Óðinn - 01.12.1917, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.12.1917, Blaðsíða 7
ÓÐINN 71 svæðum lífsins, og pað er langt frá að líf vort hafi bor- ið iðruninni samboðna ávexti. Vjer lifum í hálfieik og hræðumst oft meir menn og mannadóm, en guð og guðs dóm. Kirkjulýður vor er svo sofandi, og sofandi erum við bæði jeg og pú. Innan kirkjunnar spretta upp alls- konar öfgar og villukenningar og afvegaleiðslur, og menn þola ekki hina heilsusamlegu kenningu guðs orðs og hlaupa eftir annarlegum röddum og meta alt meir en guðs orð og kirkju guðs. Þess vegna höfum vjer svo lít- inn mátt, og pess vegna erum vjer samsek bænum i svo mörgu, einnig í því, sem vjer gerum oss ekki sek í. Jeg hef oft heyrt álasað hinum kristnu pjóðum fyrir grimd og guðleysi í þessu striði, og skal jeg ekki afsaka þær, og stundum hef jeg heyrt áfellisdóm yfir kristin- dómnum og honum gelna sök á pvi. — En ferst oss að áfella? Erum vjer nokkru betri en hinar pjóðirnar? Því pótt vjer ekki drepum menn, nje sjeum með i styrjöld- inni, pá er pað engin dygð, af pví að vjer höfum ekki mannskap í oss til pess. En af hinu sama hugarfari er hjer nóg, af hroka og ágirnd og illmælgi og flokkadráttum og öfund, en petta eru pær ódygðir, sem styrjöldunum valda. Nei, vjer purfum að pekkja vorn vitjunartima og læra pað, sem oss til friðar heyrir, alveg eins og hinar Þjóðirnar. Og ef vjer ekki snúum oss til guðs í fullri alvöru, kemur eyðileggingin líka yfir oss og þjóð vora. En þjóðin og bæjarlýðurinn samanstendur af einstak- lingum, og vjer erum með í tölu þeirra. Þjóðin getur ekki snúið sjer, nema einstaklingarnir geri það. Og ein- hverjir verða að byrja. Og hvað hamlar því að vjer Iof- um guði að byrja á oss? Kallið er komið til vor, og vor vitjunartími er nú, og tækifærið er nú. Og Jesús hinn lifandi frelsari er hjer viðstaddur nú til þess að frelsa oss. Ó, látum hann ekki hafa komið hingað í dag árang- urslausa för, heldur opnum hjörtu vor fyrir honum eftir raust hans og ákalli. Það er vitjunardagur þinn, sem ert hjer inni. — Guð er einmitt að kalla á þig nú; það er vifjunardagur lífs þíns, því Jesús er hjer og vill hjálpa Þjer. Ó, særðu hann þá ekki með því að pverskallast, heldur láttu vitjunartímana, sem nú standa yfir í heim- inum, kenna pjer að umflýja hina komandi reiði, kenna Þjer að flýja i þennan útbreidda faðm, sem er opinn fyrir Þjer nú; kenna þjer að bjúfra þig upp að því bjarta, sem slær af kærleika til pín og löngun eftir pjer. Ef pú snýr Þjer í fullri alvöru til hans í dag, þá er pjer náðin vís l'ersónulega, og pá fær pú líka náð til pess að verða að Þ'nu hæfi pessum bæ og þessari þjóð til blessunar, en ei Þú heldur áfram að lifa iðrunarlausu lífi, eða sofa í andvaraleysi og hálfvolgu frúarlífi, pá eykur pú fyrir Þ'tt leyti á sekt pessa bæjar og synd pjóðar pinnar og gerist samsekur peim, sem leiða spillingu og ill áhrif ut frá höfuðstaðnum út um landsbygðina. O, brjóttu nú á bak pitt eigið oflæti og gefðu pig guði a vald, algjörlega og skilyrðislaust og ótakmarkað. EE Þu ert pegar búinn að taka á móti frelsara pínum, pá helgaðu pig honum enn á ný með fyllri alvöru og sjálfs- atneitun en áður, og ef pú enn pálifir án guðs, án pess að hata tekið á móti frelsinu, pá byrjaðu að ákalla hann á Þessari stund, svo að hann purfi ekki að neyðast til að skrifa: Mene, tekel, yfir pínu eigin lifi, að hann, frelsari Pmn, purfi að gráta yfir pjer, heldur að englar guðs megi í dag fagna yfir einum syndara, sem bætir ráð sitt, og ef englar guðs gleðjast yfir pjer, pá gleðst hann mest, hinn blessaði frelsari pinn, sem elskar pig og býður pjer til sin. Nú er pinn vitjunardagur. 0, að pú og vjer öll mættum vita hvað til friðar heyrir! Amen. Sumarliði gullsmiður. í pessa árs almanaki Vestur-íslendínga (útg. 01. Thor- geirsson) er haldið áfram hinni myndarlegu landnema- sögu íslenskra manna, sem pó hefði víða purft að líkj- ast betur vorri ágætu Landnámu, einkum hvað mann- iýsingar snertir. Ættu sem flestir frændur hinna mörgu merku landnema að kaupa almanakið. Þar fylgir ogsjálfs- æfisaga hins nefnda og nafnkunna Sumarliða Sumarliða- sonar, er enn pá telst á lífi, blindur og hálfniræður. Hefur vinur hans, sjera Friðrik J. Bergmann, hreinskrif- að hana og lagað stýlinn, pví sjálfur hafði höf. lesið viðvaning fyrir. Sumarliði var fóstbróðir okkar Skóga- bræðra, pví skamt var á milli bæja. Var pá vorhugur yfir Vestfjörðum og hið besta árferði mörgum árum saman; urðu pví æskumennirnir íljótari en ella að fær- ast á legg, og ný menningarhreyíing óx óðum hjá hinu eldra fólki með árgæskunni; voru pá lestrarfjelög í flest- um sveitum í Breiðafirði. Sumariði ólst upp með föður sínum og nafna; hann var gildur bóndi og peir Sig- mundur bróðir hans í Hlíð, skynsamir menn og í all- góðri virðingu, synir Brands bónda í Hlíð; pó barSum- ariði yngri af öllum frændum sínum, bæði að atgervi og mannkostum, og verð jeg að fara fáeinum orðum um æsku hans, pvi að mjer er pað skyldast allra núliíandi manna, því að næst móður minni var hann minn góði engill á mínum erfiðu æskuárum, og tryggari og ástrík- ari fjelaga en hann eignaðist jeg aldrei. Hann bjó sjer á Kollabúðum með fóstru sinni, ástríkri ekkju. Hún var smámælt og kallaði fóstra sinn »Þumla«. Þau áttu allstórt dyraloft í frambænum, sem bygður var í forn- um og sterkum stíl, var vængjahurð fyrir bæjardyrum og dyraöndin breið með setubekkjum; sat þar almenn- ingur, en »betri« mönnum var boðið upp á loftið, því að gestastofa var engin. Og pangað bauð Sumarliði jafn- an gestum sínum, er hann proskaðist; var par pvi oft glatt á hjalla. Sumarliði bendir sjáltur til pess, hve bráð- proska hann hafi verið. Mátti segja um hann líkt og um Egil, að 12 vetra var hann, að okkur pótti, jafnoki tvítugra manna, og pað jafnt að líkams og sálar atgervi. Hann var ekki ýkja mikill vexti, en miklu sterkari en við jafnaldrar hans, og var pó Magnús bróðir minn engin liðleskja, var og bæði, að peir reyndu lítt með sjer, enda bættist handlag Sumariða við afl hans, svo. að hagleik minti hann á lýsing Snorra Sturlusonar. Svipaði honum að hagsýni, fjölhæfni og allskonar dugn- aði mjög til Tryggva Gunnarssonar; var og varla á Vest- fjörðum nokkur unglingur, er að öllu væri efnilegri en hann, eða jafnskjótur að taka öðrum fram, bæðiásjóog landi. Af Svefneyingum nam hann sjófarir; voru þeir

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.