Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 1

Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 1
ÓÐINN XV. ÁK Jón H, Þorbergsson, Vorið 1917 keypti Jón Þorbergsson fjárræktar- maður hið gamla höfuðból Bessastaði á Álftanesi og hefur búið þar sið- an. Jón er kunnur bændum um alt land af starfsemi sinni fyrir Búnaðarfjelag íslands að leiðbeiningum í fjár rækt, og hefur hann ferðast um öll hjeruð landsins í þeim erind- um. Hann er Þingey- ingur að ætt, fæddur að Helgastöðum i Reykja- dal 31. júlí 1882 og alinn upp þar niðra. Þorbergur Hallgríms- son heitir faðir hans, og móðir Þóra Hálf- dánardóttir Björnsson- ar Einarssonar prests í Vogum við Mývatn, en bræður hans eru þeir Hallgrímur Þorbergs- son, sem á undan Jóni kynti sjer fjárrækt í Englandi og margt hefur um það mál skrifað, og Jónas Þor- bergsson, sem dvalið hefur vestan hafs, en kom heim fyrir nokkr- um missirum og gaf þá út á Akureyri ritl- ing um kirkjumál hjer og veslan hafs, fróðlegan og vel saminn. Jón fór til Noregs haustið 1906 og dvaldi þar tvö ár við búfræðilegt nám. Frá Noregi hjelt hann svo til Skotlands haustið 1908 og dvaldi þar eitl ár til þess að kynnast kvikfjárrækt Skota. Kom svo heim hingað hauslið 1909. Eftir það ferðaðist hann hjer um land næstu 5 vetur, frá hausti til vors, til þess að leiðbeina bændum í sauðfjárrækt, og hafði hann þá farið um allar sýslur og nær allar sveitir landsins. Fór svo til Skotlands aftur vorið 1914 og dvaldi þar um hríð, en kom heim aftur siðla sum- ars, er stríðið var að byrja. Gaf hann út ritling um þessa ferð sína og lýsti þar bún- aðarháttum Skota. Hjelt hann áfram ferð- um sínum um landið í sömu erindum og áður, og hefur nú ver- ið í þeim ferðalögum í 10 ár. Sumarið 1916 fór hann til Danmerk- ur til þess að kynna sjer sölu íslenskra hesta þar, og kom þá út bæklingur eftir hann um hrossasölumálið. Hann var upphafsmað- ur þess, að farið var að halda hjer á landi lirútasýningar á haust- um, og tíðkast það nú orðið um land alt, með styrk frá Búnað- arfjelagi íslands. Tvö rit hefur hann sam- ið um sauðfjárrækt: »Hirðing sauðfjár« og »Kynbætur sauðfjár«. Auk þessa hefur hann skrifað margar ritgerðir í ýms blöð og svo i Búnaðarritið. Er það almenl viðurkent meðal bænda, að sauðfjárrækt landsins hafi farið mjög fram fyrir starfsemi hans. Fyrir undirbúning starfsins og starfið sjálft, sem nú hefur tekið í alt 13 ár, hefur hann alls fengið af Jón H. Þorbergsson.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.