Óðinn - 01.12.1919, Síða 8

Óðinn - 01.12.1919, Síða 8
72 ÓÐINN löng brjef getur maður ekki ritað með hverri ferð, því hjer á voru landi verða ekki svo stórkostlegir eða sögu- legir atburðir að þeir verði nóg efni i langt mál, því barálta blaðamannanna er háð með riti og bókstöfum og jafnóðum sett fyrir allra sjónir, þar sem barátta með hnefum og vopnum er þess eðlis að hún þekkist ekki nema ritverkin komi til, eða málverkin. — Par með er þessi epistola á enda með heillaóskum til þin og þinna. 0 Yísur. Mikið vill mcira. Æskan hefur yndi af fögrum ástakvæðum, þó hún beri sjálf í sjóði sjöfalt meir’ en næst i Ijóði. Til Kjarvals málara Áður fyr þú ófst i glit undramyndir snjallar; en krýnir nú með hverfilit kúnstir þfnar allar. Oþörf varúð. Láti jeg mín Ijóð i tje leikandi af gáska, hafa fljóð í fullu trje að forðast sálarháska. Vel að merkja. Þó hún byrst á brúnir sje og brosið minni á vetur, hún er ekki öll úr trje, ef þú skoðar betur. Bragi. Braga oft jeg bið um lið brendur harmi sárum, bara til að banda við bölsýni og tárum. Fnjóskar. 0 Draumar. Þegar jeg átti heima í Sellóni, þá var jeg um tíma um veturinn í Stykkishólmi að venju, að undirbúa sjónleiki. Jeg dvaldi í næsta húsi við prófastshúsið. Pann tíma meðan jeg var þar, lagðist frú Soffía Gunnarson bana- leguna. Jeg var daglegur gestur hjá henni, bæði áður hún lagðist og meðan hún lá, þvi okkur var vel til vina. Nú kom að þeim tíma að loknum sjónleikjum, að jeg varð að fara heim. Ekki datt mjer það í hug þegar jeg kvaddi blessaða frúna, að við mundum ekki aftur sjást, af því hún var ekki svo þjáð að sjá, en það er ekki altaf að marka, þvi þrekkona var hún, og sálarþrek hennar var mikið, og vildi hún dylja þjáningarnar í lengstu lög, því hún átti mann sem hún unni mjög. Ferð- ir voru oft á milli, og frjetti jeg að hún væri dáin, og átti að jarða hana suður í Reykjavík. Nú gerði isalög mikil og teptust ferðir milli eyja og lands. — Pað var eina nótt, að mig dreymdi þennan undarlega draum, sem jeg aldrei get gleymt. Pað dreymdi mig, að jeg þóttist vera að klæða mig, en var þó ekki í rúminu, heldur þóttist jeg sitja á háum palli nálægt rúminu, og Olina fósturdóttir mín hjá mjer, og vorum við að dunda við að klæða okkur. Þá er hrundiö upp stofuhurðinni fljótlega, og var þetta þá frú sál. Gunnarson, og kemur inn með miklu fasi, og kallar á mig þegar hún kemur inn á mitt gólfið og segir: »Getið þið ekki flýtt ykkur? O, Anna! flýttu þjer«. Hún er mjög óróleg, eins og henni væri mikið niðri fyrir, og segir: »Hjálpaðu henni, flýttu þjer. Þetta gengur aldrei.« Og æðir um gólfið meðan hún segir þetta. Síðan þýtur hún fram og læsir ekki hurðinni. Undarlegast var það, að mjer þótti þessi eftir- rekstur svo náttúrlegur og flýtti mjer sem jeg gat, en hvorki jeg nje fóstra mín gátum orðið búnar. Tvær svuntur lágu þar, önnur græn, hin svört. Þá lítur hún inn aftur, og er enn fasmeiri og sjer að við erum ekki búnar, og segir: »Og eruð þig ekki búnar enn, hvað á þetta að ganga lengi? Þú hefur þessa« og bendir á svörtu svuntuna. Síðan fer hún út, og var auðsjeð að henni þótti, því þykkjusvipur var á andliti hennar. Þá gripur mig svo mikill söknuður, að geta ekki orðið henni samferða, að jeg hrökk upp við þetta og vaknaði. Svo var háttað, að uppi á loftinu bjó húskona. Þegar hún kemur ofan um morgunin, segir hún við mig: »Mjer þótti hún vera gustmikil, blessunin hún frú Gunnarson í nótt.« Mjer þótti stórlega fyrir, og grípur mig sú hugsun, hvort nokkur hafi getað sagt henni það sem mig dreymdi, eða hvort jeg hafi talað í svefni, sem stundum vill til, en segi stuttlega: »Hvað hafið þjer til marks um það?« »Nú«, segir hún: »Það að mig dreymdi hana i nótt, að hún kom þjótandi upp á loft, og inn að rúmi til mín, og segir með skipandi röddu: »Hjálpið þjer henni Önnu, svo hún geti orðið tilbúin.« Þessi kona var mjög seinlát. Þá þótti henni frúin ganga fram á framloftið og inn í svefnklefann aftur, og segir: »Sækið þjer ofan stóru lyklana.« Þá þóttist konan vera klædd, þegar hún segir þetta. Þá þóttist konan segja: »Hvað á að gera við þá?« Segir þá frúin bist: Veitstu ekki að sparifötin þeirra eru i norðurherberginu.« Hún þykist sækja lyklana, en þegar hún fleygir þeim upp á skörina, þá þótti henni frúin þjóta ofan og út, en segja um leið: »Nú gengur það víst, og flýtið þjer yður.« Og við þetta vaknaði hún. — Nú líður fram undir hádegi, og vorum við öll úti, að færa hey úr tóft í hlöðu. Sjáum við þá 2 báta sigla hraðbyri út eftir, landmegin við eyjuna. Eftir litla stund sjáum við aðra 2 báta stóra sigla fyrir framan eyjuna út eftir. Við fórum að »kíkja« á þessa báta, er voru

x

Óðinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.