Óðinn - 01.02.1917, Qupperneq 8

Óðinn - 01.02.1917, Qupperneq 8
88 OÐINN Frá Eyrarbakka. Mynd:n er frá Eyrar- bakka, tekin nálægt Háeyri og sjer vestur eftir aðalgötunni. Sjest kirkjan par öðrumegin götu, en hinumegin sjest nokkur hluti af tvílyftu húsi og er það hús Sigurðar Guð- mundssonar bóksala. Par er afgreiðsla spari- sjóðsins. Par fyrir vest- an sjást hús Kr. Jó- hannessonar verslun- arstjóra og Níelsens, en þar fyrir vestan er verslunin Einarshöfn, í húsum gömlu Lefolii- verslunarinnar. II. Hin engilfagra ásýnd þin mjer enn svo glögt í huga skín, hún hylst ei gleymsku hjúpi; jeg gleymi um eilífð aldrei þjer, en ávalt geymd pin minning er i duldu sálar djúpi. En þungt var lífið löngum þá, er langaði mig þig að sjá, sem blindur birtu þráir; ei oft mjer veittist sæla sú, og sólskin á jeg minna nú, því fundir voru fáir. Þú vissir ei að unni jeg þjer og að þú varst í huga mjer sem sól, er lýsti lifið; að við of lítið þektumst þá var þraut, sem fyr ei bót fæst á en endar æfikifið. Dröfn. í næðingum. Þú, sem áll þjer alla móti, einn á lífsins dimma grjóti, kyntyr engu hlýju hóti, heyrir aldrei vonarsöng. Finst þjer ekki æfin löng? Er ei líf þitt einskyns hreysi í undirheima sólarleysi, gleðisneitt í guðdómsþröng? Móti ofsókn innri meina ýmsar muntu varnir reyna: Kærleiksþránni’ und lási leyna, láta hrokann glymja’ á vör, bræða úr ísnum beiskjusvör, brynja viljann, vonum slátra, venja’ í skapið kuldahlálra, þykjast eiga þægðarkjör. Á því má þig aldrei kynja, að öll þau virki’ í rústir hrynja. Hlátrar þagna’ og hrokans brynja hrekkur öll í mylsnubrot. Verður einskyns uppi þot, það eru’ óp í eiginkendum útlagans af kærleikslendum: »Æfin mín er myrkraskot.« þjáður eðlis þyngstu meinum þú munt æpa’ i hugans leynum, hrópa’ á líkn í aðeins einum — einum dropa’ af kærleiks lind. Líkt og skelfd og hungruð hind, mun þilt hjartað sælusvelta samúðina á röndum elta út í lífs þins vetrarvind. Jakob Thorarenscn Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.