Óðinn - 01.09.1917, Blaðsíða 4
44
ÓÐINN
Jóhann Porkelsson.
Dómkirkjuprestarnir
í Reykjavik.
Mjer varð á að lofa því að jeg skyldi skrifa
nokkur orð um prestana við Dómkirkjuna.
Jeg er hræddur um að efndirnar verði fremur
Ijelegar, því bæði er jeg óvanur við að skrifa þess
háttar, og þar að auki er jeg svo kunnugur prest-
unum báðum að jeg veit að þeir mundu kunna
mjer litlar þakkir fyrir, ef jeg skrifaði itarlega og
nákvæma lýsingu; myndu þeir telja það oílof, þótt
að eins væri hóflega frá sagt. — Jeg ætla því að
eins að draga fram helstu drættina í æfi þeirra
og starfi.
Síra Jóhann Porkelsson.
Hann er fæddur 28. apríl 1851, Ding-
eyingur að ætt og uppruna. Hann lauk
stúdentspróíi árið 1873 og varð kandidat
í guðfræði frá prestaskólanum árið 1875.
Hann vígðist 9. september 1877 að Mos-
felli í Mosfellssveit og var prestur þar,
þangað til er honum var veitt dómkirkju-
prestsembættið í Reykjavík 2. jan. 1890.
Hann hefur þjónað því embætti síðan.
Árið 1878 kvæntist hann Kristínu Ein-
arsdóttur frá Læk í Melasveit og misti
hana árið 1903. Eru 5 börn þeirra á lífi.
Hann varð prófastur 1895 og var það
til 1900. Bærinn var á þeim árum óðum
að vaxa og hann var þá einn prestur í
bænum og uxu annirnar svo að hann
varð að segja af sjer prófastsstarfinu,
enda var þá preslsstarfið í Reykjavík að
verða ókleift einum manni. Skömmu
síðar tók hann sjer persónulegan aðstoð-
arprest og hafði hann þangað til er
stofnað var með ráði hans og samþykki
árið 1909 annað fast prestsembætti við
Dómkirkjuna.
Síra Jóhann er nú í sumar búinn að
vera prestur í 40 ár og þar af full 27 ár
dómkirkjupreslur. Pað er ekki lílið þrek
sem til þess hefur þurft að þjóna svo
lengi langfjölmennasta og erfiðasta
prestakalli landsins. Jeg hygg að ekki
allmargir hefðu haldið eins vel kröftum og
fjöri og hann hefur gert í slíku staríi. Eink-
um var það erfitt á árunum í kringum aldamótin,
meðan hann var einn og bærinn að vaxa með
hröðum skrefum.
Rað eru í haust 20 ár síðan jeg kyntist honum
og hefur aðdáun min á persónu hans og mann-
kostum og allri framkomu vaxið æ síðan. Jeg
dáðist strax í byrjun að þreki hans og stillingu,
hógværð hans og yfirlætisleysi, glaðværð og göf-
ugmannleik í allri framkomu hans, og hefur mjer
fundist að hann hafi yngst en ekki elst eftir því
sem árin liðu. Samt hef jeg ekki furðað mig svo
mjög á því, vegna þess að jeg veit við nána við-
kynningu hvaðan honum kemur sá kraftur, sem
heldur honum ungum. Hann kemur af hans sterku
og barnslegu trú, hans göfuga og hófstilta lííi, og
þeirri innri gleði, sem sprettur af þeirri óbifanlegu
sannfæringu að alt samverki til góðs, það sem