Alþýðublaðið - 22.10.1963, Blaðsíða 5
Tvö lagafrumvörp voru lögð
fram á þingi í gær.
Stjórnarfrumvarp að skipulags-
Iögum. Er það í aðalatriðum sam-
hljóða frumvarpi, sem samið var
af skipulagsnefnd ríkisins og flutt
á Alþingi 1961 — 1962.
Þá var og lagt fram frumvarp
til laga um áfengisvarnarsjóð.
Flutningsmenn eru Þórarinn Þór-
arinsson (F) og Sigurvin Einarsson
ÍF). Það var flutt á síðasta þingi,
en varð þá ekki útrætt.
SKRANING OLVUNARTIL-
FELLA VERDIIEKIN UPP
EFTIRFÖR
Framhald af 1. síðu
verið að leita að henní, þegar
varðskipið kom að honum. Þess
má geta, að skömmu eftir aö
f varðskipið kom að togaranum,
I var kastaö út baufu, og er AI-
bert gerði mælingar á henni í
morgun, reyndist hún vera 2,6
mílur fyrir innan.
i Réttarhöld í máli Olsen,
munu fara fram á morgun.
Flóðbylgjan
Framhald sf I. siðu.
sem nýlega hafði verið keyrður
í hann. Meðfram strandlengjunni
neðan við þorpið er nokkuð hár
malarkambur, sem virkar að
nokkru leyti sem varnargarður.
Mun malarkambur þessi hafa lækk
að á löngu svæði er aldan æddi
yfir hann og sögðu sumir, að hann
hefði lækkað til muna á 700 m.
kafla.
Ekki varð neitt tjón á höfninni
né þeim mannvirkjum, sem henni
tilheyra. En mikil mannvirki eru
nú skemmd fyrir ofan hafnar-
garðinn vegna framkvæmdanna
við hann.
Reykjavík, 21. okt. EG
Dómsmálaráðherra. Bjarni Bene
diktsson, (S) mælti í dag í neðri
deild fyrir frumvarpí til laga um
meðferð ölvaðra mann og drykkju
sjúkra. í frumvarpi þessu eru ýmis
nýmæli, meðal annars er gert ráð
fyrir því, að tekin verði upp ná-
kvæm skráning ölvunartilfella, og
að stofnaður verð; sérstakur sjóð-
ur, gæziuvistarsjóður, sem fái til
umráða 7,5 miiljónir króna af á-
góða áfengisverzlunar ríkisins.
Hlutverk sjóðsins er fyrst og
fremst að standa undir kostnaði
við framkvæmd laganna, og auka
og reisa stofnanir. sem gert er
ráð fyrir í lögunum.
Lagafrumvarp þetta var lagt
fram á síðasta þingi, en varð þá
ekki útrætt. Dómsmálaráðherra,
sagði meðal annars, er hann fylgdi <
frumvarpinu úr hlaði, að helztu
breytingar, sem það gerði ráð fyr-
ir væru, skráning ölvunartilfella,
sem talin væri nauðsynleg til að
fá betra yfiriit yfir, að kostnaður-
inn við meðferð drykkjusjúklinga
yrði greiddur á sama hátt og ann-
ar sjúkrakostnaður. Nú er gert ráð
fyrir mun meira fé til þessara
mála en nú væri, eða fimm millj-
ónum hærri upphæð, en nú. Ráð-
herran gat þess í ræðu sinni, að
felld hefðu verið niður í frumvarp
inu ákvæðin um, að Kleppsspital-
inn hefði yfirsjón þessara mála,
þar eð það hefði ekki þótt heppi-
legt. Tveir aðrir aðilar, hefðu nú
með höndum lækningar drykkju-
sjúkra, en það væru Áfengisvarna-
og Bláa Bandið. Kleppsspítalinn
hefði tekið við þeirri starfsemi er
Bláa Bandið hélt uppi í tveim
húsum við Flókagötu, ennfremur
hefði spítalinn á sínum snærum
drykkjumannaheimilin í Gunmrs-
holti og við Úlfarsá. Kvað hann
alls ekkí ætlast til, að ríkið heCði
hér neina einokun á þessum mál-
um, og hefðu bví ákvæðin um yfir-
stjórn Kleppsspítalans verið felld
niður.
Máiinu var síðan vísað tii 2. um-
ræðu og heilbrigðis- og félags-
málanefndar.
Oullfaxi Eenti
i fuglanopi
Isafirði, 21. okt. — BS-HP.
í gærdag kl. 12,30 varð GulL-
faxi, Viscount Flugfélags íslands,
fyrir verulegum skemmdum í
Icndingu á ísafirði. Gullfaxi var í
aðflugi og áformaði að lenda út
brautina. Er vélin var yfir innri
enda flugbrautarinnar, sá flug-
maðurinn mikinn mávabóp yfir
hlíðinni hægra megin við braut-
ina. Ilætti hann þá við lending-
una og ætLaði að freista þess að
komast framhjá mávahópnum
með því að hefja vélina upp fyrir
hann, en lenti ofarlega í mávagcr-
inu. Margir fuglar skullu á vél-
inni með þeim afleiðingum, að
nef vélarinnar og vinstri vængur
dældaðist töluvert, auk þess sem
vinstri vængurinn rifnaði nokkuð
utan til við mótorinn.
Vélin lenti skömmu síðar, og
gekk lendingin ágætlega. Loft-
ferðareftirlitið heimilaði að fljúga
Gullfaxa suður án farþega, en far
þegar suður voru svo margir, að
hvert sæti vélarinnar hefði verið
skipað. Síðar um daginn sendi
Flugfélagið Douglasvél að sækja
farþegana. Hér er um mikið fjár-
hagslegt tjón að ræða fyrir Flug-
félagið. Auk viðgerðarkostnaðar,
hlýzt tjón af því, að Gullfaxi getur
ekki gegnt áætlunarflugi næstu
daga. Átti hann t. d. að fara til
útlanda í morgun.
Mikil mávamergð heldur sig oft
í nánd við flugvöllinn, og er fyr-
irsjáanlegt, að gera þarf sérstakar
ráðstafanir gegn þ'eim. Þeir halda
sig einkum í hlíðinni ofan við
brautina. Á sumrin halda Dougl-
asvélar daglega uppi áætlunarflugi
hingað, en fimm daga í viku vetr-
armánuðina. Mávarnir eru orðnir
: svo vanir vélarhljóðinu í Dougl-
| asvélunum, að þeh’ sitja að mcstu
kyrrir, þótt þær fljúgi yfir. Aftur
á móti styggjast þeir og fljúga
gjarnan upp við vélargný Viscount
vélanna sem hingað koma stöku
sinnum.
Lækkun kosn-
ingaaldurs
Alþýðuflokkurinn hefur haft
það á stefnuskrá sinni um skeið
að lækka beri kosningaaldur í
landinu niður í 18 ár. Vill flokk
urinn með þessu sýna æskunni
traust og að breyttir þjóðfél-
agshættir liafa skapað breytt
viðhorf í þessum málum.
Æska landsins býr nú gott
atlæti og á kost víðtækari
menntunar, en dæmi eru til áð-
ur. Alþýðuflokkurinn er því
þeirrar skoðunar að æskan,
sé þess nú megnug, að taka
fyrr þátt í ákvörðunum, sem
varða stjórn landsins.
Á æskulýðssíðu Morgun-
blaðsins síðastliðinn sunnudag.
segir frá ráðstefnu um æsku-
lýðmál sem nýlega var haldin í
Danmörku. Segir þar orðrétt:
„Þá var það allmikið rætt á
ráðstefnunni, að nauðsyn bæri
til að veita æskufólki aukin
þjóðfélagsréttindi, t.d. með
lækkun kosningaaldurs. Slíkt
væri líklegt til að auka ábyrgð
unglinga, þeir kæmust fyrr í
tölu ábyrgra þjóðfélagsþegna
og því væri auðveldara að
leggja á æskufólkið vissar
skyldur, sem hvíla á öðrum
þjóðfélagsborgurum.“
Af þessu má ráða, að lækk-
un kosningaaldurs, er víðar til
umræðu en hér. Eru nú uppi
háværar raddir um það í mörg-
um löndum, að kosningaaldur
skuli lækkaður í 18 ár.
Alþýðuflokkurinn varð íyrst-
ur íslenzkra stjórnmálaflokka
til að setja þessa kröfu fram, og
sýna með henni hug einn til
íslenzkrar æsku. Þetta er ekki
í fyrsta skipti, sem Alþýðuflokk
urinn beitir sér fyrir lækkun
kosningaaldurs, því flokkurinn
barðist fyrir því á sínum tíma,
að kosningaaldur yrði lækkað-
ur í 21 ár. Alþýðuflokksmenn
eru sannfærðir um, að þetta
mál muni ná fram að gauga
innan tíðar.
Slys og aukin
umferð
Menningarsamtök háskóla-
manna hafa sent frá sér álykt-
un um öryggismál barna og
unglinga. Þessi mál hafa verið
ofarlega í hugum flestra und-
anfarið vegna tíðra slysa og
stóraukinnar umferðar á götum
borgarinnar.
Réttilega er á það bent í á-
lyktuninní að herða beri á þeim
kröfum, sem nú eru gerðar til
þess að menn geti öðlast öku-
réttindi. Öllum réttindum
fylgja skyldur, og séu þær
skyldur ekki virtar varðar það
í mörgum tilfellum í’éttinda-
missi. Þegar menn öðlast rétt
til að aka bifreið fá þeh’ um
leið vald á lífi og limum sam-
borgara sinna. Það er ekki öku-
maðurinn einn og farþegar
hans. sem «ru í hættu ef eitt-
hvað ber út af, heldur og allt
og allir í grennd við ökutækið.
Ber því að herða mjög þær
kröfur sem gerðar eru til verð-
andi ökumanna.
Ökuleyfis-
sviptingar
Síðustu ár hefur lögreglan
nokkuð farið inn á þær brautir
að svipta menn ökuréttindum
um stundarsakir fyrir gróf
brot. Þetta er tvímælalaust rétt
leið, en ekki hefur verið nóg af
þessu gert. Sæmilega efnaða
mann munar lítið um að
greiða 1000—1500 krónu sekt
fyrir brot á umferðalögunum,
og sú greiðsla gleymist fljótt.
Mánaðarsvipting ökuleyfis
mundi hafa margfalt meiri á-
hrif en sektargreiðsla. Þá má
og benda á að erlendis tíðkast
siíkar sviptingar mjög, til dæm
ig sem viðurlög við brotum á
löggjöf um hámarkshraða.
Kurteisi,
gætni og lipurð
Umferðin hér í borginni er
orðin geigvænlega mikil, og á-
standið versnar með hverjum
deginum sem líður. Blöðin
flytja daglega slysafréttir og
oft eru það ung börn, sem slys,-
in henda. Það verður aldrei nóg
samlega brýnt fyrir foreldrum
og öðrum uppalendum, að
kenna börnum sínum að var-
ast hætturnar í umferðinni og
gæta sín.
Ekki verður í einni svipan
ráðin bót á því ófremdarástandi
sem nú ríkir í þessum málum.
Þar þarf sameinað átak allra að
koma til. Hver einasti ökumað-
ur og hver einasti fótgangandi
vegfarandi verður að gera sitt
til úrbóta. Með því að sýna
kurteisi, gætni og lipurð, má
mikið bæta.
eiYBJAVÍG
Frönsku
grænmetis-
kvarnirnar
komnar aftur.
iLZ
S
isnaenjf
BmiJAVf 0
Útidyraskrár
Innidyraskrár
Lamir
Skáphöldur
Skápsmellur
Skápsmellulásar
Hurffapumpur
Skothurffajárn
Saumur
Rúffugler
Tréskrúfur
Handverkfæri
og m. fl.
iZ.
s
Wea&tmaenj
R ( V H J A V i B
Búsáhöld
í fjölbreyttu úrvali.
Nýjar vörur berast
daglega.
IMWWIMWVWMitWWWWWIWIMWIHWWMMMWMMWWMtMMIWWWWIWWWWMMIWMWWWMWMMMMWWW*1
Einangrunargler
Framleitt einungis úr úrvaíM
gleri, — 5 ára ábyrgð.
Pantiff tímanlega.
Korkiðjan h.f.
Skúlagötu 57. — Sími 2320C
SMURI BRAUÐ
Snittur.
Opiff frá kl. 9—23.30.
Sími 16012
Brauðstofan
Vesturgötu 25.
TECTYL
ryðvöm.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. okt. 1963 5