Alþýðublaðið - 15.10.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 15.10.1963, Blaðsíða 8
SÁLRÆNIR ERFIÐLEIKAR HJÁ 15 AF HVERJUM 100 BÖRNUM í HEIMINUM RANNSÓKNIR í mörgum Evrópu löndum, þeirra á meðal Danmörku, Finnlandi, Hollandi og Bretlandi, sýna, að allt að 15 af hverjum 100 skólabörnum bera þess merki að þau eiga við sálræna erfiðleika að stríða á vissum skeiðum. Meðal þessara erfiðleika eru árásarhvöt, agaleysi, feimni og taugaspenna, og þarfnast slík börn aðstoðar sér- fróðra manna. Þetta kom fram á ráðstefnu um skólann og heilbrigði barna, sem Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin (WHO) gekkst nýlega fyrir í Hollandi. Á þessari ráðstefnu var einkum fjallað um vaxandi ábyrgð heil- brigðisyfirvalda í skólum á sál- rænni og félagslegri þróun barn- anna. Fyrsta atriðið sem taka verð- ur tillit til, er fjölskylda barnsins. Allar rannsóknir á börnum verða að ná til fjölskylduaðstæðnanna. Hjúkrunarkonur skólanna eru í þessu sambandi bezt fallnar til að heimsækja heimili barnanna og halda sambandi við foreldrana, meðan barnið er á skólaskyldu- aldri. í vissum skilningi er upp- fræðsla foreldranna einnig hlut- verk sem heilbrigðisyfirvöld í skól um ættu að rækja. Þessi fræðslu starfsemi ætti að hefjast jafn- skjótt og barnið byrjar skóla- göngu. Vellíðan og þroski barns- ins ásamt frammistöðu þess í skól anum hljóta að verða fyrir áhrif- um frá foreldrum, sem eru óeðli- lega metnaðargjöm eða sem rífast að staðaldri, af sundruðum heim ilum eða af „hálfri fjölskyldu”, þar sem annað hvort faðirinn eða móðirin er látin. Skólinn verður líka að veita barninu hollt og gott umhverfi. Afstaða kennarans — sem stund- um er ögrandi, stundum alltof gagnrýninn — er mjög mikilvæg. Oft er meðal barnanna keppnis- andi, sem kennarinn ýtir undir. Þetta getur verið skaðlegt. Þegar á fyrstu árum barnaskólans eru 10 af hverium 100 börnum talin vera „misheppnuð”. Á ráðstefnu WHO voru sérfræð ingar frá heilbrigðiseftirliti skól- anna í 25 löndúm, m. a. fulltrúar frá íslandi. Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíþjóð. ALLSHERJARÞINGIÐ í ÚTVARPI SAMEINUÐU þjóðirnar hafa til- kynnt að umræðum Allsherjar- þingsins verði útvarpað yfir stutt- bylgjustöðina WLWO. Sending- arnar verða á frönsku og ensku meðan Allsherjarþingið stendur yfir. MILLJÓNIR MANNA í ÞRÓUNARLÖNDUNUM ATVINNULAUSAR ALÞ J ÓÐ A VINNUMÁLASTOFN- UNIN (ILO) kvaddi saman ráð- stefnu í Genf dagana 30. septem- ber til 18. október um atvinnu- leysi og afleiðingar þess í þróunar löndunum, en þar eru horfur nú slæmar. Samkvæmt nýútkominni skýrslu um ástandið þar eru millj- ónir ungra manna nú atvinnulaus- ar og vonlausar um verkefni á blómaskeiði ævi sinnar — og á þetta ekki sízt við um lönd með háa fæðingartölu og lága dánar- tölu. ........ ILO-skýrslan, „Employment: Objeetives and Policies”, fjallar fyrst og frémst um ýmis alvarleg vandamál í þróunarlöndunum. — í Indlandi eru um 10 millj- ónir manna algerlega atvinnulaus- ar,- 15—18 milljónir að hálfu at- vinnulausar og fjöldi manns sem fæst við lítils nýt og óarðbær störf. Af atvinnuleysingjunum eru 38 af hundraði í sveitunum og 52 af hundraði í bæjunum á aldrinum 18—26 ára. — í Afríku yfirgefa duglegustu og líkamlega færustu mennirnir landbúnaðarstörfin og sækja um launaðar stöður. til þess að þeir geti greitt skatta og náð í neyzlu- vörur. Þeta hefur ekki einungis í för með sér atvinnuleysi í þéttbýl inu, heldur einnig mikla erfiðleika í landbúnaði og upplausn í hefð- bundnum lífsvenjum sveitaþorp- anna. — Á stórum svæðum í rómönsku Ameríku er til nægilegt ræktað landrými til að auka atvinnuna og afraksturinn í landbúnaðinum, enda er brýn þörf á slíkri aukn- ingu. En hin ójafna skipting á jarðnæði eða samdráttur alls bezta jarðnæðis á hendur fárra manna hefur leitt til þess, að stór hluti þeirra sem yrkja jörðina er landlaus eða lifir á smáskikum, sem eru illræktanlegir, meðán stór svæði af góðu landi eru látin óhreyfð. í þessum löndum er spurningin um atvinnuleysi því ná tengd spurningunni um jafnari skiptingu jarðnæðis. Ráðstefnuna í Genf sitja full- trúar ríkisstjórna, vinnuveitenda og launþega frá um 40 löndum. Verkefni þeirra er að semja til- lögur um alþjóðareglur, sem ræddar verða á atvinnumálaráð- stefnu ILO í júní 1964. í skýrslunni er lögð áherzla á, að geri menn sér ekki ljóst að vandamálið er knýjandi og krefst skjótra aðgerða, þá kunni svo að fara að ekkert verði úr umbótum eða þær verði máttlitlar, þegar reynt verður að koma þeim á. Þetta er ný gerð BMW. Þær verksmiðjur framleiða nú alls II gerðir bifreiða. BMW 800 hefur orðið mjög vinsæll bíll í Evrópu og er ekki fyrirhugað að gera neinar breyt- ingar á honum á næsta ári. Hér sjáum við hins vegar BMW 1800. Hann er sérstaklega gerður fyrir hraðan akstur, og er með fimm gíra gírkassa. Diskahemlar eru á framhjól- dm. Vélin er fjögurra strokka 110 hesiafla og hámarkshraðinn gefinn upp fyrir 170 km. '0. r. e WŒiŒsWZ''- má - -■"? 'av Wjiffiim ^mm ÉÉÉKif Haldið rúðunum hreinum um vefrarmánuðina Ómögulegt er að vita með vissu hversu mörgum árekstr- um og slysum óhreinar rúður hafa valdið. Nú, þegar vetur- inn er í nánd, verður þetta vandamál enn erfiðara viður- eignar, en það er á sumrin. Það er í rauninni sjálfsögð og eðlileg regla, að temja sér að hreinsa allar rúður vel og halda þeim hreinum. Það er því miður alls ekki óalgengt, að sjá hér á götunum snemma á vetrarmorgnum bíla, þar sem aðeins hefur verið hreinsuð önnur framrúðan, en allar aðr- ar rúður þaktar snjó. Menn ættu að gera sér það að ófrá- vikjanlegrj reglu að aka ekki af stað, ef snjór eða frostmóða er á rúðunum, fyrr en búið er að hreinsa þær. Til eru handhægar sköfur til að hreinsa snjó og frost, en beita verður þeim þó með nokk urri varkárni til að rispa ekki glerið. Einnig skyldu menn gæta sín, er þeir þurrka af rúðunum með dulu, að gift- ingarhringur eða signethringur nái ekki að lispa glerið. Nú orðið eru flestir bílar bún ir það fullkomnum hitunar- kerfum, að hægt er að veita heitum loftstraum upp á fram- rúðuna og koma þannig í veg fyrir frosf og móðumyndun. Sé heita loftið ekki nægjanlegt, er nauðsynlegt að hafa glugga opinn, svo loftrás sé góð. Fyrir nokkrum árum var það mjög algengt að sérstök raf- magnshitunartæki væru fest innan á rúðurnar á vetrum til að hindra hrímmyndun. Þessir rúðuhitarar tíðkast nú ekki lengur að marki. Nú eru fáan- legar litlar plastrúður með lími á röndunum, sem eru iil- valdar til að líma á afturrúð- una og tryggja þannig gott út- sýni. Flestir bílar eru nú búnir rúðusprautum, sem að sjálf- sögðu eru til mikilla þæginda. Sumir hafa á áfylligeyminum fyrir sprauturnar sérstakan vökya Eem ekki flrýs, aðrir láta sé nægja vatn. Sé vatn notað verður að gæta þess að það frjósi ekki á vetrum. Al- gengt er, að götin sem vat.nið sprautast í gegnum stiflist, til dæmis af bóni eða bara ryki. Einfalt ráð til að opna þau á ný er að stinga nál eða títu- prjóni í þau. Rúðusprauturn- ar eru nauðsynlegri hér en víða anna)s staðár. Einkuni vegna þess að nær allir vegir hér eru malarvegir og vætutíð algeng. Ef rúðusprautur eru ekki fyrir hendi þýðir lítið að setja vinnukonurnar í gang, ef slettist úr forarpolli á famrúð- una, nema rigning sé. Ef ekki er rigning, og engar rúðuspraut ur á bílnum, loka vinnukon- urnar fyrir allt útsýni, og öku- maður verður að stanza og fara út og þurrka af rúðunum. Væri í rauninni alls ekki úr vegi, að gera það að skyldu hér að allir bílar væru búnir rúðu- . sprautum. Annað vandamál er þegar fitulag sezt á framrúðurnar. Fitulagið á oftast orsök sína að rekja til efna úr útblástri ann- arra bíla. Of algengt er að sjá hér dieselbíla, sem stendur svartur mökkur aftur úr. Sé ekið fyir aftan slíkan bíl, myndast fljótlega hvimleitt fitulag á rúðunum. Flestum ber saman um að venjulegt hreinsiefni megni lít ið til að ná þessu fitulagi burt. Heyrt hef ég, að kóka kóla sé ágætt til að hreinsa það. Með því að taka fulla flösku og hrista hana, má auðveldlega sprauta á alla rúðuna, og þurrka hana svo með pappír, sem lítið lím ér í, til dæmis blaðapappír. Ekki skal ég á- byrgjast hversu gott ráð þetta er, en ýmsir hafa sagt mér að það sé það eina sem dugi. Ekill. Vauxhall verksmiðjurnar sendu nýjan bíl á markaðinn 27. sepem- ber. sl. Þetta er fjögurra manna bíll, og með framleiðslu og sölu þe^sa bíl, taka vtatrksmiðjujrnar þátt í hinni hörðu samkeppni bíla íramleiðenda í framleiðslu smá- bíla. Þessum nýja bíl svipar um margt til stærri Vauxhall-bílanna, hvað útlit snertir. Þær gerðir eru Victor 5 manna bíll og Velox og Gesta, sem eru 6 manna bílar. Þessar gei ðir hafa vakið athygli hér, engu síður en erlendis, fyrir fallegt út- lit. Með framleiðslu þeirra hafa þessar verksmiðjur náð glæsilcg- um árangri í því að skapa þann bíl, sem alla dreymir um að eign- at. Sala á þessum bilum hefur alls staðar verið mjög mikil. Nýji 4 manna bíllinn ber Iieitið Viva. Hann er með 50,1 ha. vél, gíraskipting er í gólfi og eru allir gírar gynWranisera'Ífr eða sam- hvaða. Miðstöð, rúðusprauta o.s. frv. er í bílnum. Viva er einkar rúmgóður og með stóríri fatíangursgeymslu. Vat-ns- kæld vél er frammi í bílnum. Sýningarbílar eru væntanlegir hingað til lands í næsta mánuði. 8 15. okt. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.