Óðinn - 01.09.1917, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.09.1917, Blaðsíða 7
ÓÐÍNN 41 Svo lýkur vorri dægradvöl: að drungi sígur að; og úrvals konu að ending fer sem ösp, er fellir blað. Að höfðalagi hennar nú er hlýrri kveðju beint, og kvensómanum andað að þeim yl — er kemur seint. í þagnargildi þú varst rej'rð á þann ’inn harða slól, sem örðugleikar ýta fram, en ekki dís frá sól. Svo skiftir kjörum skapanorn, að skugga löngum ber á sálu marga, er samúð kýs og sólskinsþurfi er. í forsælunni frænka mín var fyrirmyndin þó að gróðursetja í brjóstum blóm og breyla í liita snjó. Nú fellur henni fyrsl í skaut á fremsta og efsta slig, sú táraþökk, er býður barn í borgun fyrir sig. Hve nýja lískan neytir sín, að ná í gerviskrúð og sælu — út um sölutorg — og sólskin — inn í búð. En frænka mín var fjarri því að fá sjer verðlagsyl, því eigin hlýjan innan brjósts var ærin gjafa til. Pó breiði jeg mitt blómaskrúð í blævi slefjakliðs á þúfuna, sem þú átt ein — er það til nokkurs liðs? þín eigin göfgi ornar þjer en ekki fátækt ljóð, sem átt í vændum eftirlaun úr aftangeisla sjóð. Giiðmuiidur Friðjónsson. Rasputin. I útl. blöðum hefur síðastl. vetur verið mjög tíðrætt um munkinn Rasputin, sem drepinn var í Petrograd snemma í janúar síðastl. Pað var álitið, að hann hefði þar svo mikil áhrif á hæstu stöðum, að í öllum málum, sem hann vildi skifta sjer af, kæmi hann vilja sinum fram. Og petta var eignað dálæti, sem keisaradrotningin og ýmsar helstu konur í Petrógrad hefðu á honum. Pær virðast hafa trúað á hann sem helgan mann. En vinskapur hans og keisaradrotningarinnar hófst þannig, að hún var fulltrúa á það, að hann hefði bjargað syni hennar, ríkiserfingjanum, sem áður var, frá dauða í þungum sjúkdómi, sein hann átti í fyrir allmörgum ár- um. En læknislist hans var fólgin í bænum og handa- yfirleggingu. Sögurnar, sem sagðar eru um Rasputin munk, eru eins og æíintýrasögur, svo ótrúlegar að mörgu leyti að menn eiga bágt með að skilja i, hvernig annað eins geti átt sjer stað meðal hámentaðasta fólks- ins í einni af höfuðborgum Evrópu nú á tímum. Líklega eru töluverðar ýkjur í því, sem um hann er sagt. En víst er það þó, að maðurinn hefur verið mjög einkenni- legur. Ein lýsingin á honum, tekin í danska hlaðið »Hovedstaden« eftir rússnesku blaði, er þannig: Grigorij Rasputin er upp alinn i Síberíu, í bænum Prokowskoje. Petta er lítill bær og íbúarnir fátækir. Skyldfólk Rasputins er þar fátækt og alræmt fyrir illan lifnað, þjófnað og drykkjuskap. Grigorij var á uppvaxt- arárum sínum alkunnur þar í bænum fyrir drykkjuskap óg götuóeirðir, hafði og verið sakaður þar um þjófnað, meinsæri og ýmisleg skírlííisbrot. Fjelagi hans í þessum strákapörum á æskúarunum var piltur einn i Prokow- skoje, sem vann þar hjá garðyrkjumanni. En nú er sá piltur biskup í Tóbolsk. Raspútin ljet veita honum það einbætti, er hann var kominn í kjmni við vald- hafana í Petrograd. Að ytri ásýndum var Rasputin ekki sjerlega álitlegur maður. Augun voru grá og flóttaleg. Hann talaði óvandað almúgamál, og það var eins og

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.