Óðinn - 01.03.1919, Síða 4

Óðinn - 01.03.1919, Síða 4
92 ÓÐINN ur þunglega í fyrstu, kvaðst hafa sagnir af, að margir þeirra, er mentaveginn gengu, færu afvega og lentu í margskonar óreglu. Samt kom þó svo um síðir, að karl gaf son sinn lausan. Gekk hon- um lærdómur dável. Talsvert var hann þá farinn að yrkja, og sýndi hann mjer ýms kvæði eftir sig, mörg andlegs efnis. Vorið eftir tók svo Guð- mundur inntökupróf í lærða skólann og stóðst próf, enda þótt hann væri ekki vel undirbúinn eftir svo stuttan tíma og ófullnægjandi. — For- eldrar Guðmundar, hjónin Guðmundur Guðmunds- son og Guðrún '•Jónsdóttir, voru bæði vel greind, sjerstaklega móðir hans; var hún góð og guð- hrædd kona og innrætti börnum sínum guðsótta og góða siði; börnin voru 4 og var Guðmundur elstur; andaðist hún meðan jeg var preslur eystra. — Um skólaveru Guðmundar er mjer ekki vel kunnugt, en lítið mun faðir hans liafa getað styrkt hann, en Reykjavíkurbúar munu hafa hjálpað honum talsvert; þó munu liin litlu efni föður hans að mestu leyti hafa runnið til sonar hans. — Er Guðmundur var orðinn stúdent, gekk hann fyrst í prestaskólann; kom mjer það ekki á óvart, að hann valdi guðfræði, því að hann var í insta eðli guðhræddur og góður maður, eins og honum mun hafa verið snemma innrætt við móð- urknje og ljóð hans mörg frá æskuárunum báru vott um; gerði jeg sem kunnugur honum mjer góðar vonir um, að hinn skáldmælti ungi maður yrði kirkju lands vors til uppbyggingar með skáld- gáfu sinni og andagift, en þetta snerist brált á annan veg, og er mjer ókunnugt um orsakir að því, hvers vegna hann hætti við guðfræðisnám, en tók að nema læknisfræði. — Á stúdentsárum Guðmundar leiddist hann út í soll og vantrú, en jeg átli allaf bágt með að trúa því, eftir því sem jeg þekti innræti hans, að vantrúin fengi lengi yfirráð í sál hans. Af viðkynningu minni fyr og síðar við Guðmund var mjer altaf hlýtt til hans, og það gladdi mig því mjög, er jeg frjetti, að hann væri orðinn reglumaður og giftur góðri konu. — Áreiðanlega er Guðmundur skáld harm- dauði flestum sem þektu hann, og þjóðin hefur í missi hans mist eitt af sínum bestu skáldum, sem maður vænti enn að fá að halda all-lengi, þar sem hann var enn á besta skeiði. Við fráfall hans rifjast upp fyrir okkur mörg mjög falleg kvæði hans, og við sjáum nú best, hvað við höfum mist, er liann er horfinn frá oss. Einar Tliorlacius. Jón Sigurðsson frá Baldursheimi við Mývatn. Mislingarnir geysuðu um Suður-Þingeyjarsýslu í'yrri hluta ársins 1917. Barst veikin á nokkra bæi í flestum sveitum og lagðist mjög þungt á fólk á ýmsum aldri. Enda skildi hún eftir stór skörð og svíðandi sár á mörgum heimilum. — Mislingunum fylgdu óvanalega hættulegir sjúkdómar á þrekmönnum á ungum aldri, og ýmsir, er af komust, urðu langt leiddir, og munu tæplega verða jafngóðir eftir. —j Baldursheimur var síð- asta heimilið í sýslunni, sem farsóttin fluttist á. Hraust- ur maður á besta skeiði, Jón Sigurðsson, fjekk skæðan Jón Sigurðsson frá Baldursheimi, sjúkleika eftir mislingana, er varð honum að fjörtjóni 28. maí 1917, eftir hálfsmánaðarlegu. Jón fæddist 3. júní 1889 og var hann tviburi. Hinn tvíburinn, sem líka var drengur, hjet Pjetur; náði hann að eins níu ára aldri og dó þá úr barnaveikinni. Foreldrar Jóns voru hjónin Sigurður Jónsson í Baldursheimi (dáinn 1911) og Sól- veig Pjetursdóttir frá Reykjahlíð, er bjuggu allan sinn búskap í Baldursheimi rausnarbúi. Eftir fráfall föðurs- ins bjó Jón, ásamt tveimur systkinum sínum, með móð- urinni. Búið var allstórt; studdi hann það með elju og nákvæmni, og helgaði þvi krafta sína. Mikill mannskaði og söknuður er því að fráfalli Jóns, eigi að eins nán- ustu vandamönnum, heldur öllum þeim, er kyntust hon- um. Hann var greindur vel, glaðvær og listelskur, og hugljúfur þeim, er hann þektu, látlaus í framkomu og hreinskilinn. — Jón naut hins besta uppeldis í foreldra- húsum og góðrar fræðslu heima og á unglingaskólalí Mývatnssveit; eilt missiri dvaldi hann í öðrum bekk

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.