Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 9

Óðinn - 01.12.1919, Blaðsíða 9
ÓÐINN 73 hlaönir af fólki, og sjáum viö fána i bátnum, sem vani er aö hafa yflr líkkistur, og við skiljum ekkert í því, hvað þetta geti verið, en við vissum að maður var dáinn í Fagurey og töldum það víst, að það væri það lík. Fó var ekki vanalegt að flytja lík til Bjarnarhafnar, því þangað var eingöngu flutt heldra fólk úr Stykkis- hólmi. Nú líður þessi dagur án þess við frjettum nánara um þetta. Daginn eftir lenti hjá okkur bátur, og kemur kona inn, heilsar og segir: »Nú er búið að jarða hana frú Gunnarson.« '»Hvaða vitleysa,« segi jeg, »hún verður flutt suður í Reykjavík.« »Jeg var stödd í Bjarnarhöfn þegar líkfylgdin kom, svo jeg var svo lánsöm að geta verið við jarðarförina« segir hún. Ekki get jeg með orðum lýst, hve mikið mjer varð um þessa fregn, og lengi bjó jeg að þeim sársauka, en sem sagt, var ekki hægt að láta okkur vita, því bæði bannaði stormur og ís. — Orsökina til þess að líkið var ekki flutt til Reykja- víkur er óþarft að greina. Ekkjufrú Jósefínu sál. Thorarensen dreymdi eitt sinn undarlegan draum, hún átti þá heima í Stykkishólmi. Hana dreymdi að bóndi af Fellsströnd, Hallgrímur Jóns- son á Túngarði, er þá var dáinn fyrir 3 árum, en sem hún hafði þekt vel áður, þegar hún var á Staðarfelli, og maður hennar, Bogi sál. Thorarensen, var sýslumaður i Dalasýslu. Hana dreymdi að Hallur kæmi til sín og beiddist gistingar. Hana langaði til að gera þá bón, en varö að neita, því hún hafði ei svo húsum varið, en vildi þó bæta úr því, og vísaði honum á bæ rjett við húsið. Þar voru nýgift hjón, og voru bæði vinnubjú i sama húsi seni hún bjó í. Hún þóttist því segja við hann: »Farið þjer til hennar Guðrúnar, hún getur lofað yður að vera«. Hann tekur þessu vel og fer. Næsta morgun kemur Guðrún til hennar, og segir: »Mjer þótti þjer ekki gera mjer greiða i nótt, að vísa til mín gestum, þar sem þjer vitið, að við höfum ekki ráð á neinu nema rúminu okkar, og geta allir sjeð, að við getum ekki hýst aðra«. Frúin verður alveg hissa, en alt í einu man hún eftir draum sínum, og fer að spyrja Guðrúnu betur. Pá segir Guðrún að draummaður sinn hafl sagt: »Frú Jósefína vísaði mjer hingað að fá gistingu«. Hún sagðist hafa sagt að það gæti hún ómögulega, þvi að hún hefði ein- ungis eitt rúm, en hann er enn ákafari, og lá við að í hart slæi milli þeirra, en svo fór hann og var reiður. Kona þessi var ekki einsömul. Og nú var henni sagt hvað maðurinn hafl viljað, hann hafi verið að vitja nafns en það vildi hún ekki heyra nefnt á nafn og var ófáanleg til þess. Barnið sem hún átti var sveinbarn, en enginn gæfumaður heyri jeg sagt. Petta þótti okkur skrítið, að tvær konur skyldi sömu nóttina dreyma sama drauminn. Þetta var um vorið 1873, að móðir mína sál. dreymdi að hún væri stödd úti á hlaðinu í Grundarfirði. Hún átti þá heima þar, áður hún fluttist inn í Stykkishólm til mín, en það gerði hún ekki fyrr en eftir að faðir minn dó. Já, hún stóð úti og horfði yfir Grundará. Sjer hún þá hvar kemur hávaxinn kvenmaður innanað og þrek- inn eftir því, og stefnir að ánni, og veður síðan yfir hana og þangað sem móðir mín stóð, og heilsar henni. Móðir min þykist spyrja hana að heiti, og kvaðst hún heita Rósa. »Hvaðan komið þjer«? spyr hún. »Jeg kem úr Reykjavík og síðast úr Stykkishólmi«. »Hvert ætlið þjer«, spyr móðir mín. »Já, hvert jeg ætla«, segir hún. »Út í Ólafsvik, kringum jökul, og svo um land alt, býst jeg við«. »Til hvers?« segir móðir mín. »Já, til hvers, til að finna, menn, konur og börn«, segir hún, og þýtur af stað. »Nei, segir móðir mín, bíddu, komdu inn að fá kafíi. »Jeg má ekki vera að því«, segir hún. »Áttu að flýta þjer«? segir móðir min. »Já, sem mest jeg má, því satt að segja á jeg að fara um land alt«, segir draumkonan. Pá þykist móðir mín elta hana, og kalla á eftir henni, og segja: »Hver sendi þig?« Draumkonan segir: »Jeg er frá útlöndum«, og hljóp burt sem fætur toguðu. — Nú líður mánuður eða vart það eftir drauminn, þá gaus upp bólguveikin skæða, sem geysaði um land alt, og mörgum er minnistæð, því margur átti þá um sárt að binda, því margan drap sú veiki. Hjörtur sál. Jóns- son var þá læknir hjer, og er liann heyrði drauminn sagði hann: Petta kalla jeg berdreymi, því bólguveikin er í byrjun lík »rosen« veiki, og »rosen« kend er hún«. Anna Thorlacíus. Árið 1875 dvaldi tengdamóðir mín sál. hjá mjer und- irrituðum. Pá dreymdi hann skritinn draum, er jeg vil ei undanfella að segja. Pað hafði lengi verið i huga mjer, að fara í dys berserkjanna, Halla og Leiknis, í Berserkjahrauni. Dysin er rjett við götuna, þegar riðið er til Bjarnarhafnar, og er hjerum 3. álna há. Ekki hef- ur Styr haft hana svo háa, en hún er orðin það, af því að vani hefur verið, og er enn, að allir þeir sem um veginn ríða kasta steini í dysina, og þessi vegur hefur verið mjög fjölfarinn, þegar kauptún var í Kumbarvogi. Petta ár, sem fyr er sagt, um sumarið, safnaði jeg mönnum og vorum við alls 8; fórum við út i hraun, og byrjuðum að rjúfa dysina, en þegar við vorum hjerum hálfnaðir, þá gerði sunnan rok og rigningu, svo ekki var fært neitt að aðhafast, og riðum því heim. Næsta dag snemma var veður gott; kemur þá tengdamóðir mín til mín, og segir: »Ætlarðu ekki í dag að láta hlaða upp dysina aftur?«. »Jú,« segi jeg, »en hún er ekki fullrofin, en jeg get líklega ekki komið því við í dag. En þvi eruð þjer svo áfjáð, að láta gera það einmitt í dag«? Pá segir hún: »Af því mig dreymdi skrítinn draum í nótt. Mig dreymdi, að inn í herbergið til mín kæmi maður, á vöxt við þig, en þreklegur mjög, og sagði með dimmri röddu: »Segðu honum Ólafi að það leki á okkur«. Pá segi jeg: »Petta hefur annað hvort verið Halli eða Leiknir«. Síðan fórum við aftur, rannsökuðum dysina, og fundum bein, er Hjörtur læknir sagði vera hvalbein. Síðan var dysin hlaðin upp. — Ólafur Thorlacíus. í sambandi við framanritaðann berserkjadraum, skal jeg geta þess, að þegar jeg var ungur, þá þekti jeg kerl- ingu, er Sigríður hjet. Pessi kerling var oft hjá foreldr-

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.