Óðinn - 01.09.1917, Blaðsíða 5
ÓÐINN
45
guð lætur honum að hendi bera. Hann kann
líka vel þá list, að lifa i glöðu jafnvægi sál-
arinnar og gjöra aðra glaða með ljúfri fram-
göngu og óáberandi velgjörðasemi. En um
þetta atriði má ekki fara fleiri orðum, því
alt slíkt vill hann helst að leynist og beri
sem minst á því.
Því nánar sem menn kynnast síra Jóhanni
þess meiri virðingu fara menn að bera fyrir
honum. Öll framganga hans er svo virðuleg,
full af hógværð og prúðmensku, og alt líf
hans svo grandvart og elskuvert að virðing-
unni fylgir velvild og kærleikur.
í prestskaparstarfi sínu er hann eins yflir-
lætislaus og í allri framkomu, vinnur verk
sitt með gleði og einlægni; er auðmjúkur og
friðsamur en þó mjög sannfæringarfastur.
Og þótt mönnum þyki vanta skörungskap og
tilþrif í flutningi orðsins, þá er kenning hans
svo heilbrigð og skynsamleg og svo bygð á
guðs orði, að þeir sem stöðuglega og með
opnu hjarta lilusta á hann fá af því mikla
og heilbrigða uppbyggingu. Sjálfur gleðst
hann yfir því sem gjört er fyrir guðs ríki af
öðrum og ann þeim hins besta árangurs.
Hann er vinur sannkristilegra hreyfinga og
vill styðja þær eftir megni.
Síra Jóhann er fyrirmynd kristinna manna
í tali og framgöngu. Hann er svo orðvar og
talar vel um alla, einnig þá sem andstæðir
eru skoðunum hans.
Jeg er viss um að síðar kemur sá tími, er
menn enn betur en nú sjá það, að betri og
einlægari kirkjumenn höfum vjer ekki marga
innan prestastjettar vorrar.
Frá fyrstu byrjun starfsins í K. F. U. M. hefur
hann reynst því sannur vinur og velunnari.
Síra Bjarni Jónsson,
annar prestur við Dómkirkjuna, er fæddur 21.
oktober 1881, útskrifaðist úr lærða skólanurn 1902
og sigldi samsumars til Kaupmannahafnar, þar
sem hann stundaði guðfræðisnám, og varð kand-
idat þaðan 1907. — Starfaði hann svo nokkur ár
sem skólastjóri á ísafirði og vigðist sein annar
prestur til Dómkirkjunnar í Reykjavík 26. júní
1910 og hefur þjónað því embætti síðan. þann 15.
júlí 1913 gekk hann að eiga Áslaugu Ágústsdóttur,
Benediktssonar faktors á ísafirði; tóku ungu hjónin
sjer far samdægurs og ferðuðust um sumarið
um Danmörk og heimsóttu þj'skaland og Svíþjóð
í þeirri ferð.
Síra Bjarni er áhugamikill prestur og starfar
mikið einnig utan kirkju að kristindómsmálum í
söfnuðinum. Hann er Reykvíkingur, fæddur i Mýr-
arholti hjer í bæ, og alinn hjer upp, en þó sann-
ast ekki á honum hið fornkveðna, að eigi sje spá-
maður metinn í föðurborg hans, því sjera Bjarni
nýtur vinsælda og góðs álits meðal almennings
bæjarmanna; hefur hann á þessum fáu árum síð-
an hann varð prestur áunnið sjer traust manna
sem trúr og skyldurækinn sálusorgari. Hann er og
góður prjedikari og fara honum öll prestsverk og
guðsþjónusta einkarvel úr hendi. Hann er alvöru-
gefrnn og einarður þegar því er að skifta og hef-
ur mikinn áhuga á því að vekja og glæða sannan