Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 7

Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 7
ÓÐINN 71 hefur verið í allan vetur, prátt fyrir góðviðrin og hóg- værð náttúrunnar, pegar fólkið hefur ekki að jeta, pá er alt svo dauft og drungalegt, en pó sá pað ekki á, að ráð hafði pað til að eyða 9000 krónum í kómedíur, tómbólur og bazar, sona eru íslendingar! Með öllu peirra framfarakjaftæði og búskapartali hafa peir ekki vit á lífinu heldur en hundar, og jeg hef enga trú á neinni framtíð eða fullkomnunarástandi í pví formi sem menn prjedika, pað ér bara ti) að gera flólkið vitlaust og truflað, og pað eru blöðin pegar búin að gera, pví nú í yfir tuttugu ár hefur aldrei lint á pessu bulli um allskonar framfarir og humbug, sem ekkert á hjer við og við höfum ekkert við að gera, og svo pegar aldrei kemur neitt, pá verður fólkið óánægt með sjálft sig og með lífið, og pá hefur maður »Spillet gaaendea. Nú er Nikolin dauður, pessi útlærði »dentist« og tanntrekkjari, sem gerði svo mikla lukku hjer á meðal pessa fína fólks, sem Civilisationin hafði eyðilagt alla tanngarðana á með brjóstsykursáti og kaffibrauðshampi, en pá kom Nikolin og dró tennurnar út með afli og og brá um pær svarðreipi og togaði og spyrnti í magann á konum og meyjum, en pær útdregnu tennur lirutu viðsvegar út um alt svo maður gat hugsað að ný Rulle- stenformation væri komin, og ef einhver pýskur Geolög hefði komið hjer eftir pessa dental-katastrophe, pá mundi hann hafa orðið frægur fyrir nýja uppgötvun, og sá originali autor pessara geologisku phænomena var Niko- lin, sem nú er sofnaður og ætti að hvíla í haugi, sem orpinn væri af kvennatönnum, eins og Hvítserkur á mannahöfðunum. Meðan jeg er að rita petta, pá ber mjer að eyrum ógurlegt glamur eins og í tutlugu tómum blikkfötum; pað er vatnskallinn biskupsins, sem dregur á eftir sjer tunnuna með lífsins vatn, sem biskupin lifir á, og pessi tunna er öll járnslegin og dregin á járnbentum sleða, og glamrar um alla götuna, en petta lífsins vatn er ekki ákavíti eða aqua vitæ á la fyllerí, heldur kraftlaust, smekklaust og litarlaust brunnvatn, alveg sömu tegundar og vatnið sem djöfullinn nefndi við Sæmund fróða í vísunni: »Alt er runnið út í botn | áttungur með hreina vatn,« petta vatnsglamur gengur um alla götuna, og biskupinn er orsök til pess, pví ef hann ekki pyrfti að drekka, pá væri ekki glamrið, en pað er pó miklu betra en járnbautarglamrið á pinginu, pví pað gefur pó Resultat: nefnilega pað, að biskupinn fær ekki að drekka, og, mirabile dictu, verður ekki fullur! Svo er nú hjer sú mikla framför og breyting til hins betra komin á, að hjer er stofnað baðhús — átti raunar að vera í líkingu við rómversk böð, thermae Caracallae eða th. Títi, en var til bráðabirgða að vera í gömlu prentstofunni, einmitt í peim herbergjum sem Einar prentari drakk púnsið i, par er nú skiturinn pveginn af vorum ötulu framfarahetjum, sem margir hverjir hafa safnað skítnum utan á skrokkinn á sjer í 40 og 50 ár, og fara nú að pvo hann loksins af sjer harnaðan og petrifiseraðan á öllum peim tíma, eða peir álíta pað sem nýja skírn og að nú pvoi peir af sjer alla syndir, sem hafa safnast utan á pá í andvaraleysinu og verald- arvolkinu, peir eru par alisnaktir eins og Odysseifur pegar hann neri af sjer hinni grómteknu sjávarfroðu. Pá mun ekki óráðlegt að minnast á ishúsið, sem Tryggvi ræður fyrir. Pað á að heita að pað sje stofnað til pess að geyma í fisk og ket, en í rauninni mun eiga að leggja í ísinn pessa æstustu járnbrautarmenn og aðra pesskonar fíra, sem eru allir í ólgu út af framförunum og ætla aö gera alt á svipstundu. Raunar porir enginn að nefna petta, en pað held jeg væri pó snjallasta ráðið með petta íshús. En, sim sagt, íshúsið er gott, pað minnir okkur að minsta kosti á ís, og par má geyma bæði fisk og ket, plúmbúðing, prinsessubúðing, romm- búðing, pönnukökur, skyrhákall, ansjósur, kálgraut, Andvara, Kirkjublaðið, Pórð með telegraphinn og Björn með járnbrautina, alt má geyma, svo pað verði óskemt um alla framtíð, svo petta er pað eiginlega, corpórlega og sanna framtíðarbæli. Um jarðabætur eða landbúnað held jeg enginn hugsi hjer, alt á að gera með járnbrautum og gufuskipum, og greinar blaðanna um pessar framfarahugmyndir eru að tiltölu langlengstar af öllu. Afleiðingarnar verða náttúr- lega pær, að menn til sveita hugsa ekki um annað eins mikið og petta, en hitt verður á hakanum; peir ætla að biða, pangað til sú nýja stjórnar»bót« kemur með há- skólann, járnbrautirnar, gufuskipin og rafmagnið, pá á að fara að rækta túnin og hlaða túngarðana, pá kemur alt af sjálfu sjer og fólkið sprettur upp úr jörðinni eins og gorkúlur, pegar pessir Deukalionar hins nýja endur- reisnartíma kasta steinunum aftur fyrir sig eins og gamli Deukalion forðum daga og Bríet-Pyrrha ungar út nýrri kvenpjóð með kvennablöðum og plúmbúðingum. Nú er Einar Hjörleifsson kominn frá Ameríku og inntekinn i sauðahús hinna fortöpuðu og aftur fundnu sona 1 tjaldbúðum ísafoldar, og nú blossar rifrildislog- inn sem hæst milli hans og Pjóðólfs, enda hefur hann par fundið einn fyrir sem ekki gefur honum eftir í skömmunum. Eftir að Einar er kominn, pá er nú byrjað á »Lauru«, nú er hún ekki nema lítill »bolli«, pví endi- lega verður að miða við Emigrantskipin, hún er alt of lítil fyrir »hei!a pjóð« (o: 70,000 menn dreifða yfir 1800 □ mílur) og nú á að fara að kaupa annað og miklu stærra skip, sem yrði nóg fyrir »heila pjóð«, líklega nógu slórt til að flytja alt fólk hjeðan til Ameríku, eins og Einar var að berjast fyrir i Lögbergi. — Pað er annars gott ráð að geta altaf fylt blöðin með rifrildis- greinum, hvað kæra ritstjórarnir sig um kaupendurna? Með einhverju verður að fylla öll pessi blöð, sem yrðu nóg til að breiða yfir alla »pjóðina« pegar hún er komin á hausinn og sáluð af blaðabullinu. Loksins, hjer ganga altaf svo miklar rigningar með austanlandsynningnum, að jeg hef sterkan grun um að petta sje gjörningaveður frá Vestmannaeyjum og doktor fjölkunnugur standi par á einhverjum hnúki veifandi veðrakofra út af reiði yfir mínu hirðuleysi, að jeg hef ekki skrifað — stundum stutt, en stúndum ekkert — en

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.