Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 2

Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 2
66 ÓÐINN opinberu fje 13 þús. kr., þar í taldir styrkir til utanfara, ferðakostnaðarfje innan lands og kaup. 1917 var hann kosinn fulltrúi á búnaðarþingið. Eftir að hann kom að Bessastöðum, varð hann upphafsmaður að stofnun pöntunarfjelagi þar i hreppnum, og veitir hann því forstöðu síðan, og ýmsum störfum gegnir hann fyrir sveitarfje- lagið þar. Bergmál. Ungur var jeg, út vildi; þoldi ei boð nje bann. Imyndun vakti undra myndir. Æskan glæsir alt. Reynslu fjekk jeg og ráðinn hug; þá var aldur um of. Nem þvi, vinur, nýt fræði, gefin af gömlum þul. óbrotin æfi er einkar holl öllum íta sonum. Máttlaus er munuð, er mjög á reynir, og tómlegt tísku skart. Hið stranga er best þá stund líður. Stæla skal þor til starfs. Fæddur var margur til fjörs og hreysti, en mornaði í munuð. Árrisull vertu og iðjusamur; það firrir lasta fjöld. Afla með dug, en ört miðla. Slíkt er mætra munuð. Mjög vel skyldi hver meta kunna ærnar byrgðir til árs. Haldi vel hjú, nje heldur gleymi nauðbeygðra nauðsyn. Vinur er lífsins vilgjöf mest; sje hann vitur og vænn. Býti minjum, blandi skapi; þó skyldi vík milli vina. Sit ei við dull á síðkvöldum. Forðastu girndar gaman. Trúr skaltu vífi, ef trygð þess nær. Þróast skal ást með aldri. Fræði skal nema og fegurð sjá. Fað skapar innra auð. Skynjirðu ei fegurð nje skálda mál, brestur þig andans aðal. Orðfár skaltu í öllum vanda, gæfur og gjörhugall. Verði ei stýrt úr voðans greipum, sýndu þá kaldan kjark. Hálf sje skynjan í heimi æðra; þar kvikna lífsins log. Rekjirðu ei þangað rætur alls, riðarðu feigur til falls. Tár blika, titra hjörtu, bresti hin göfga brá. Slík eru harmlog hreinnar ástar bauta-steinum betri. Eldur og ís er einkunn lands, svo er og þess sona. Hugfuni vermi hrímguð örlög, þótt biturt hegli af brám. Lifir ei þótt lifi, nema lastvar sje. Deyr ei þótt deyi, sá er dygðum ann. Fnjóskur. a Ljóð eftir Hallgrím Jónsson. A Djúpi. Drífur frá Drangajökli drotnandi vetrarhríð, sjá ekki bátsmenn sjóinn, svellrennur alt í gríð. Kviður af Kaldalóni kugginum drífa að, sjór yflr borðstokk byltist, bjálka færir úr stað. Feigðin í byljum fnæsir: Framundan biður grand. Innir þá ísflrðingur: Alstaðar tek jeg land. Kálfadalur. Kvikur er Kálfadalur. Kvísl prýðir grænan feld. Gráviðir fagrar flesjur faðmar við sólareld. Geldfje i hópum hleypur holtjaðra, flög og börð. Allur ásauður liggur uppi um sund og skörð. Stirnir á eyrarSteina. Stafa geislarnir hyl.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.