Alþýðublaðið - 22.10.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 22.10.1963, Blaðsíða 15
gera á stórbýli í sveit? Á ég kannske að fægja gluggana? Eða klippa rósarunna? Ég fór að gráta. Harry sett- ist við hliðina á mér. —Elsbeth, hvíslaði hann. Elsku litla Elsbeth . . . fyrirgefðu mér. Hann kyssti burt tárin: — Hættu að gráta. Við skulum fara út, og halda upp á atburð- inn. Hvað segir ungfrúin um kvöld á Gröna Lund? Ég kinkaði kolli, og strauk burt tárhi; - — Ég er viss um, að þú verð ur jafri hrifinn af Nohrsetra og ég, sagði ég. Bíddu bara. — Það getur vel verið, sagði liann. Ég kem minnsta kosti og heimsæki þig í sumarieyfinu mínu. En komdu nú, við skulum halda daginn hátíðlegan. En kvöldið var alls ekki svo vel heppnað. Við vorum í raun og veru ekki glöð. Að vísu reynd um við að skemmta okkur eins og við gátum, við ókum í hring ekju, horfðum á fimleika, döns- uðum og drukkum. Á miðnætti sátum við úti á bekk, og horfðum yfir borgina. — Þú ert svo þögul, sagði Harry. Um hvað ertu að hugsa? — Um Fylgiu, svaraði ég frænku mína, sem býr á Nohr- seira. Við erum á svipuðum aldri. Ég skil ekki hvers vegna hún fékk ekki arf. Það er ekki réttlátt. Hún, sem alltaf hefur búið hjá ömmu og séð um hana. Amma sagði ailtaf, að liún ætti að fá arfinn. Þetta er allt saman mjög undarlegt. — Það hlýtur að hafa verið ó- skemmtilegt fyrir stúlkuna, að missa af þeim arfi, sem hún hef- ■ur alltaf gert ráð fyrir að fá, sagði Harry. Þær hljóta að hafa rifizt, hún og amma þín. Deilur virðast vera vinsælar í þinni fjöl skyldu. •— Því er líklega þannig varið um flestar fjölskyldur, sem eiga peninga, sagði ég. En ég kemst líklega að öllu, þegar ég flyt þangað. Ég ætla að minnsta kosti að láta Fylgiu fá lielminginn af árfinum. r— Hvers vegna selurðu bara ekki allt dótið, það mundi ég 'gera, sagði Harry akveðinn. Það var eins og ég hefði verið stungin með hníf: — Selja.'hróp aði ég. Ertu vitlaus? — Fyrirgefðu elskan, tautaði hann. Þetta var ekki alvara mín. Ég er bara svo hræddur um að missa þig. Það er ekki skemmti- legt að vera bláfátækur, en ást- fenginn af auðugri stúlku. — Peningarnir skipta engu máli. Þú skalt ekki vera lirædd- ur um að missa mig. Ég elska þig -Harry. Harry brosti: — Rauðhetta litla, hvíslaði hann blíðlega. Ég elska þig. Ég kom seint heirri. Ég af- klæddist, og settist við opinn gluggann, með dagbiað i kjlt- unni, og horfði út. Ég blaðaði annars hugar í dagblaðinu, en skyndilcga tók ég eftir frétt nokkurri: . . . á heimleíð frá foreldrúm sínum í Gautaborg varð Gerd Kórnkist, skrifstoíustúlka fyrir árás á skógarstíg einum milli Berlingshólms og Vagnþorps. í- búar þessa Iandsvæðis eru mjög áhyggjufullir vegna atbuðarins, þetta er í fimmta sinn á þremur árum, sem slíkt kemur fyrir á þessum slóðuni. Margt bendir til, að um sama mann sé að ræða í öll skiptin. Allar stúlkarnar, sem fyrir árás hafa orðið, hafa verið rauðhærðar og í öll skiptin hef ur árásarmaðurinn skilið eftir tvö, rauð blóm, brúðarljós. Lög- reglan vinnur stöðugt að máli þessu, en hefur lítið orðið á- gengt. Ég lagði frá mér blaðið, og skreið undir sængina. En ég átti erfitt með að sofna,. Þessi glæpa maður hélt sig á svæðinu kring- um Nohrsetur. Og fórnardýr hans voru stúlkur á aldur við mig . . . allar rauðhærðar. Alveg eins og ég. Næsta laugardag lagði ég af stað til Nohrseturs, full eftirvænt 2 ingar. Ég var mjög þreytt, þeg- ar ég seinna um daginn náði Gautaborg. Þaðan tók ég mér leigubíl til Nohrseturs. Venjulega hefði ég haldið áfram með lest, og að- eins tekið mér leigubíl síðasta spölinn, en nú var ég jú rík. Bílstjórinn var virigjamlegur og brosmildur maður. Hann masaði vig mig, og frá útvarpinu hljóm uðu fjörug danslög. Ég sat og hugsaði um Nohrset ur, um Harry, um fortíðina og framtíðina. Skyndilega varð mér hugsað til Maju, sem hafði ver- ið ráðskona á Nohrsetri frá því að pabbi var lítill. Skyldi hún vera þar ennþá? Þegar við nálguðumst Ás- klaustur, fór mótorinn að hiksta. Bílstjórinn staðnæmdi bifreiðina til að athuga hvað væri að. — Mér þykir það leitt, ung- frú, sagði hann, þegar hann kom aftur inn í bílinn, en...... Hann útskýrði bilunina vand- lega, en ég skildi hvorki upp sé niður í því. En mér skildist, að hann kæmist, alls ekki lengra en að næsta bifreiðaverkstæði. — Tekur það langan tíma, spurði ég. — Ekki ef þeir eiga þá vara- hluti, sem mig vantar, svaraði hann. Annars verður ungfrúin víst að fá sér annan leigubíl. Hann ók hægt áfram, en nokkr um mínútum síðar staðnæmdist bifreiðin á ný. Það var allt fullt af lögreglumönnum á veginum. Ljóskastara var beint að okkur. Ungur lögreglumaður kom til okkar, og talaði eitthvað við bíl stjórann. — Hvað gengur á, spurði ég. — Þeir eru að leita að glæpa- manni, sem heldur sig á þessum slóð,um, svaraði bílstjórinn. Það er tími til kominn að þeir nái honum, í kvöld var enn einu sinni ráðist á unga stúlku. — Var . . . þessi líka . . . rauö hærð, spurði ég. á leið til Berlingshólms. Get ég ekki ekið yður? Ég vissi ekki, hverju ég átti að svara, mér geðjaðist ekki að útliti hans. — Ég ætla til Vagnsþorps, sagði ég. Til búgarðs, sem heit- ir Nohrsetur. Hann horfði á mig, og skyndi lega brosti hann breitt. — En er þetta ekki Elsbeth, sagði hann. Mér fannst ég kann ast við þig. Velkomin aftur. Ég stóð bara, og starði kjána- lega á hann: — En . . . — Þekkir þú mig ekki aftur? Mannstu virkilega ekki eftir þorp aranum, sem klippti einu sinni af þér fléttumar? — Henrik? Ég átti bágt með að þekkja hann aftur. Henrik Berling, þremur árum eldri en ég, stóð fyrir framan mig og hló. Hann var orðinn næstum tveir metr- ar á hæð, grannur, og mjög dökkur yfirlitum. — Auðvitað ert þetta þú, Henrik, sagði ég, og rétti hon- um báðar hendur mínar. Hann flutti farangur minn yf- j ir í sinn bíl. Ég borgaði bflstjór- : anum mínum, og við lögðum af I stað. — Ég óska þér til hamingju i með arfinn, sagði Henrik. Ætl- } arðu að selja, eða setjast hér j! að? :! — Ég ætla að setjast hér að. f Mótorinn í bílnum suðaði | værðarlega, og sumarkvöldið var kyrrt og yndislegt. Ég fór j að kannast við umhverfið. — Hvernig líður ykkur á Ber j lingshólmi, spurði ég. Ég las I fyrir nokkrum árum dánarfregn i föður þíns í blöðunum. Sér Rolf : um búreksturinn? Hann er jú ! eldri . . . — Jú, Rolf er stóri bróðir, : sagði Henrik, og mér fannst and lit hans verða hörkulegt. En ég j sé um rekstur búsins. Rolf hef- ! ur ekki áhuga á slíku. Hann er vísindamaður, eins og faðir þinn var. En Rolf er grasafræðingur, \ hann lauk doktorsprófi fyrir j tveimur árum. Hann hefur kom j ið sér upp rannsóknarstofu í j einni álmunni. Hann lifir ein- j — Já, og sömu blómin. Brúð- arljós. Það er eins og hann sé að skilja nafnspjaldið sitt eftir. Þetta hlýtur að vera einhver brjálæðingur. Skömmu sinna komum við að benzínstöð. — Ég vona, að þeir eigi vara- hluti hér, sagði bílstjórinn, og svarf inn. Ég steig út úr bifreiðinni. Kvöldloftið var svalt og yndis- legt. • Nokkrum metrum frá leigubílnum, stóð fallegur einka bíll. Ungur, hávaxinn maður, klæddur ljósum sportfötum var að greiða fjTÍr benzín, sem hann hafði fengið. Bílstjórinn minn kom aftur. Hann klóraði sér í höfðinu. — Engir varahlutir, tautaði hann. Ég skal biðja þá að panta annan bíl . . . Um leið og ungi maðurinn steig inn í sína bifreið, leit til okkar. Hann skellti aftur hurð- inni, og kom til okkar. — Ég sé, að þið hafið orðið fyrir bilun, sagði hann. Ég er — Nú skulum við heldur reyna að laffa til. Hann pabbi kertt ur heiin eftir fimm mínútur. ? r>o Vc.í; ;;,\óW 'ðj AV.-THlN'a A&Z'jr tr.iAFpc .Zfittat] 1 V A>K.ClfVrr-K rj'— f — Þú ert þó ekki að skrökva að mér Kata? — Nei, ekki viljandi Potee. — Veiztu þú eitthvað um hvarf dr. Delane? -cn» -í díVv , m vxr vm. «<r CA' ,0.<W tfiAtf **ov «? vO — Ég er alveg viss um það Dotee, að liann verður ekki lengi á brott frá jafn dá samlegri konu, eins og Daay rektor er. K A T A, þú svaraðir mér ekki. — Það hlýtur að vegna vegna þess að j við eigum sitt hvort móðurmálið. Ég ætla 'j að fara á bókasafnið og hressa upp á ame- j rískuna mína. j! ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. okt. 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.