Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 10

Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 10
74 ÓÐINN um mínum að prjóna, og var pví alment kölluð Prjóna- Sigga. Á yngri árum sagðist hún hafa verið hjá Hall- grimi lækni Bachmann í Bjarnarhöfn. Hún sagði að hann hefði farið út í Berserkjahraun, og farið í dys berserkjanna, og komið heim með mannabein. Hún sagðist bezt muna eftir lærleggjunum, er Bachmann hefði mælt við sig, og hefði Hallgrimur sagt, að ber- serkirnir hefðu ekki verið eins háir og hann, en Hall- grimur læknir var manna hæstur, rúmar 3 ál. á hæð. Ekki sagðist hún vita hvað hann hefði gjört af leggjun- um, hvort'.'hann hefði grafið pá i kirkjugarði, eða farið með pá aftur út í hraun. Pað heyrði jeg lika pessa kerlingu segja, að pegar hún var ung, hjerum 12 ára gömul, og var pá á Staðarbakka í Helgafellssveit, pá hafi verið hallæri og mannfellir, pví hún sagðist muna að alt af voru flökkumenn að koma að norðan á leið undir Jökul, og pegar peir komu að Staðarbakka, preyttir og hungraðir, hafi peir verið nærðir með nýmjólk. Einnig sagði hún að pegar snjó leysti um vorið, hefðu 18 lík fundist milli Árnabotns og Álftafjarðar, pað er Helga- fellssveit á lengd og er hjerum 4 mílur. — Líka sagði hún, að pá hefðu verið jetnar skóbætur o. fl. sem menn nú ekki leggja sjer til muns, og aldrei mátti hún sjá, að illa væri farið með mat. Pessi kerling komst á tíræðis aldur. Hún var mjög sannsögul, merk og vönduð. — Petta hafa sjálfsagt verið móðuharðindin 1783. Ólaf’ur Thorlacíus. 0 Yísur. Pessar vísur hefur frú Anna Thorlacius i Stykkishólmi sent Óðni, og eru pær, að hennar sögn, ortar 29. ágúst 1883 á strandferðaskipinu »Lauru« fram undan Snæfells- jökli af síra Jakobi Guðmundssyni á Sauðafelli i Dölum. Bárður Snæfellsás. Sandfoki vanur Snæfellsás snjófgum á tindi hefur sæti, eg veit að það hans eykur kæti, þá sjer hann skeið á skjótri rás. Þó hann sje orðinn svifaseinn, þegar hann unga »Lauru« lítur lifnar karlinn af hærum hvítur eins og hann væri ungur sveinn. Pórólfur Mostrarskegg. Minnast jeg vil á Mostrarskegg Þórólf, sem fyrir þúsund árum þreytti sjóferð á Atlantsbárum og óttaðist hvorki hríð nje hregg. Bárður frá Snjófgum Snæfellstind benti Þórólf’ á Breiðaflóa, brunaði skeið um hryggi mjóa eins og fótljett á fjalli kind. Þórólfur stýrði, Þór gaf byr. Þórólfur kunni Þór að meta, Þórólfur sönn var trúarhetja, eins og margir á öldum fyr. Hann bjó á Hofi, en heilagt fjall hörgum hann valdi að tignarsæti; það var hans yndi og eftirlæti þann upp á goða stíga stall. Heppilega sá hlutur fjell, að meðan að endist mælir alda, minningu þórólfs uppi halda Hofsbær, Pórsnes og Helgafell. Óðinn. Með þessu tölubl. er lokið 15. árg. Óðins, og hefst næsti árg. með áramótum. Blaðið hefur í þetta sinn orðið allmikið á eftir tímanum, vegna anna í prentsmiðjunni, og er þetta ein ástæðan tii breytingarinnar, en önnur er sú, að þægilegra er að árgangur byrji með áramótum. þriðja ástæðan er sú, að með þessari minkun á blaðinu er nokkuð hægt að vinna upp hinn gífurlega kostnaðarauka, sem orðið hefur á útgáfunni í fyrra og í ár. — Verður óhjáhvæmilegt að hækka verð Óðins, eins og annara blaða, töluveit frá byrjun næsta árgangs. 15. mars 1920. — Útg. Um skipulag sveitabæja heitir nýl. út komin bók eftir Guðmund Hannes- son prófessor, og eru þar góðar bendingar til allra þeirra, sem byggja þurfa í sveitum. Margir upp- drættir fylgja. Verð: Kr. 3,00. Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.