Alþýðublaðið - 15.10.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 15.10.1963, Blaðsíða 2
.•'WWV^ V\'VrV<,Wl' > t ÍUtstjórar: Gylfx Gröndal (áb.) og Benedlkt Gröndal. — Fréttastjóri: ^jVrni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnasoii. : — Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 149Ó6. — Aðsetur: Álþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald tr. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Kjararannsóknarnefnd t , , • í [.• ÞJOÐINNI LETTI, þegar samningar um kaup ~ bg kjör tókust á þjóðhátíðardaginn síðastliðið vor, enda þótt aðeins væri samið til stutts tíma. Ríkis- •stjórnin átti mikinn þátt í þessu samkomulagi, ekki sízt með tillögu sinni um þá nefnd, sem hefur t síðan tekið sér nafnið Kjararannsóknanefnd. Þar ’c sitja fulltrúar verkalýðssamtaka og atvinnurek- énda og rannsaka fyrst og fremst greiðslugetu at- ivinnuvega. Tilkynning, sem nefndin hefur gefið út, bendir til þess, að hún sé ekki svo langt komin störfum, að hún geti orðið að miklu liði við lausn þeirra vandamála, sem glíma verður við næstu vikur. Þó kann svo að verða í einstökum greinum. Þó virðist rétt að starfi nefndarinnar verði haldio áfram í von, að hún geti dregið fram í dagsljósið upplýsingar, sem á síðara stigi gætu hjálpað til við lausn kaupgjaldsdeilna. Þegar rætt er um kaup og kjör, er jafnan vitnað :í tölur, og virðast allir geta fundið einhverjar töl- ur til að styðja sína niðurstöðu, hver sem hún er. Er hörmulegt að sjá, hvernig farið er með skýrsl- ur og upplýsingar, og væri sannarlega þörf á breyt ingum á því sviði. Þarf ekki að minna á annað en vísitölu framfærslukostnaðar þessu til stuðnings, en fjölmargar útgáfur hennar má heyra í deilum flokkanna. Hagkvæmni SÍÐASTLIÐINN sunnudag var hér í blaðinu farið nokkrum orðum um starfsemi fyrirtækisins Skýrsluvélar. Fyrirtækið er sameign ríkisins og Reykjavíkurborgar. Þar er beitt nýjustu tækni við hvers konar úrvinnslustörf, skattaálagningu og manntalsgerð. Samvinna ríkis og borgar um þetta fyrirtæki er að mörgu leyti til fyrirmyndar, og væri ef til vill athugandi hvort nánari samvinna á fleiri sviðum en þessu, mundi ekki báðum aðilum hag- I kvæm. , Skýrsluvélamar spara ótalinn fjölda aðstoðar- f .manna. Þær vinna þau verk á svipstundu, sem ■fjölmargir starfsmenn mundu þurfa mán- uði til að Ijúka við. Nægir þar að benda á hvílíkt verk mundi vera að vélrita alla gjaldheimtuseðla borgarbúa, ef það verk ætti að vinnast á gamla ;mátann. Við íslendingar erum ekki ríkir af vinnuafli. IÞví ber þess vegna að fagna, þegar til sögunnar kemur tækni, sem sparar vinnuafl, eykur úr- 'vinnsluöryggi og margfaldar afköst. Okkur er mik il nauðsyn að fylgjast vel með á hverjum tíma, og notfæra okkur vel allar þær nýjungar, er leitt geta til hagsbóta og spamaðar fyrir þjóðina í heild. 2, 15. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐID Kærar þakkir vinir mínir og félagar Ég þakka öllum þeim fjölda mörgu, sem sýndu mér vináttu og tryggð í sambandi við sextugsafmæli mitt 4. október. Ég dvaldi erlendis þann dag og stofan mín fylltist af blómum og gjöfum að heiman :— og símsendlar hringdu dyrabjöllunni æ ofan í æ. Ég átti alls ekki von á þessu, en það gladdi mig. Þegar ég kom heim beið mín ennmeira. Það kom mér líka á óvart, en það gladdi mig einnig og verður mér minnisstætt. Kærar þakkir vinir mín- ir og félagar. Vilhj. S. Vilhjálmsson. fór yf ir haf i var annars ÉG TÓK MÉR FRÍ, fór yfir haf og- inn í borg við aió og sat þar í stórhýsi 9g lét ckki fara mikið fyrir mér. Ég ók nokkurum sinmmi út í sveitir, leit inn í elztu kirkju lands ns og skoðaði tvo kastala, fór einu sinni í kvikmyndahus og sá frumsýningu á óvenjulegustu kvikmynd, sem ég hef nokkru sinni séð, hneykslaðist við og við, en gi'eymdi ölluin hneykslunarhcll- unum eftir að ég var kominn út — og eftir voru ógleymanlegar myndir af einmanaleik mannsins Ástæðan fyrir því að ég fór á bíó þetta kvöld var sú, að um kvik- myndina var deilt í öllum blöðum, í útvarpinu og sjónvarpinu. MÉR LEIÐ VEL og hafði fyrir augunum blágráar klappir, sem virðast vaxa upp úr sjálfu grjót- inu margra hæða íjölbýlishús, konur með hunda í bandi og þjót- andi sporvagna og bíla í þúsunda- tali. — Ég horfði á þetta annars liugar, staddur sem gestur í svo vel skipulögðu þjóðfélagi að þar virðist fátt geta komið þegnunum á óvart, en er þó svo frjálslynt og víðsýnt og mannúðlegt. að ekki er hægt að finna annað en að hver einstáklingur, hversu smár sem hann er', sé skjólstæðingur. allra hinna — og hins opinbera. HEIMILIN ERU FALLEG, heil- steypt, íburðarlaus- og kokteils- stofur gjörsamlega óþekktar. Það er hugsað um það, að rúm sé nóg, •en notað til fulls. Engum dettur í hug að helmingur íbúðarstærðar- innar sé einn skrautbúinn salur þar sem enginn megi í raun og veru koma. Þó er þetta auðug þjóð, en liún er ráðdjpildarsörr^ Það er auðfundið á öllu að liún lieldur sig ekki ríkari en liún er. ÉG VAR ANNARS HUGAR, vegna þess að helft hugsunar minnar var heima í ílækjunni, sem ekki virðist vera liægt að greiða úr af því að þjóðin kann ekki að vera heil þjóð af því að liver einstaklingur heldur að hann sé þjóð út af fyrir sig, kann ekki að byggja upp þjóðfélag og skort- ir ábyrgðartilfinningu gagnvart heildinni. Ég var kvíðinn í þessu fríi mínu og ég er kviðinn. ÞARNA FOR FOLK til vinnu kl. 6-7 á morgnana — og tók á á sig náðir um kl. 10 á kvöldin. Þetta er eðlilegra og héilbrigð- ara heldur en næturgöltrið á okk- ur og morgunsvefninn. Ég er sann færður um, að þetta furðulega uppátæki okkar dregur þungan slóða eyddra verðmæta og íýndra dyggða á eftir sér. En hægara er að ræða um þetta heldur en að breyta uppteknum hætti. Mér cr sagt, að hvergi í heimi sé annað eins næturgöltur og hér og livergi í heiminum eins seint íarið til vinnu og hér. ÉG SÁ ALDREI börn á ferli á akstursbrautum. Mér datt oft í hug Langholtsvegurinn heima, sem virðist vera fjölsóttasti barna- leikvöllur höfuðstaðarins. Böx-n- in voru á gangstéttum en aldrei á akbrautum — og gangstéttirnar voru ekki leikvangur þcirra, Þarna voru margir og litlir leik- vangar. SVO FLAUG ÉG YFIR HAFIO — og heim — og mín biðu bréf og orðsendingar og næstu daga fer ég að fást við bréfin. Ilannes á horninu KIPAUTGCRÐ RÍKiSINS Skjaldbreid vestur um land til Akureyraí 19. þ. m. Vörumóttaka í dag til áætlun arhafna við Húnaflóa og Skaga- fjörð og Ólafsfjarðar. RAÐSOFIhúsgagnaaddtektSVElNN KJARVAL litið á húsbúnaðinn hjá húsbúnaði , , , 4 EKKERT HEIMILI ÁN HÚSBÚNAÐAR SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA______________________ _____ laugavegi 26 simi 209 70

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.