Óðinn - 01.09.1917, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.09.1917, Blaðsíða 6
46 ÓÐINN og kirkjulegan kristindóm. — Hann hefur verið formaður í K. F. U. M. síðan haustið 1910 og unnið í þeim fjelagsskap mikið og ágætt verk, enda á sjer þar traustan flokk góðra vina. Hann annaðist framkvæmdarstjórastörf fjelagsins um 2ja ára tíma ásamt formannsstarfinu, og slyrktist og blómgaðist fjelagslífið mjög á þeim tíma, sjerstaklega í aðaldeild þess. Kom þar fram dugnaður hans, þar sem hann ásamt hinum miklu önnum í embætti sínu gat gefið fjelaginu svo mikið, án þess að vanrækja höfuðverk sitt i söfn- uðinum, enda skoðar hann og fjelagsslarfsemi sina sem einn lið safnaðarstarfseminnar. Það er enginn vafi á því að með síra Bjarna hefur kirkju vorri og kristni bæst góður kraftur. Mjer er ef til vill kunnugra en flestum um ein- lægni hans og áhuga í starfinu fyrir guðs ríki, og hvernig hann vill í öllu efla lifandi kristindóm og Iifa sjálfur eins og hann kennir. Hann hefur verið meðlimur K. F. U. M. síðan 1899 og hefur sam- vinna hans bæði á fyrri fjelagsárum og einkum nú verið ómetanleg hjálp í fjelagsskapnum. Um samvinnu og samlyndi þessara tveggja presta við Dómkirkjuna má segja að það er reglu- lega til fyrirmyndar, því hver þeirra vill að hins heiður sje að meiri og styðja þeir því hvor annan og breyta eftir hinni gullvægu reglu postulans: »Verið í bróðurkærleikanum ástúðlegir hver við annan og verið hver öðrum fyrri til að veita hin- um virðingu«. Reykjavík 15. júlí 1917. Fr. Fr. Frænka min, H. M. Sú norn, er forðum þreytti Þór og því næst kom á hnje, með ári hverju á mig blæs þeim anda, er feyskir trje; með töfrum gerir hjelað hár og herðum vinnur bug, og veikir allan vængjaburð, sem viðrar hug og dug. En hæfileika á jeg einn, sem enn þá hefur grið: að skima og njósna um urð og eng og einnig fram á mið. Um leyningana er lífið á jeg legg í stundar för — í frjettaleit og fræðslusókn, að fá við spurnum svör. Þó frænku mína, farna burt, jeg fái nú ei hitt — í dægurskvaldri og dái svefns mig dreymir kvenval þitt; því eftirsjáin leilar lags að lyfta minning hátt, sem eynni hilling eykur tign, er aftan brosir dátt. Jeg veit að minni þess er þörf að þíða vigðan reit, en bera geisla, blæ og dögg í hæ og út um sveit; — jeg gat ei, frænka, gert þjer brauð úr grjóti liðins dags, en tek þig ni'i í fegins faðm í friði sólarlags. Um göfgi þína er margt til marks, en mælgi bægja skal frá þeirri konu, er þögul fór um þyrniströnd og dal — í einstæðinga eftirleit, um óviðgerðan stig, með þokkagyðju bragði í brún og bliðu — er faldi sig. Jeg veit um æsku þinnar þrá: að þangað stefndi lmn, sem Berurjóður Braga er og blómgað Sögulún. En sjötíu ára sambúð þín við suðuglóð og reyk á aldri miðjum úr þjer tók þann æskudísa leik. Og þráfalt kom mjer það í hug, er þjer jeg snjeri frá: hve andans gáfum oft er drekt í anna fiæðisjá. Og bárur kveða brekasöng, en börnin leika sjer að skeljaglingri um sjávarsand, er sól i hvílu fer.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.