Alþýðublaðið - 06.10.1963, Qupperneq 13
NÝIR MENN
Framh. af 4. síðu
eftir brottför Adenauers. Ef stefna
Scliröders verður sigursæl og vík-
ingar á borð við hinn forna fjand-
mann hans, Franz-Josef Strauss,
eyðileggja hana ekki, þá er Schröd
er, sem enn er tiltölulega ungur
eða 53 ára gamall, óefað mað-
urinn sem koma skai á árunum eft
ir 1970. Nýlega kallaði Erhard sig
liógværlega „bandaríska uppfinn-
ingu“ og átti við það, að hernáms-
veldin settu hann í embætti. Schrö
der hefur cinnig farið að dæmi
Bandaríkjamanna með nýrri stefnu
sinni í vestur þýszka utanríkisráð-
uneytinu og hann liefur haft for-
ystu um að koma á fyrsta„brain-
itrust“ sérfræðinga í Bonn að
bandarískri fyrirmynd. Schröder
felur þessum sérfræðingum það
verkefni að kanna möguleika Vest
ur-Þjóðverja í samskiptum austurs
og vesturs, og kjörorðin eru ,,hug-
vitsemi og liófsemi".
Sérfræðingar hafa þegar gert
pólitíska hugsun í Bonn skýrari.
En í stárfsliði Erhards eftir Aden-
auer-tímann verða nokkrir menn,
sem tortryggja sérfræðingana og
munu aðeins veita stefnu Schröd-
ers hálfgildings stuðning, jafnvel
þótt þá virðist skorta atorku til
þess að stjórna ákveðinni byltingu
gegn honum.
★ Eimreið.
Til þess að vekja traust þessara
kjarklitlu manna hefur Schröder
likt utanríkisstefnu Vestur-Þjóð-
verja við eimreið á járnbrautar-
teinum, sem geti ekki'breytt um
stefnu án þess að velta út af.
Það er ekkert í utanríkisstefnu
Schröders, sem stangast á við op-
inber viðhorf Adenauers og sam-
skipti Vestur-Þjóðverja við banda-
menn þeirra í NATO. En mikill
munur er á túlkuninni. Eftir síð-
asta fund Adenauers og de Gulles
í París er ólíklegt, að Adenauer
muni láta af þeim eindregna. ásetn
ing sínum að beita öllum ráðum
til þess að fylgja fram hugmynd
de Gaulles um Evrópu og berjast
gegn „reikulli afstöðu“ Banda-
ríkjanna gagnvart Hússum. Aden-
auer mun reyna að koma á valda-
miðstöð í hinni nýju og stóru skrif
stofu sinni í einni álmu þinghús-
byggingarinnar í Bonn eftir að
hann lætur af störfum í stjóm-
inni 15. október.
★ Skrifstofa.
Að ýmsu leyti verður hann jafn-
vel nær miðdepli atburðanna liéðan
í frá. í starfi sínu sem voldugur for
maður Kristilega demókrataflokks
ins, getur hann haft öflugt vopn í
höndum gegn öllum þeim ráðherr-
um nýju stjómarinnar, sem verða
honum þrándar í götu. Erhard
hinn óheppni mun varla 6leppa
undan slíkum ofanígjöfum frá Ad-
enauer með jöfnu millibili frekar
en á liðnum árum.
Sá ráðherra nýju stjórnarinnar
í Bonn, sem ólíklegastur er til að
hafa áhyggjur af afskiptum Jrins
fyri*verandi kanzlara. þar eð þau
! liafa varla haft áhrif á stefnu hans
I til þessa, er Schröder. Það er hann
sem er líklegur til að tryggja það
að Bonn-eimreiðin verði kyrr á
járnbrautarteinunum. (Lausl. þýtt
úr Sunday Times).
ryðvöm.
STYÐJUM SJÚKA TIL SJÁLFSBJARGAR
Berklavarnardagur 1963
I DAG 6. OKTÓBER
Merki og blöð verða
á boðstólmn á göt-
um úti og í heima--
húsum.
Merki dagsins
- rrt
kosta 25 krónur. ....
Merki öll eru töíir
sett og hlýtur eitt
merki stórvinning.
Svo fljótt sem unnt
er mun fógeti láta.
draga út 1 númer
og hlýtur það
níuner stórvinning
sem er hifreið
að frjálsu vali |
að kaupverði allt að
130 þúsund
krónur.
Kauptendur merkj-
anna eru því beðnir
að gseta þeirra vel.
Sótt er til sigurs/ sífellt hærra./ Rís Reykjalundur/
rausnargarður./ Vandir að verki/ vistmenn eru/
Efla því eigin/ og alþjóðarhag“.
Úr ljóði eftir Ingólf Jónsson írá Prestbakka.
Afgreiðslustaðir merkja og blaða í Reykjavík, Kópa-
vogi og Hafnarfirði.
Vinninguriinn
verður auglýstur í
blöðum og útvarpi.
Tímaritið Reykja-
lundur kostar 20
krónur. >.
Reykjavík:
Sigrurdís Guðjónsdóttir,
Skálatúni Seltj.nes, Sími 18087.
Halldór Þórhallsson,
Eiði, Seltj.nes, sími 13865
Anna Rist,
Kvisthaga 17, sími 23966.
Helga Lúthersdóttir,
Seljaveg 33, sfmi 17014.
Þorsteinn Sigurðsson,
Hjarðarhaga 26, sími 22199.
Valdemar Ketilsson,
Shellveg 4, sími 14724.
Jóhannes Arason,
Þórsgötu 25, síml 13928.
Magnús Oddsson,
Grundarstíg 6, sími 16174.
Halldóra Ólafsðóttir
Grettisgötu 26, sími 13665.
Magnús Feldsted,
Miðtún 42, sími 22563.
Tryggvi Sveinbjörnsson,
Grettisgötu 47a, sími 20889.
Ragnar Guðmundsson,
Meðalholti 19, sími 18464.
Dómald Ásmundssón,
Mávahlíð 18, sími 23329.
Guðrún Jóhannesdottir,
Hrísasteig 43, sími 32777.
Hjörtþór Ágústsson,
Suðurlandsbraut 109, sími 33143.
Aðalheiður Pétursdóttir,
Kambsveg 21, sími 33558.
Sæbjörg Jónsdóttir,
Nökkvavog 2, sími 24505.
Sigrún Magnúsdóttir,
Nökkvavog 22, sími 34877.
Egill og Lúther,
Akurgerði 25, sími 35031.
Borghildur Kjartansdóttir,
Langagerði 94, sími 32568.
Steinunn Indriðadóttir
Rauðalæk 69, sími 34044.
Skarphéðinn Kristjánsson,
Sólheimum 32, sími 34620.
Björgvin Lúthersson,
Sólheimum 23, sími 37976.
Helga Bjargmundsdóttir,
Safamýri 50, sími 15027.
Biðskýlið við Háaleitisbraut 47.
Kópavogur:
Guðmundur M. Þórðarson,
Blómaskálinn við Nýbýlaveg,
sími 16990.
Andrés Guðmundsson
Hrauntungu 11, sími 36958.
Hafnarfjörður:
Selvogsgata 5, Austurgata 32,
Hellisgatal8.
Kaffisala fer fram í
'samkomusalnum að
Bræðraborgarstíg
-9, eftir hádegi á
B erklaivam ardag-
inn. Allur hagnað-
ur af sölunni renn-
ur til Hlífarsjóðs,
sem er styrktar-
sjóður bágstaddra
sjúklinga.
Það fé, sem safnast
á Berklavarnar-
daginn mun opna
dyr Reykjalundar
og Múlalundar fyr-
ir örykja sem enn
sitja auðum
höndum.
Takmarkið er:
Allir öryrkjar í
arðbæra vinnu.
Útrýmiun berkla-
veikinni á íslandi
Útrýmum skorti
meðal öryrkja á
íslandi.
Sölufólk í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, er beðið að mæta kl. 10 fyrir hádegi í dag á skrif-
stofu S.Í.B.S. að Bræðraborgarstíg 9, eða í einhverjum ofanskráðra afgreiðslustaða í Reykjavík
Kópavogi og Hafnarfirði. — Góð sölulaun.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. okt. 1963 13
v