), »þótt urðarbrjóstið sje kalt og stirt« (sama kvæði), »faðmi þig nú fast og þjetl fósturlandsins svörður« (Ben. Sveins- son). fsland er kona: móðir, unnusta (Ástarjátning). Fjallkona »bíður með þrá sem ástmey örmum þöndum eftir þeim svein, er leysi hana úr bönd- um« (Aldamótin), »ósnortin skjaldmey í aldanna straumi« (Landsýn), »Fjallkonu göfgrar gleðitár« (Sumarblót), »Iíykonan« (Þorskljóð). Loft og vindur: »hvíslandi þýtur blær um bleika jörð — heill og sæll aftur, kystu blessað landið« (Vorvísur 1910), »Húsbóndi góður! heilsaðu blæn- um, hann er kominn að heilsa þjer og hverri sál í bænum«2) (Morgun), »skrautið blærinn kysti« (Út súpra), »hægur árdags-andblær titrar andar- drætti líkur manns« (Af Vatnsskarði), wljóðar við eyra þýður blær« (Kveld), »þú kyssir ískalt, vindur. Hæ og hó!« (Næturferð). Norðanstormur: »sem bergtröll opni gin og láti þjóta í skögullönnum« (Óveður), »Eykur kjúkuklið kátur illviðradans. Hopparfölleiturfans, býstnú fjelögum við« (Óveður). Sjór og vötn: »Tók Ægismey hinn unga, fríða 1) sbr. t. d. Jónas Hallgr.: »Röðull brosti, rann að nætur- hvílu Ránar til —« (Nótt og morgun). 2) sbr. t. d. kvæði Jónasar Hallgr.: »Jeg bið að heilsa«. mann« (Árni Finsen), »bros á hverri báru titrar« (Fjall við fjörð), wfaðmast og kyssast loft og sær« (Kveld), haföldur eru whjartaslög þreyjandi djúp- inu frá, sem brjóst þess lyftist af löngunartrega og andvarpi eilífri þrá« (Á siglingu), »þær hvísla, þær glettast, þær kjassa og þrotna og kyssandi loksins þær hníga í sævarins blátæra beð »(Sjóferð). Hafísinn les »skraf sitt við rastinar« (í hafísnum), og skipin á hafinu verða að »ósnortnum, elskandi fljóðum« en seglin að »svellandi barmi« (Sjóferð). Eins er um vötn: »Hjeraðsvötnin líða sljett, glampa líkt og men á meyju« (af Vatnsskarði), »Ýmist hyljir augum lygna eða strengur sagnir les, þar til armar elfu faðma ytst hið bratta Hegranes« (Af Vatnsskarði). Fossar: Gullfoss »hvessir svipinn heiða«, »þenur brjóstið breiða«, whvelfast öldur eins og stæltir vöðvar«, en likingunni er ekki haldið, því öldurnar verða að sálum, er »rísa upp í úða- mökkum ljósum« og »baða sig i rósum«. Foss hefur fælur í kvæðinu Niðaróður, en fosshljóðið í kvæði þessu bergmálar hugsanir þess manns, er við foss- inn stendur, hvort sem það er »ungur piltur, ást- arsæll«, eða karlmaður »með köldu glotti«. í öðru kvæði (Ferð lokið) geysast straumöldur fossanna »sem glóföxuð hross, er gjallandi elta sporhvatir hundar«. Er Geysir ætlar að gjósa, heyrir skáldið því »hjarta slá« og »hjartablóðs öldubrot« (Við Geysi). Fjöllin verða að lifandi verum eða að bú- stað trölla: »ber oss jór til fjalladísa heim« (Fjallasöngur), »fjallatröll í fellunum, fjallabörn i hellunum« (sama kvæði), »armar fjalla opnir breiðast og í faðmi halda sveit« (Af Vatnsskarði), »þeir hafa til að losa stundum mola, klettabúar« (Óveður), »sjást í mjúkleg faðmlög falla fjallsins ás og vatnsins dís« (Fjall við fjörð). Andardráttur fjalls er »fleygur blær, sem flötinn bærir« (sama kvæði), og hjartsláttur Qalls er »báran tær, sem blærinn hrærir« (sama kvæði). Fjallatindana dreymir: »sjá kveldroðann glitra i guðveigalind og gullroðinn dreyma hvern hljóðlátan lind« (Út súpra). í kvæð- inu Niðaróður hreytir foss skvettum upp um klellinn »sem græna hárlokka hanga lætur um harða skör«. — Höfði (Þórðarhöfði) »þrúðga hvess- ir hamrabrún« (Af Vatnsskarði). Hnjúkar »tylla sjer á tá og teygjast upp i fyrsta, heita kossinn« (Vor- visur 1910). Jöklar hafa »litverpar brár« (Ferð lokið), en Snæfellsjökull eldfáður hefst »einsog út- höggvinn draumur« (Kveld). Strönd verður að unnusta: »bros á hverri báru titrar, blítt er minn- ist hún við strönd« (Fjall við fjörð). Brekka »í

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.