Alþýðublaðið - 06.10.1963, Side 11

Alþýðublaðið - 06.10.1963, Side 11
Benedikf Jakobsson, íþróffakennctrí: Þjóðin þarfnast öflugrar friálsrar íþróttahreyfingar LEIÐBEINENDANAMSKEIÐ I. Allsherjarnámskeið - Markmið: Að veita ungmennum almenna fræðslu um íþróttir, leikfimi og leiki og gera þá færa um að leið- beina í eigin félagi. Námsefni:Líffæra- og lífeðlis- fræði, þjálffræði - hreyfifræði - heilsufræði - kennslufræði - fé- lagsmál, yfirlit, félagsmál, yfirlit, þjálfun persónulegrar færni. - Tímalengd, 4 vikur. v II. Framhaldsnámskeið - Mark- mið. Að beina til meiri sérhæfni í t. d. tveimur skyldum greinum, og gera leiðbeinandann þannig hæf- an til að ie ðbeina lengra komn- um nemendum og iðkendum í sínu FRÚARLEIKFIMI Á mánudag hefjast æfingar í- þróttafélaganna í frúaleikfimi víðs vegar um bæinn. Verður starfsem- in með sama fyrirkomulagi og var sl. vetur, konur geta sótt tíma í næsta leikfimisal án þess að ger- ast eða vera félagar í viðkomandi íþróttafélagi. — Námskeiðsgjald verður kr. 300,00 til áramóta,, \ ... Miðbæjarskólinn. — Þar hefur i- þróttafélag kvenna æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 8,00 og kl. 8,45. Þá hefur KR þar æfingar á sömu dögum kl. 9,30. Austurbæjarskólinn: Þar hefur KR æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 8,00. Breiðagerðisskólinn: Þar hefur Ár- v mann æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. .5,15 og Vík- ingur hefur þar æfingar á sömu dögum kl. 9,05. jLangholtsskólinn: Þar hefur • ÍR æfingar á mánudögum kl. 9,20 og á fimmtudögum kl. 8,30. Laugarnesskólinn: Þar hefur Ást- björg Gunnarsdóttir æfingar á mánudögum og fimmtudögum kl. 8,30 og 9,30. | félagi eða í öðrum félögum, starfa fyrir sveit eða bæ með byrjenda- hópa. Tímalengd 6-9 dagar. IIII. Framhaldsnámskeið - Mark- mið: Sérhæfing í einni íþróttagrein. Nemendur skulu hafa gengið í gegnum allsherjar námskeið og framhaldsnámskeið II. nema þeir hafi notið mótsvarandi fræðslu á annan hátt, sem viðurkenndur er. Tímalengd 6-9 dagar. • • , IV. Framhaldsnámskeið - Mark- mið: Frekari sérhæfing í þeirri grein, sem viðkomandi hefur áður sér- | hæft sig í. Tilgangurinn er að leiðtoginn geti á eftir verið til leiðbeiningar við sérþjálfun liða og einstak- linga. , Tímalengd 6-9 dagar, V. Framhaldsnámskeið - Mark- mið. Sérhæfing í einni grein að loknu allsherjarnámskeiði. , Tilgangurinn er að sérhæfa leið- toga svo að þeir geti verið til leið- beiningar við sérþjálfun liða og einstaklinga. Síðari hluti Ætlazt er til að hér sé því lokið í einum áfanga, sem að framan er gert ráð fyrir í þremur. Tímalengd 4 vikur. RÉTTINDI OG SKYLDUR Réttindi til þátttöku í námskeið- um ÍSÍ hafa: A) Allsherjarnámskeið: - Hafa stundað íþróttir og leggi fram vott orð um heilbrigði og meðmæli frá viðkomandi íþróttafélagi. Framhaldsnámskeið II. - Hafa lokið allsherjarnámskeiði og leggja fram vottorð um heilbrigði og með mæli frá viðkomandi félagi um störf að allsherjarnámskeiði loknu. Framhaldsnámskeið III. - Hafa lokið námskeiði II og leggja fram heilbrigðisvottorð og meðmæli frá félagi og viðkomandi bandalagi, ráði, sveit eða bæjarfélagi. Framhaldsnámskeið IV. - Hafa lok- ið námskeiði III og leggja fram vottorð um heilbrigði ásamt vott- orði og meðmælum um fyrri störf frá viðkomandi bandalagi, sérráði eða sérsambandi. Framhaldsnámskeið V. - Hafa lokið allsherjarnámskeiði og leggja fram vottorð um heilbrigði, ásamt vottorði og meðmælum frá viðkomandi félagi, ráði, bandalagi eða sérsambandi. Skyldur: - Þeir, sem lokið hafa allsherjarnámskeiði og fengið hæfnisvottorð og rétt til að leið- beina í sínu félagi, eru skyldir að leiðbeina eftir getu í eitt ár. Þeir, sem lokið hafa sérnám- skeiði og hlotið hæfnisvottorð og réttindi til að leiðbeina við sér- þjálfun einstaklinga og liða, eru skyldir að veita leiðbeiningar eftir getu í 5 ár. Öllum leiðbeinendum er heimilt að taka þóknun fyrir störf sin. Aldur. - Nemendur skulu vera orðnir 18 ára. Undantekningar má þó veita. Próf. - í lok hvers námskeiðs skulu nemendur ganga undir próf, og sé því lokið með ákveðinni lág- markseinkunn. Staðið próf veitir rétt til framhaldsnámskeiðs. I í FJÁRMÁL A) Viðkomandi bæjar- og sveit- 11 arfélög sjá um húsnæði, velli og 11 áhöld, inni og úti. B) ÍSÍ og ÍKÍ sjá um allt náms- ! | efni, undirbúning þess og kennslu. f C) íþróttafélög, ráð, bandalög, | héraðssambönd og sérsambönd sjá § um ferðakostnað. D) Hver einstaklingur sér um uppihald sitt og húsnæði. Hvor sigrar í Heimsfrægir íbróttamenn; Gaston Roelants Akranes eðo KR? ★ Vestur-Þjóðverjar sigruðu 1 Finna í frjálsíþróttum um helgina ] með 131 stigi gegn 81. Ekkert met ] var sett, bezta árangurinn vann i ] Eskola í langstökki, 7.99 m. ' BELGAR eru ekki sterkir í frjálsum íþróttum, eins og við skýrðum frá hér á Íþróttasíð- unni fyrir nokkrum dögum, en þó hefur annað veifið skotið upp frábærum afreksmönnum. Nægir þar að nefna 800 m. hlauparann Roger Moens, sem var ósigrandi um árabil, lang- hlauparann Gaston Reiff, sem um skeið átti heimsmet í 3000 m. hlaupi og varð Olympíu- meistari í 500 m. í London 1948. Loks er það hindrunar- hlauparinn Gaston Roelants, sem setti heimsmet fyrir nokkr um vikum, hljóp á 8:29,6 mín. Ef litið er á ,,breiddina” eru Belgíumenn aftarlega. Þegar reiknað er meðaltal bezta manns í hverri grein, eru þeir í 17. sæti í Evrópu mcð 670 stig, enda er landslið þeirra ekki sterkt. Hlauparinn Roelant er 26 ára gamall og starfar í rann- sóknarlögreglunni, eins og Roger Moens. Hann er aðeins 168 cm. á hæð og vegur 60 kíló. Það var ekki fyrr en á Olympíuleikunum í Róm, sem Roelants vakti verulega at- hygli, en þá varð hann fjórði í hindrunarhlaupi. Það ár náði hann bezt 8.45.8 í hindrunar- hlaupi, 14.11,6 mín. í 5000 m, og 30.16,0 mín. í 10 km., athygl- isverðir tímar, en herzlumun frá toppnum. Roelants tók miklum fram- förum árið eftir og þá fékk hann bezt 8,38,2 mín. í hindr- unarhlaupi, 14 mín. réttar í 5000 m. og 29,19,4 mín. I- 10 km. eða tæpri mínútu betra, en árið áður. Fyrir Evrópumeistaramótið í Belgrad spáðu flestir Rússan- um Sokolov sigri í hindrunar- hlaupinu, enda hafði hann unn- ið marga góða sigra um sum- arið. En það fór eins og oft áður, hann brást, þegar á hólm inn kom. Roelants sigraði með miklum yfirburðum og algjör- Iega á óvænt, hljóp á sínum langbezta tíma til þess tíma, 8,32,6 mín. Hinn geðþekki hlaupari héf ur verið ósigrandi í sumar og á nú heimsmetið í hindrunar- hlaupi og olympískur titill blasir við honum. Roelants er og snjall 5000 m. hlauparl óg beztr tími hans í þeirri grein er 13.53,8 mín. Hann mun þó ekki keppa í 5000 m. í.Tokíó, keppnin er hörð og hann verð- ur sennilega að einbeita sér að hindrunarþlaupinu. •. í dag kl. 4 hefst síðasti stórleik- Ýmsar getgátur eru uppi um ur ársins í knattspyrnu, en þá mæt væntanleg úrslit, en spádómar eru ast Akranes og KR í úrslitaleik mjög erfiðir í knattspyrnunni í bikarkeppni KSÍ. Leikurinn fer , , „ , , * _ • i „• _ . ... ... aag. Eitt er vist, að báðir leggja fram á Melavellinum og báðir aðil- . . ar tefla fram sömu mönnum og a'-*a ^ram °S sjón er sögu rík- í undanúrslitum mn siðustu helgi. ari. London, 3. okt. - NTB - Reuter LANDSLIÐ Breta, sem leikur gegn Wales í Cardiff 12. október er þannig skipað: Banks, Leicester, Armfield, Blackpool, Wilson, Hud- dersfield, Milne, Liverpool, Nor- man, Tottenham, Moore, West Ham, Paine, Southampton, Grea- ves, Tottenham, Smith, Totten- . ham, Eastham, Arsenal, og Charl- I ton, Manchester Utd. Knattspyrna Á Miðjarðarhafsleikunum í knattspymu léku Ítalía og Tyrk- land til úrslita, ítalir sigruðu með 3 mörkum gegn engu. í keppni um þriðja sæti sigraðl Spánn Marokkó 2-1. VEIZTU? að Örn Ciausen hefði orðiíl - Evrópumeistari L Brússþ J el 1959, ef notuð hefði ver- ið stigatafla, sem í gildl \ er í dag. ■• •■■—--| ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. okt. 1963

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.