Alþýðublaðið - 22.10.1963, Blaðsíða 16
SiMI Á HVERJA 4IBÚA
I REYKJAVlK OG NÁGRENNI
Eftir flóðið í
Þorlákshöfn
Hér sjást nokkrar rúðurnar í
búsi Meitils hf. í Þorlákshöfn, sem
-brotnuðu í flóðöldunni. Sést greini
lega á hæð þeirra hversu liá aldan
fiefur verið og kraftmikil. Á hinni
myndinni er verið að byrja að aka
Iburt grjótinu, sem barst á land.
Mikil vinna verður væntanlega við
*ö fjarlægja það. Mynd: J. V.
Reykjavík, 21. okt. — GO.
Á MORGUN hefst afhending
nýju símaskrárinnar og er ætlun-
in að afhendingu til notenda
í Reykjavík, Kópavogi og Seíási
verði lokið laugardaginn 2. nóv.
Skráin kemur nú út í 50 þús.
eintökum og er 416 blaðsíður auk
sérprentaðar spjaldskrár. Síðasta
skrá var 376 bls. með gjaldskrá.
í útgáfuna hafa farið 50 tonn af
pappír og nærri 3 milljónir króna.
Ritstjórar símaskrárinnar 1964
eru þeir Hafsteinn Þorsteinsson
skrifstofustjóri bæjarsúnans í
Reykjavík og Magnús Oddsson
fulltrúi.
Auk stóru skrárinnar eru gefn-
ar út sérsímaskrár fyrir Akranes,
Akureyri, ísafjörð, Keflavík og
Suðurnes, Selfoss, Siglufjörð og
Vestmannaeyjar. Gert er ráð fyr-
ir að sjálfvirka stöðin í Vest-
mannaeyjum verði tekin í notk-
un um miðjan desember og Akra-
nesstöðin skömmu síðar og í jan-
úar veröur svo væntanlega opnuð
sjálfvirk stöð í Selási, þá er og
gert ráð fyrir, að sjálfvirka stöð-
in á Akureyri fái beint samband
við hinar sjálfvirku stöðvaraar
fyrri hluta næsta árs. Verður þá
hægt, með hjálp sérstakra lykil-
númera að ná beinu sambandi milli
Reykjavíkur, Kópavogs, Hafnar-
fjarðar, Suðurnesja allra, Akra-
ness, Vestmannaeyja, Seláss og
Akureyrar. Þangað til þetta kemst
í framkvæmd gilda gömlu númer-
in í Vestmannaeyjum, á Akra-
nesi og Selási.
Nýja símaskráin gengur í gildi
aðfaranótt sunnudagsins 3. nóv.
en þá tekur Kópavogsstöðin til
starfa og 1000 númerum verður
bætt við Miðbæjarstöðina í
Reykjavik. Kópavogsstöðin er
gerð fyrir 2000 númer og nokkur
númer, sem að undanförnu liafa
verið tengd við Miðbæjarstöðina
færast nú yfir á hana með lykil-
tölustafnum 4.
Akraness og Vestmannaeyja-
stöðvarnar verða fyrir 1400 núm-
er hvor, en Selásstöðin fyrir 200,
hún fær lykilnúmerið 6.
Þegar öllum þessum fram-
kvæmdum er lokið verða símanot-
endur í landinu orðnir nærri 40
þús. með 48 þús. talfærum. Sím-
ar, sem tengdir eru við sjálf-
virkar stöðvar verða þá 31 þús.
og þar af rúmlega 24 þús. í Reykja
vík, Kópavogi og Hafnarfirði, eða
einn sími á hverja 4 íbúa að
jafnaði. Framh. á 13. síðu
Ofríki komma á
iðnnemaþingi
NÆSTA spilakvöld Al-
þýðuflokksfélags Reykjavík-
ur verður í Iðnó nk. föstu-
dag 25. okt. og hefst kl. 8,30
e.h. í þetta skipti hefst fjög-
urra kvölda keppni og eru
glæsileg heildarverðlaun í
henni, auk venjulegra kvöld-
vcrðlauna. Stjórnandi spila-
kvöldsins verður Gunnlaug-
ur Þórðarson. Hljómsveit
Einars Jónssonar leikur fyrir
dansi til kl. 1 e.m.
Fjölmennum á fyrsta kvöld
ið í fjögurra kvölda kepn-
inni. Nefndin.
Reykjavík, 21. okt. — HP.
21. þing Iðnnemasambands ís-
lands var haldið í Reykjavík um
lielgina. Á þinginu urðu allmiklar
deilur, sem enduðu með því, að
meirihluti fundarmanna gekk af
þingfundi og Iýsti yfir því, að
þeir teldu þingið með öllu ólög-
legt og einnig þá stjórn, sem mun
liafa verið kosin eftir að þeir
fóru af þinginu.
Nokkru eftir að þingið hófst
kom það á daginn, að kommún-
istar, sem verið liafa við völd í
Iðnnemasambandinu, hugðust
beita pólitísku ofríki til þess að
hrifsa til sín yíirráð yfir sam-
Framh. á 3. síðu
25. Iðnþing Islendinga verður
háð í Reykjavík dagana 24.-26.
október næstk. Iðnþingið verður
sett á Ilótel Sögu, en fundir
verða síðan haldnir í samkomu-
sal í Iðnaðarbankaliúsinu við
Lækjargötu.
Helztu mál, sem rædd verða á
Iðnþinginu eru m. a. Iðnfræðsla
og tæknimenntun; almennur líf-
eyrissjóður iðnaðarmanna; Iána-
mál iðnaðarins o. fl.
Á þinginu munu mæta uin 100
fulltrúar víðs vegar að af landinu.
Á minni myndinni sést hve inikið nefið á Gullíaxa Flug-
félags íslands, dældaðist við það, að fuglarnir lentu á vél-
inni. Á hinni myndinni sjást viðgerðarmenn fclagsins gera við
dældir á væng. Síðdegis í gær fór vélin til Cambridge í Eng- ia .-IMMiiIBiltM
landi, en þar fer fullnaðarviðgerð fram. Er áætlað að hún taki
fjóra daga. Sjá nánar í frétt á fimmtu síðu. Mynd: J.V.
AUttmtHWttVHtttWMttttMtMtMMtttttttttMUMttttUMVtttttttttMtVli ItttMMMMtMMMtMMMtMMMtMMMMMWMW
GÓÐSALA
i GRIMSBY
Reykjavík, 21. okt. — GO.
Vélbáturinn Ilalþór frá Nes-
kaupstað seldi 65 tonn af ísfisk í
Grimsby í morgun fyrir 5507 st-
pd. Ilann hefur því fengið rúm-
ar 10 krónur fyrir kílóið, sem er
gott verð.
Hafþór er 250 tonna skip, einn
af tappatogurunum”, sem svo voru
ncfndir.
Erindi um
notkun reikni-
vélar i tækni
HR. MogenS Hansen verkfræð-
ingur frá Danmörku flytur fyrir-
lestur um notkun reiknivéla í
tækni og stjórnun næstkomandi
miðvilcudag 23. okt. kl. 17,30 í I,
kennsiustofu háskólans.
44. árg. — ÞriSjudagur 22. október 1963 — 229. tbl.