Alþýðublaðið - 22.10.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.10.1963, Blaðsíða 9
ÞJÓÐVEGAVEITINGAHÚS byggt nokkur slík veitingahús við stærstu og umferðarmestu þióð- vegi sína. Er reynslan af þeim mjög góð og hyggja þeir á fjölgun slíkra staða. Bandaríkjamenn, sem eru mesta bílaþjóð í heimi, hafa urmul af slíkum þjóðvegaveitinga stöðum þar sem hægt er að fá á- gætan mat við tiltölulega vægu verði. Hér á landi hefur það vilj- að brenna við, og er raunar alitof algengt, að hvers kyns veitinga- hús úti á landi selji máitíðir á verði, sem nálgast verð á beztu veitingahúsum borgarinnar þótt þau fyrrnéfndu komist ekki í hálf- kvisti við hin hvað snertir þjón- ustu og vörugæði. Þetta á eft- ir að breytast því að jafnskjótt og einhver framtakssamur aðili set- ur upp ódýrt, hreinlegt og snyrti- legt þjóðvegaveitingahús, verða slíkir aðilar í grennd við þann veitingastað fljótlega að taka sig á, eða láta í minni pokarm fyrir vinsælli staðnum. — Ekiii. Lotus-Cortína vekur athygli GOUSUL CORTÍNA, hefur hvar vetna vakið gífurlega athygli. Xntú er komin fram ný gerð af Cortina sem kölluð er Lotus-Cortina. Sá bíll er árangurinn af samstarfi milli Fordverksmiðjamia í Eng- landi og framleiðanda hinna frægu Lotus kappakstursbíla. Lotus-Cortina er hraðskreið- asti Fordbíll, sem smíðaður hefur verið í Englandi. Vélin er 1558 rúmsentimetrar. Hún er búin tvö- földum, yfirliggjandi knattás, sem allir Lótusbílar hafa verið búnir, ennfremur eru tveir blöndungar báðir tvívirkir, af Weber-gerð. Há- markshraðinn er 185 km. á klst. og vélin er 105 hestöfl. Hinn frægi kappakstursmaöur Jack Sears, sem aðeins tekur þátt í keppnum þar sem ekið er á venjulegum bílum, hefur tryggt sér að verða Englandsmeistari í sinni grein í ár. Það var Lotus- Cortina, sem hann ók í næst síð- ustu keppninni í Englandi og þá náði hann slíkum árangri, að hann hefði getað sleppt síðustu keppn- inni án þess að þurfa að óttast um titilinn. Hann hefur nú í sumar eingöngu ekið Fordbílum, Ford Galaxie, Cortina GT, og siðast en ekki sízt Lotus-Cortina. Fyrstu sex mánuði þessa árs voru alls framleiddir í Vestur- Þýzkalandi 1.343.905 bílar. Þessi tala hefur verið staðfest af sam- bandi-bílaframleiðenda þar í landi. Miðað við árið í fyrra, er hér um að ræða 13,7 prósent aukningu. Það er erfitt að koma orðum að þessu, en ég vildi reyna að segja þetta að lokum: Að leika í leik- húsi, það er eins og að búa til höggmynd — úr snjó .... í BREZKA blaðinu „Encoun- ter” gat nýlega að líta eftirfar- andi frásögn: 34 ára gömul spönsk kona, Eva Sastre að nafni, eiginkona rithöfundarins Alfonso Sastre, var árið 1962 ákærð fyrir stjórn málaskoðanir sínar o| dæmd í sektir eða að öðrum kosti 20 daga fangelsisvist. Hún kaus heldur fangelsið og tók tveggja mánaða gamalt barn sitt með sér. Síðar gat hún m. a. sagt frá því, að hún hafi verið eini pólitíski fanginn meðal afbrota- kvenna í nýjasta og nýtízkuleg- asta kvennafangelsi á Spáni, „La Maternal” í Madrid. ■—• Fangelsið var undursam- lega fagurt að utan, sagði hún. — Það líktist einna helzt klaustri með stórum görðum og indælum leikvöllum fyrir börn fanganna. í þá 20 daga, sem ég dvaldist þarna. komu þrívegis stórir hópar útlendiiiga til þess að skoða stofnunina og dáðust að henni. Um lífið í fangelsinu segir Eva Sastre: — Maturinn var frábær, en fangaverðirnir stálu beztu bit- unum af diskum barnanna! Við matborðið máttu konurn- ar ekki tala saman og heldur ekki meðan þær voru látnar vinna. í hvíldarhléunum var bæði bannað að tala og lesa. Síðdegis dag hvern var farið með okkur í fangakapelluna, og yfirfangavörðurinn, sem var að sjálfsögðu kona, eins og all- ír starfsmenn fangelsisins, not aði það tækifæri ævinlega til þess að húðskamma okkur. Dag nokkurn sagði hún okkur, að hún hefði séð það í draumi, að við værum allar dæmdar til að dveljast í neðsta víti, þegar hérvist okkar lyki. Orsökin var sú, sagði hún, að daginn áður hafði hún séð eina okkar stel- ast inn’í kirkjuna, án þess að vera í nokkrum undirkjól inn- undir fangakjólnum! Yfirfangavörðurinn hafði mikil völd. Dag nokkurn kall- aði hún einn af föngunum til sín, sýndi henni bréf, fyrst fremri síðuna og síðan hina aft- ari. „Þetta er allt of langt bréf”, sagði hún og reif það í tætlur! Bréfið var frá eiginmanni vesalings fangans. Við fengum ekki að fara út í garðinn fyrr en á kvöldin, þeg- ar almyrkt var orðið — og máttum aðeins dveljast þar í hálftíma. Þetta var eini tími dagsins, sem við máttum tala eftir þrettán tíma grafarþögn. Eftir kvöldmatinn fengum við að vera í hálftíma með börnum okkar. Við vorum allar lokaðar inni í stórum sal og hér var aftur bannað að tala. Þessi eini hálftími var eins og hreinasta víti. Mæðurnar köstuðu sér yfir börn sín og athuguðu þau gaum gæfilega, til þess að gæta að hvort á þeim sæjust nokkur merki þess, að þeim hefði ver- ið misþyrmt. Ef konurnar urðu varar við, að börnunum liði illa, réðust þær á þá fanga, sem átt höfðu að gæta barnanna. Kom þá oft til alvarlegra átaka. Fangar þeir, sem gættu barn anna, voru allt konur sem höfðu myrt sín eigin börn, annaðhvort í neyð eða ofsabræði. Einn liður í hegningu þeirra var, að hluta úr hverjum degi yrðu þær að hugsa um börn annarra .... a.: ODYR SKÓFATNAÐUR Seljum næstu daga eftirtalinn skófatnað við mjög hagstæðu verði. Kvenmokkasíur með gúmmísóla. Verð aðeins kr. 98.— Kvenskófatnaður úr striga, ýmsar gerðir. Verð frá kr. 98.— Kuldaskór fyrir kvenfólk. Verð kr. 298.— Barnaskófatnaður ýmsar gerðir. Verð frá kr. 75.— o. m. m. fl. fyrir ótrúlega lágt verð. SKÓBÚÐ AUSTURBÆJAR Laugavegi 100. NÝTT - NÝTT Borð, sem henta vel á skrifstofur fyrir rit- og reikni vélar, eru komin. Borðin eru stækkanleg og eru fáanleg út eik og teak. Verð kr. 1495,— Kristján Siggeirsson h.f. Laugavegi 13, Reykjavík — Sími 13879 — 17172. Lóðningartæki Lóðningartæki fyrir band- sagarblöð — tvær gerðir. Lóðningarduft. É SfljíSI I LUDVIG STORR i ¥ Lóðningarþráður (Slaglóð). Sírni 1-33-33. Auglýsingasíminn er 149 06 ALÞYÐUBLAÐIÐ — 22. okt. 1963 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.