Alþýðublaðið - 06.10.1963, Síða 6
na
1 H 1 p cí "
BANDARÍSKI leikritahöfundur
inn Tennesse Williams færði bóka
safni Háskólans í Austin í Texas
hluta að handritum sínum að gjöf
fyrir skömmu.
Ekki leið' þó á löngu þar til
hann fékk þau öll endursend af|t-
ur með þeiin ummælum, að eng
inn í hásk'ólanum gæti stautað
sig fram úr þeim.
Urn fljúgandi spilavíti, raflíkneski og fleira
B'andaríkjamenn hafa til þessa
notað „fljúgandi spilavíti” til að
sniðgí.nga lögin, sem leggja bann
við fjárhættuspili. Nú hafa hins
vegar nokkrir snjallir menn í Mi-
ami lundið upp á nýjung. Þeir
hafa semsé rekizt á neðansjávar-
rif í 50 kílómetra fjarlægð frá
strönd Miami og þar hyggjast
þeir koma á fót spilaviti, sem
,,armur laganna” nái ekki til.
★
FYRIR heimssýninguna miklu,
sem óformað er að halda í New
York, hefur Walt Disney búið til
„raflíkneski” af Abraham Lincoln
Bandaríkjaforseta. Líkneski þetta,
sem er ætlað staður í Illinois, er
með þeim hagleik gert, að það
getur hreyft sig, staðið á fætur
þar sem það situr í stól, sezt aft-
ur, fitlað við jakkaboðungana, eins
og var vani Lincolns, — og síðast
en ekki sízt haldið 10 mínúna
ræðu . . .
★
HÉR á íslandi hefur upp á síð-
kastið kveðið talsvert að innbrot
um til gull- og skartgripasala, en
svo rammt kveður að þeim í Banda
ríkjunum, að kaupmennirnir hafa
tekið eftirfarandi til bragðs:
Einhvers staðar á góðum stað
koma þeir fyrir einhverskonar ó-
huggulegri fígúru í Hitchock-stíl,
gjarnan sjálflýsandi beinagrind,
til að skjóta kjarklitlum þjófum
skelk í bringu. Þetta kvað hafa
reynzt mjög vel.
TÖLFRÆÐILEGAR skýrslur í
Bandaríkjunum herma, að hver
bandarískur ,,táningur“ snæði 3
kíló af frönskum kartöflum um
árið, tali sjö mínútur í símann
dag hvern til jafnaðar og kaupi
fjögur pör af skóm á ári. Hvernig
skyldi þetta vera hér á landi?
JESUS Cuevas, ökumaður í
Barcelona, svaf fast hér á dögun-
um, þegar lögreglan vakti hann
á bekk í miðju bæjarins. Þar lá
hann og hraut, — í nærfötunum
einum saman. — Þjófar hafa stol
ið fötunum mínum á meðan ég
svaf, sagði Cuevas. Þegar ég sofn
aði, var ég fullklæddur“.
IIUIIUllMlltllMINtMIHIIIlllUUUIIUIUHiniliarillNIIHIIIIin
f PPJNSINN OG ÉG.
PRINSINN OG GILDIPENINGANNA
Bííhir húsbónda síns
hvern einasta dag
SNEMMA var ég staðráðinn
í kenna prinsinum að meta
gildi peninganna. Hann var
ekki hár í loftinu, þegar ég op
inberaði honum þau gullnu
sannindi, að til þess að eignast
per.inga þyrftu mcnn að vinna.
Þess vegna yrði ég til dæmis
að rjúka á fætur eldsnemma á
hverjum morgni og halda til
vinnu minnar, — til þess að
hann og móðir hans gætu haft
nég að borða og spjarir utan
á sig.
Nokkru síðar voriun við á
gaisgi um bæinn og stönzuðum
í ógáti fyrir utan girnilega sæl
gætisbúð. Prinsinn, sem er
fjarska ve’ku- á svellinu gagn
vart sælgætinu, hóf upp raust
sína og heimtaði lakkrís. Ég hef
oft lent í svipaðri aðstöðu og
ævinlega orðið að láta í minni
pokann. En í þetta skipti vildi
ég sýna hvor væri sá sterkasti.
— Ég á enga peninga, sagði
ég og var hinn versti.
— Þá verðurðu að vinna
meira, sagði prinsinn, og mér
varð svo mikið um þetta til-
svar hans, að ég vissi ekki fyrri
til en ég var kominn inn í búð
arholuna og búixm að kaupa
lakkrísinn.
Óðru sinnl sat ég í stofunni,
þegar prinsinn kemur askvað
andi og heimtar að ég fari þeg
ar í stað niður í bæ og kaupi
rautt mótorhjól og reiði sig aft
an á því alla leið upp í sveit.
Ég gat mér strax til um orsök
kröfunnar. í næsta húsi við okk
ur býr maður, sem á rautt mót
orhjól, og það ber við um helg
ar, að þeir fegðar bruna á því
eitthvað út fyrir bæinn.
Ég sagði prinsinum, að nýtt
mótorhjól kostaði reiðinnar ó-
sköp af peningum, og ég ætti
ekki nærri nóg fyrir svo virðu
legu farartæki.
Prinsinn þagði, brá sér fram,
en kom aftur að vörmu sporL
með sparlbaukinn sinn, slengdij
honum í kjöitu mér og sagði'
hróðugur:
— Hérna! Ég skal lána þér!
Ef vel viðrar og skapið er
með betra nióti, bregðum við
feðgarnir okkur oft út í barkarí
og kaupum snúða og vínarbrauð
með kaffinu. Maddaman sem af
greiðir þar er miður sterk í
stærðfræðinni, þótt ekki sé
henni það Ijóst sjálfri. Og eins
og oft vill brenna við með af-
greiðslufólk, þá verður kunn-
áttuleysið í stærðfræðinni oft
ar verzluninni til hagsbóta en
viðskiptavinimmi.
Eitt sinn sem oftar erum við
staddir í bakaríinu. Maddaman
hefur þegar pakkað inn vínar
brauðum og snúðum og greitt
mér til baka. Þá finn ég að
prinsinn togar í crmina á mér
og eegir um leið sfvo hátt
að glumdi um allt bakaríið:
— Snuðaði hún þig?
Síðan þetta gerðist hef ég orð
ið að sætta mig við franskt
brauð með osti og beinahex
með morgunkaffinu . .
Rex.
= /
Á hverjum degi bíður Caro
húsbónda síns. Á hverjum degi
leitar hann hans. Og á hverj-
um degi heldur hann vonsvikinn
heim. Tino Garibaldo og kona
haus elgnuðust Caro þegar hann
var hvolpur og fljótlega kom í
Ijós, að hann var óvenju skyn-
samur hundur. Á hverjum
morgni hélt Garibaldo til stræt-
tevagnastöðvariti4ar í þorpinu
Caniu til þess að fara hina þrjá-
tíu kílómetra leið til Mílanó, þar
sem hann vann við vélvirkjun.
Ög klukkan hálf sjö á hverju
kvöldi kom liann til baka með
.vagninum. Strax og Caro var
kominn af livolpsaldri tók hann
upp á því að fagna húsbónda sín-
um hvert kvöld á stöðinni. Sú
venja brást aldrei.
En dag nokkurn fyrir tveim
árum síðan beið Caro til ein-
skis. Sprenging í Mílanó hafði
orðið Garibaldo að bana. Caro
fór ekki heim fyrr en hann hafði
beðíð í nokkra tíma.
Daginn eftir ráfaðj Caro stöð-
ugt um mjög órólegur. En á
veajulegum tíma um kvöldið var
hann kominn á stöðina og far-
inn að bíða. Þetta hefur endur-
tekið sig á hverju kvöidi síðan.
Margir hafa reynt án árangurs
að fá Caro til að gleyma söknuði
sínum. Á hverju kvöldi klukkan
hálf sjö stendur hann á stöð-
inni og dinglar rófunni — og bíð-
ur vonbrigða sinna.
iiiiimiiiiiiMiiiimi
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iiiiiin/r^t
1
/'-''lHIHHHHHMIMHHIHHHMMHtlMHHIHMMIMMIHHHHHMHIHtMHMHMIIHHIHHIM<i><MM>'»'«MIH!HHMIMHHHHHIIHIIttiHiH!MMMHHttMMIIMllHHIMHIIHHHHIH!HHIHIHMMIIM«^
Talsvert er ljóslega enn eftir af
fjölskylduveldinu í Frakklandi, svo
sém sjá má af þessu. Baðvarnings-
verzlun í Cannes, stillir nú í haust
sólinni út í glugga sína glæsilegum
bikinibaðfötum — en á þau er fest
skilti eitt lítið, svolátandi:
„Bikinibaðföt fyxir ungar stúlk-
ur. Seljast einungls gegn skrif-
legu leyfi frá foreldrum.”
Amerískt: Maður nokkur ætlaði
að heimsækja fáránlega málverka-
sýningu á Greenwich Village í
New York, að læstum dyrum og
skilti með þessari áletrun uppi-
hangandi:
— Er farinn til sálfræðingsins.
Kem aftur kL 2.
Við Norðurlandabúar þurf- 1
[ um vissulega ekki að hafa á- §
[ hyggjur af því að við höfum =
: ekki sýnt Lyndon Johnson, 1
[ varaforseta Bandaríkjanha 1
= nægilega gestrisni Innan I
[ skamms á liann að fara í i
[ heimsókn til bæjarins Tol- i
| edo, og hefur beðið um að f
[ meira en helmingurinn af i
[ dagskrá ferðarinnar verði i
[ felldur niður” af því að hann f
[ er ennþá svo þreyttur eftir f
[ Norðurlandaferðina.”
Forseti Gullstrandarinnar, f
f Feix Houphouet-Boigny hlýt- [
f ur að teljast hinn hlutlaus- i
f asti meðal hlutlausra.
f í ræðu, sem hann hélt fyr- [
f ir skemmstu, tók hann svo 1
f til orða:
f, — Sendið son yðar til §
f náms í Moskva og þér fáið 1
1 ákafan andkommúnista til f
f baka. Sendið hann til Sor- f
| bonne og hann verður orð- f
[ inn kommúnisti við endur- f
[ fundina. I
f f
'** iUMIHIKIHMII II ■IHH.HItlHtllliHIHIIllHIIIIIIIII llllll
£ 6. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐK)