Óðinn - 01.09.1917, Blaðsíða 3

Óðinn - 01.09.1917, Blaðsíða 3
ÓÐNIN 43 Borgarstjóri vor er nú maður á besta aldri, og að mínu áliti sá rjetti maður á rjettum stað; það er því vonandi að bærinn fái lengi að njóta for- stöðu hans, þó að það sje reyndar hæpið, að jafn hæfur maður vilji til lengdar gegna svo vanda- samri og annaríkri stöðu fyrir jafn Ijeleg laun og henni eru samfara, og þó um leið óvissri, þar sem kosning borgarstjóra gildir að eins tjl 6 ára. Hr. Kn. Z. er fremur lítill maður vexti, eins og hann á kyn til, kvikur á fæti og fjörugur, skemti- legur í tali og viðmótsþýður. Hann er vel máli farinn, og beitir sjer mjög fyrir málefnum bæjarins á bæjarstjórnarfundum, og á því láni að fagna að fá yfirleitt komið fram málum sínum, þrátl fyrir þann mikla skoðanamun, sem einkum nú hin síðari árin er farið að brydda á í bæjar- stjórn. Hann er kvæntur danskri konu, Floru Ileinzel- mann skipstjóra, er lengi var í förum hingað lil lands; eru þau hjón barnlaus, en hafa tekið fá- lækl barn til fósturs og uppeldis. Kl. J. fírúðkaup ekkjumannsins. Það var eitt fagurt vetrarkvöld, að veislusalur hvít með tjöld og útbúinn með undurdýrðlegt skraut sín einkarvel í ljóssins bjarma naut. — En bak við tjöldin ljósklædd vera leið, liún leit á alt og hinstu stundar beið. Og tilbúið var alt sem eitt, svo ekki skyldi vanta neitt, er geðjast mætti góðra vina fjöld, því giftast átti dóttirin í kvöld. — En bak við tjöldin ljósklædd vera leið, hún leit á alt og hinstu stundar beið. í hempu klerkur klæddur var, hann kærleiksræðu í hendi bar; á öllu hvíldi’ hin yndislega ró, og unglingunum dans í huga bjó. — En bak við tjöldin ljósklædd vera leið, hún leit á alt og hinstu stundar beið. Og allir biðu brúðgumans, því bráðum mátti vænta hans, sem ungur, fríður ekkjumaður var, af öðrum langt í prúðmenskunni bar. — En gegnum tjöldin ljósklædd vera leið, hún leit á alt og hinstu stundar beið. Og alt í salnum inti hljótt um eitthvað meira' en brúðkaupsnótt, svo alsæl virtist ekkjumannsins lund, sem endurfæðast skyldi horfið sprund. — En við hans síðu ljósklædd vera leið, hún leit á alt og hinstu stundar beið. Og inn gekk brúður ung og nett, hún augum brá um salinn ljett; úr hvítu líni kyrtill gjörður var og kransinn græna tígulega bar. — En fram og aftur ljósklædd vera leið, hún leit á alt og hinstu stundar beið. Hjá brúðguma á bekkinn sett var brúðurin í huga ljett, og lieilög athöfn hjörtun fylti ró og helgum blæ á alt í salnum sló, — En kringum brúðhjón ljósklædd vera leið, hún leit á flest og hinstu stundar beið. Og brúðkaupssálmur sunginn var, er saminn í því skyni var. Með klökkri röddu klerkur las um dygð, um kærleika ög ódauðlega trygð. — En kringum brúðhjón Ijósklædd vera leið, hún leit á þau og hinstu stundar beið. Og ekkill þrýsti ungri hönd, þá eiðinn vann um kærleiksbönd. »Ó, hjer er ástin mín á hvítum kjól« hann kallar veikt, og hnje úr brúðkaupsstól, — En burt með sál hans Ijósklædd vera leið, hún leit ei við, og einskis framar beið. Og máninn skein og brosti blítt, hann blysum stráði á hauðrið frítt, en heiðblátt loftið gjörði’ að glæstum sal, þar góðar sálir hófu ástartal, — því gegnum blámann ljósklædd vera leið, hún leit ei við og einskis framar beið. Ilalla.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.