Alþýðublaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 9
RAGNARLÁK :baer með hlöðnum steinveggjum og torfþaki. Baerinn er fallegur og vel hirtur, enda býr alþingis- maður í honum. Þessi alþingis- maður heitir Eðvard Sigurðsson. Samkvæmt upplýsingum hans, var bærinn byggður haustið 1918, en þá var mikil húsnæðisekla hér í Reykjavík og leyfði því bæjar- stjórnin byggingu nokkurra svona bæja. — Það mætti kalla þetta smá- íbúðir þeirra tíma, sagði Eðvard. Þetta er eini bærinn sem eftir stendur af þeim þrem eða fjór- um, sem byggðir voru. Jú, þetta er ágætt hús, en auðvitað lítið og samsvarar ekki kröfum tímans. Það verður sannarlega sjónar- sviptir af þessu húsi ef það hverf- ur, þó ekki sé hátt á því risið. — Þetta er falíegur bær og væri ósk- andi, að borgaryfirvöldin varð- veittu þennan fulltrúa eftirstríðs- áranna fyrri. Það væri reyndar ekki úr vegi að minnast á framkvæmdir borg- arinnar, í sambandi við varð- veizlu gamalla og merkra húsa. Þar hefur svo sannarlega verið gert ýmislegt sem virðingar er vert. Uppi við Árbæ er nú skipu- lagt svæði, þar sem gömlum og merkilegum húsum hefur verið valinn staður og nú þegar eru komin þangað nokkur hús. Þar getur að líta Smiðhús, sem áður stóð við Hótel Borg, og var byggt 1820. Dillonshús sem byggt var kringum 1835 og stóð við Suð- urgötu 2, í Reykiavík, en í því húsi bjuggu margir frægir menn og þar á meðal Jónas skáld Hallgrímsson. í Dillonshúsi er nú veitt kaffi þeg- ar safnið er opið. Við Árbæ stend- ur líka lítil og falleg torfkirkja, sem flutt var frá Silfurstöðum í Skagafirði. Þessi litla torfkirkja var upphaflega bygað árið 1842 en endurreist árið 1960. Ekki má gleyma að minnst á Árbæ siálfan en hann var byggður fyrir a'damót Það verður gaman og fróðlegt fyrir eftirkomendur okkur að skoða þessi gömlu hús. Máske verður þeim svipað inn- anbrjósts og stráknum, sem send- ur var til ömmu sinnar norður í land, en hún bjó í litlum torfbæ. Stráksi var alinn upp í stóru steinhúsi og Þótti því að vonum heldur lítið til torfbæjarins koma. Þegar hann var háttaður fyrsta kvöldið sem hann dvaldi hjá ömmu, gat hann ekki orða bund- ist, en leit upp í skarsúðina og sagði: — Iss, þetta er bara spýtukofi. MYNDIRNAR: 1) Þetta hús stendur inni í Blesugróf og er án efa eitt sérkennilegasta hús í Reykjavík og jafnvel þótt víðar væri Ieitað. 2) Hann er að brynna kindunum sínum, gamli maðurinn. Hann er einn af þeim, sem eiga kindur í kofa inni í Fjárborg, en sú borg er eitt af úthverfum Reykjavíkur. 3) í þessu húsi býr Eðvarð Sigurðsson, alþingis- maður. 4) Þetta er falið í horninu bak við Sambands- verkstæðið. 5) Og þetta er pósthúsið í Blesugrófinni. TIL SÖLU Ford árgerð 1937 (Pik-up) Mercedes-Benz Díselvörubifreið árgerð 1955 (ákeyrð). Grjótvagn (Dumtor) með G.M.C, Díselvél 4-71. Upplýsingar í Áhaldahúsi Kópavogs, við Kársnesbraut. Sími 10717 (41576). Tilbob óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða sýndar í Rauðarárporti- fimmtudaginn 24. þ. m. kl. 1 til 3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. Gæzlumaður óskast Gæzlumaður á næturvakt óskast að Flókadeildinni, Flóka- götu 29. og 31. frá næstkomandi mánaðarmótum. Laun sam kvæmt launakjörum opinberra starfsmanna. Upplýsingar gefur forstöðukonan í síma 16630 milli kl. 1 og 5 síðdegis. Reykjavík, 22. október 1963. Skrifstofa ríkisspítalanna. Tónlistarskóli Kópavogs Innritun fer fram í Félagsheimili Kópavogs miðvikud. 23. og fimmtud. 24. okt. kl. 5 — 7 báða dagana. Nemendur hafið stundaskrána með ykkur. Skólast jórinn. Staða SKRIFSTOFUSTJÓRA BORGARVERKFRÆÐINGS er laus til umsóknar. Laun eru samkv. 25. flokki kjara- samnings borgarstarfsmanna. Umsóknum með upplýsingum um menntun og starfs- reynslu skal skilað í skrifstofu borgarverkfræðings, Skúla- túni 2, eigi síðar en 31. okt. nk. Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík. BARNALJÓSMYNDASTOFAN er flutt að Grettisgötu 2, 2. hæð. Myndatökupantanir í síma 15905. Barnaljósmyndastofan, Grettisgötu 2, II hæð. Auglýsingasímtnn er 14906 Áskriftarsíminn er 14901 ALÞYÐUBLAÐtO — 23. okt. 1963 9

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.