Alþýðublaðið - 15.10.1963, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 15.10.1963, Qupperneq 9
 111111111111 ii mtiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimmiiiiiiiiumiiiiiiiumium u iiiiiitiiiiiiiiiiiuiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiui 111111111111111111111111111111111111111111 Hann hefur 2,5 milljónir í árstekjur og er einn af tekju- hærri skemmtikröftum Breta. Skattayfirvöldinn hirða 600 þús und og umboðsmaðurinn rúm 350 þúsund og 121 þúsund fara í ýmis útgjöld en samt á hann eftir til eigin þarfa og fjölskyldunnar nærri eina mill ón. Hann hefur sungið inná meira en 30 hljómplötur og flestar þeirra liafa seízt í um og yfir hál'fri milljón eintaka, sú bezta í 750 þúsund einlök- um. Hann er fyrrverandi atvinnu- maður í rugby, en honum fannst sú atvinna of áhættu- söm líkamlega og snéri sér því að söngnum, sem hann kveð ur bæði áhættuminni og ábata- samari atvinnugrein. Hann er 23ja ára gamall Breti og heitir Dick Jordan og syngur nú á Hótel Sögu við miklar vinsældir. Dick Jordan kom mér fyrir sjónir sem ósköp venjulegur ungur maður, kannski dálítið feiminn en viðmótshlýr. Hann berst ekki á í klæðaburði og er blátt áfram í umgengni og þegar við erum seztir niður yfir kaffibolla uppá 8. hæð á Sögu dáist hann að útsýniuu og því hvað loftið er hreint og tært. Bretar eru kannski veik- astir allra fyrir hreinu lofti og þegar hann spyr mig hvort honum yrði leyft að skreppa aðeins út fyrir landsteinana og veiða fisk á stöng, kemst ég að þeirri niðurstöðu að Bretar séu veikastir allra fyrir fiskiríi uppí landssteinum. Ég segi honum að einhver ráð ættu að vera til að útvega honum bát. — Hvernig stóð á því Dick, að þú fórst að leggja leið þína hingað til íslands? — Mér hefur alltaf þótt gam an að ferðast og þegar mér býðst tækifæri til að sameina milljónir ferðalag og vinnu, tek ég því. Ferðin hingað hefur líka þá kosti, að ég þarf ekki að vinna nema 4 kvöld í viku, þannig að þetta verður kærkomin hvíld og á frídögum erum við að hugsa um að leigja okkur bíl og skoða nágrennið, einkum hverina. — Ég hef ferðast um alla V-Evrópu og ekemmt og til gamans má geta þss, að ég er annar atvinnusöngvarinn, sem hefur verið fenginn til að syngja á nautatssvæði. Það var á Spáni auðvitað. Því var þann ig hagað, að ég stóð aleinn úti á blóðvellinum og söng — án undirleiks. Ekki veit ég hvað Spánverjarnir ætluðust fyrir með svo frumlegri söngskemmt un, nema þeir hafi stillt svo til að nautin hafi heyrt til mín og orðið því tilþrifameiri þeg- ar á hólminn var komið. Hinn söngvarinn, sem hefur komist í þessa aðstöðu, var landi minti Tommy Steel. — Annars vinn ég mest við útvarpið og á næturklúbbun- uml Ég held að holiast sé að sýna sig sem allra minnst á sjónvarpi. Á því hefur mörg- um góðum listamanni orðið hált, fólk hefur orðið leitt á þeim. Mín skoðun er sú að bezt sé að koma ekki fram á þeim vettvangi nema svona 3 — 4 sinnum á ári. Hinsvegur sé ég um nokkra þætti í útvarp- inu, syng inná hljómplötur fyr- yr Columbía og Woolworths keðjuverzlanahringinn og vinn á næturklúbbum. — Gefur Woolworths út hljómplötur? — Já, þannig er mál með vexti, að þegar bandarísk plata hlýtur vinsældir í Bretlandi, lætur hrmgurinn stæla Útsetn- inguna nákvæmlega og svo er ég fenginn til að syngja lagið. Þessar plötur eru svo seldar í verzlunum hringsins um allt Bretland fyrir talsvert lægra verð en bandarísku plöturnar kosta í hljómplötubúðum. Það eru unglingar sem kaupa. mest af þessum plötum og þá munar flesta um tvo shillinga. Þetta gengur sem sagt ágætlega og plöturnar renna út. Ein þeirra seldist meira að segja í 750 þúsund eintökum, það var lag- ið „Here comes summer“. Lag- ið ,,Stop the music“ gerði ég fyrir Columbía og að því er ég bezt veit er það nú í 11. sæt- inu á vinsældalistanum og á uppleið. — Þér þætti kannski garnan að heyra um skemmtilegt at- vik, sem kom fyrir mig á næt- urklúbb í London. Ég átti að koma þar fram og á efnis- skránni hjá mér var lagið „All of me“ en útsetningin var ná- kvæmlega eins og á plótu Franks Sinatra. Rétt áður en ég átt; að byrja kíkti fram- kvæmdastjórinn minn fram á milli tjaldanna og tilkynnti mér með skjálfandi röddu að Dean Martin og Peter Law- ford væru að ganga inn í sal- inn. „Nú ég held að það sé í lagi, fyrst Frank Sinatra er ekki með þeim,“ svaraði ég, en þá tók hann viðbragð svaraði því til að oft kæmi góður þeg- ar getið er. Nú var íjaldinu lyft frá og vitj menn: Þessir Framhald á 13. síðu Karlmannaföt míkið úrval Saumum eftir máli fyrir 300 kr. auka- gjald. rným t yp 50 t lllll 1 mismunandi efni til § t að velja úr. Dökk spari fataefni, nýkomin. — Ensk, íslenzk og þýzk. 20 I i mismunandi sniff til að velja úr. — ■ llltima 0 kjörgarði 'lSMM ; H Nýkotnið Skólapeysur úrval 1 • Vatteraðar úlpur stærðir 2 — 10 ára Viðgerðir á Austin bifreiðum Ef þér þurfið að láta gera við Austin-bifreið^ þá bjóðum við yður þjónustu okkar. Höfum sérstaklega kynnt okkur viðgerðir á Austin Gipsy. AUSTIN-VERKSTÆÐIÐ Súðavog 30 — Sími 37195. Atvinna Konur og karla vantar nú þegar til iðnaðar- starfa. — Upplýsingar í verksmiðjunni, Þver- holti 17. Vinnufatagerð íslands h.f. ti/ilfililliliiiiiiiiriiiiiiiiitliriiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiriiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiMiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiíiiiiiiiiiiiiiiliiíiiiiiÉllYritlliiliiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiii*iiim'‘'* ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. okt. 1963 «$

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.