Óðinn - 01.09.1917, Blaðsíða 8
48
ÓÐINN
hann gerði sjer far um að láta bera sem mest á því í
öllu hátterni sínu, að hann væri almúgamaður. Hann
mataðist t. d. aldrei með hnif og gaffli, heldur með
fingrunum. Og auðvitað notaði hann ekki heldur hand-
þurkur við máltíðirnar. En þegar hann hafði matast,
rjetti hann hendur sínar til kvenna þeirra, sem tilbáðu
hann, og ljet þær sleikja fingur sína. Petta var kvenfólk
af allrahæsta aðli Rússlands. Og þær voru þakklátar
fyrir að fá að hreinsa hendur Rasputins á þennan hátt,
og gerðu það með andakt.
Jeg get ei þolað það, sem er,
að þú sjert fremri mjer«.
Af beisku hatri baugagrund
var blind þá stund.
Með skelmis hönd hún greinar greip,
i grimdaræði lauf burt kleip,
en fanst það vera of meinlaust mein,
svo mölvaði hún hverja grein.
Dómkirkjan i Prándheimi, eða Niðarósi, er merkileg-
asta stórhýsi Noregs. Nú er talað um mikla viðgerð á
henni, og hefur staðið deila um, hverjum listareglum
þar skuli fylgl. Myndin hjer sýnir uppkast það, sem nú
er haldið að muní sigra og ná samþykki, og verður þá
kirkjan útlits, þegar viðgerðinni er lokið, eins og sýnt
er hjer á myndinni.
m
Niðbjörg.
Hún Niðl)jörg sat hjá svásum lund
um sumar stund.
Og yfir mörgu mens- bjó -gná,
því myrk var brá.
Á munans grund óx mistilteinn,
sem Ahríman plantar einn.
Af öfund kvalið upp stóð sprund
og yrti á lund:
»Hví ertu svo grænn, með yndi á brá,
en eg sem visið strá?
Og illgirnin lyfti yglibrá,
í ofsa-kæti hún mælti þá:
»Fríði lundur, þín fegurð dvín,
þú feyskist hvernig sem röðull skín!«
Til lýðsins hún kvað: »Sko, lundinn þann,
sem lifsins kvöld á vori fann!
Ilann hrökk sem sprek í hægum þey
og hita sólar þoldi ei.
Mun drótt ei hafa dáð hann nóg,
sem dreymdi ’ann yrði að fögrum skóg?
Nú get jeg ykkur sýnt með sann,
hve svikull reyndist hann.
M
I Ji t .Jónasar Gnðlaugrssonar.
Einn kunningi minn hefur spurt mig að, hvað Jónas
Guðlaugsson hafi ritað á dönsku. Af því að mörgum
landsmönnum mun ekki vera svo kunnugt um það, vil
jeg skýra frá því. Fyrsta ritið, sem Jónas gaf út á
dönsku, var kvæðasafn, sem heitir »Sange fra Nordhavet,
islandske Digte«, er kom út 1911. Árið eftir gaf hann út
annað kvæðasafn, sem heitir »Viddernes Poesi« og
þriðja kvæðasafnið gaf hann út 1914, »Sange fra de
blaa Bjerge«. í því er kvæðið »Det islandske Folk«, er
vakti almenna athygli á íslandi. Árið 1913 gaf Jónas út
fyrstu skáldsöguna sína, »Sólrún og hendes Bejlere«, og
árið eftir kom út eftir hann íslensk sveitasaga, »Monika«
að nafni. 1915 kom út þriðja sögubók hans »Bredefjords-
folk«. Pað eru 5 sögur úr sveitum og heitir hin siðasta
þeirra »Anna paa Sólheim«. Sú saga er af ágætri konu,
og er einkennilega íögur eins og margt í kvæðum Jón-
asar heitins. En allar þessar bækur Jónasar, sex að
tölu, eru þess verðar, að þeim sje á lofti haldið af
löndum hans. Auk þessa ritaði Jónas fjölda blaðagreina,
og orti ýms kvæði. Síðasta kvæði hans heitir »Hjem-
længsel«, heimþrá, og kom út bæði í dönskum og
norskum blöðum. Síðasta grein hans var um steinkol á
íslandi og er hún prentuð í »Hovedstaden« 8. apríl 1916.
Jónas heitinn varð að eins 28 ára (fæddur 27. septbr.
1887, en ekki 1886, eins og blöðin sögðu, dáinn 15. apríl
1916). Pað var sárt að missa hann svo ungan.
B. Th. M.
Prentsmiðjan Gutenberg.