Óðinn - 01.02.1917, Page 7

Óðinn - 01.02.1917, Page 7
87 ÓÐINN Edgar Allan Poe. Hungur, nekt og næturhrafnar nærast þar sem eymdin rikir; náungar þar saman safnast soltnir, rifnir — dýrum líkir á drykkjustöðvum stórborganna, er stöðugt hrinda fjölda manna út af vegum frelsis, frama, freistingar þar hugann lama, gera að þræfum þekka vini þjóðarinnar veiku syni. Par er drukkið, sóað, svikið, svarið rangt og glæþir huldir, mútum tekið, myrt og slegist, megi á þann veg kvittast skuldir. Sakleysið er sauri atað, sjálft er lífið elskað, hatað, með Sþilum lagt á spifaborðið; spj’rjir þú: Hvað nú sje orðið af þeim manni, er flokk þann fyllir, frjáls er sjer og öðrum spillir? Hann er valsins vilja þrotinn, vofa, eldur, spegill brotinn. Sjáðu þennan aðalsanda örbyrgðar i hörðum fjötrum götunni af í skuggann skríða skjálfandi í rifnum tötrum, yfirgefinn, vina vana, verjulausan, fyrirlitinn, stríðið há við bölið, bana, brostnar vonir, hálfnuð ritin, þjóð cr skyldu vekja og verja, vægðarlaust á myrkrið herja; — fá nú engu um örlög þokað, afl er þrotið, brautum lokað. Brostu ei son af auðsins aðli, enga sem til miskunn hefur. Ver þig! tálspil laust í lofti lukka er sú, sem auðinn gefur, sje hans afli ei varið vel valdi nær hann sál að kvelja, ágirnd fjötrar eymdum lík, anda þinum tvöföld lielja. Líttu, að út úr skugga skríður Skuld in forna og brýst til valda. Hefurðu ráð á reiknings skilum rjettlætisins kröfu að gjalda? Hefurðu gengið varfær veginn, veika stutt, er fanstu hrakta, bræðralagsins hugsjón hlýðinn, huggað grátna, klætt ’inn nakta? Sjáðu heimsins mikilmenni mædd á hugans kraftaleysi; láttu sem þeir kaunin kenni, konguló, er vefinn spenni ófarsælda um liöll og hreysi. Sjerðu fallna, hrelda hópinn? Heyrir þú ei neyðarópin, sem að þögla rökkrið rjúfa, raddir aðrar sundur kljúfa — eins og þrumur loftsins leiðir — ógna líkt og skarpur skjómi. Skáldið flytur mál að dómi: skynseminnar, skyldu þinnar það úr lífsins gátum greiðir. Færir ábyrgð eigin gerða, afsökunar feld er gríma; hver sem ertu áttu að herða andans kraft — og siðar verða brautryðjandi betri tima. Samviskunnar hlýddu hrópi, hún er vopn og skjöldur sálar. Láttu ekki lausa í ráðum ljeltúð draga þig á tálar. Skáld, er þekti veikan vilja, voðann sá og afdrif skildi, aðra þvi hann vara vildi gömmum við, er grímur hylja, Ælskuminning. i. Eg blóm eitt leit er brosti’ i rjóðri svo bjart og stórt og undurfrítt. Pað bar af öllum öðrum gróðri og angaði svo Ijúft og þýtt. Og höfuð þess með helgri þrá til himins lyft var jörðu á. Eg vildi feginn að því hlúa, en engan veg jeg til þess sá, og hjá því alla æfi búa, því ást menn festa blómum á; cn blóniið fjell í foldarskaut, þá fölnaði min æfibraut. Jeg leit á mergð af ljúfum stjörnum og langt þar ein af hinum bar, í dulmálsóðum, dæmisögum drotnar vald, er gerðir metur; undan Skuldar skjóma og lögum skálkur ekki flúið getur. Peir ei gæta göngu sinnar, göfgi týna, stefna í voða, í aldingarði ástarinnar eitra blóm og fótum troða. Menn, er þannig glapstig ganga, glaðir hylla alt ið ranga, hættur sjá, en óttast ekki uns sig finna læsta i hlekki: Sjá þá alt ið fagra flúið, frelsið glatað, — en þeir spiltir, aflið þrotið, aftur snúið ekki geta, á stigum viltir. Dýpra svo þeir hrasa, hrapa, hugsun allri um lífið tapa, ljósin slokna, sífelt syrtir sjónum fyrir daufra manna, uns í hug upp bálar, birtir blysför endurminninganna. Hreinleiks þá og sælu sakna, sárar tilfinningar vakna, kviðans óp við dauða, dóma, daginn mikla og klukknaliljóma. Pá er ástin helga, hreina, hugans bjargráð, vonin eina, verði ’ún fundin sælu sjá syrgjendur og glaðir deyja; sje hún aldauð — alt er frá — augun lokast, — söngvar þegja. Pvi er æðst að geta gefið göfgar vonir særðu hjarta, fallna reist og sorgir sefað, senl i myrkur Ijósið bjarta. Magnús Gislason. hún færði yndi foldar börnum svo fögur, björt og skær hún var. En stjarnan hvarf, sem starði jeg á, á storðu fanst mjer dimtna þá. Hið Ijúfasta er lífið veitir i lífsbók cina vissi jeg skráð, sem öllu á jörð í unun breytir, þá er það helgar drottins náð; og andans ljós skein öflugt þar og alt, sem gott og fagurt var. En blóm og stjarnan ljúfa líka er líking þin, sem hjer jeg set, og einnig bókin efnisríka, sem alt það geymdi, er fremst jeg met. Pjer drottinn gaf mörg dýrmæt pund, þótt dveldir þú hjer skamma stund.

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.