Alþýðublaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 23.10.1963, Blaðsíða 15
göngu fyrir plöntur og blóm . . . og svo líka skordýr. Hann skipti um umræðuefni. — Hefur þú talað við Fylgiu, spurði hann. — Já, ég hringdi til hennar, þegar ég fékk fréttirnar um lát ömmu. Hann leit til mín: — Veiztu iivernig hún tók þessu með arf inn . . .? — Nei . . . — Ég held, að ég ætti að að vara þig; Fylgia er öskureið, og afar móðgug vegna erfðaskrár- innar. — Ég skil það ósköp vel, sagði ég. — En það er ekki það versta, Elsbeth. Það versta er, að allt fólk hér um slóðir er sárreitt fyr ir hönd Fylgiu. Það bjuggust all ir við, að hún fengi Nohrsetur, ekki þú. Þú mátt ekki búast við alltof hjartanlegum móttökum. — Ég verð að taka því, sem að höndum ber, sagði ég. Mér finnst líka, að amma hafi ver- ið óréttlát. En það er ef til vill liægt að bæta dálítið úr því. Henrik beygði upp að trjágöng unum að Nohrsetri. Hvíta bygg ingin var töfrandi fögur í tungl skininu, umkringd háum álm- trjám. Ég hélt niðri í mér andanum. Mótttökurnar skiptu mig engu máli. Ég var ör af hamingju, þar sem ég sat í bílnum, og nálg aðist bernskuheimili mitt. Allt var nákvæmlega eins og ég hafði geymt það í minning- unni, hinar tvær, lágu álmur, þaktar vínviðri, háu, hvítu hlið stólparnir, grasvöllurinn fyrir framan húsið, allt var eins og áður. Búgarðurinn minn! — Heim- ili mitt! Hendrik staðnæmdist við tröppurnar, og þeytti liornið, en enginn kom til að taka á móti mér. Það var ekki fyrr en við höfðum stigið út úr bifreiðinni, að Fylgia birtist. Hún var svartklædd. Ég átti bágt með að þekkja hana aftur. Auðvitað hafði hún líka breytzt mikið, á öllum þessum árum. Hún var orðin regluleg fegurð- ardís, há og grannvaxin, með undur fagurt andlit. — Fylgia, hrópaði ég, og hljóp til móts við hana. Mig langaði til að faðma hana að mér, en ég hætti við það. Ég rétti henni höndina. — Velkomin, sagði liún lágt, án þess að líta í augu mér. Hún leit brosandi til Henriks: . — Gott kvöld, Hcnrik, sagði hún og gekk til móts við liann. Ókst þú Elsbeth hingað? Þú kemur svo sjaldan . . . Ég sagði henni, að leigubíll- inn hefði bilað, en hún hlustaði ekki á mig. — Komdu inn, Henrik, sagði hún. Komdu og fáðu þér te, eða glas með okkur. — Nei takk, ekki í kvöld, sagði Henrik. Ég verð að flýta mér heim, ég hef mikið að gera. — Þú kemnr þá cíitthvert kvöldið, sagði Fylgia vonsvikin. —= Já, þakka þér- fyrir, gjarn an. Hann steig upp' í bifreiðina. Hann brosti til min, veifaði okk ur, óg ók á brott. Ég fann til ó- þæginda . . . hann hafði 'stöð- ugt horft á mig, það var ég, sem liann hafði áhuga á. Þetta var kannske ímyndun . . . nei, ég var alveg viss. Það var heldur ekki beinlínis ég, sem hafði vak ið áhuga hans . . . það var rauða hárið á mér. Ungur maður kom gangandi yf ir flötina og tók við farangri mínum. Ég sá strax, að hann var tatari. Það var heldur ekki svo undarlegt, á þessum slóðum var mikið um tatara. — Tajt, sagði Fylgia. Þetta er ungfrú Nohr, erfiginn að Nohrsetri. Rödd hennar var nöpur og hæðnisleg, og mér geðjaðist ekki að því. — Gott kvöld, Tajt, sagði ég. — Gott kvöld. svaraði hann. Þetta var undarlegur piltur. Hann var klæddur svörtum, víð um buxum, hvítum strigaskóm, gulri skyrtu, og með slifurhring 3 í öðrum eyranu. — Þú ert sennilega svöng eft- ir ferðina, sagði Fylgia. Við vor- urn á leið upp tröppurnar. — Nei, sagði ég, ég er bara þreytt. — X3ú villt kannske fara strax að hátta? — Já, ég held það. Mig lang ar bara til að hitta Maju fyrst. — Maja vinnur ekki hér leng ur, sagði Fylgia. Hún er orðin gömul, og lítið gagn í henni. Hún er sennilega orðin 82 ára. — En hún býr hér, er það ekki? — Nei, þau hjónin búa uppi í Strandstof; þú mannst eftir henni? Ég settist á gamla leðurlegu- bekkinn í anddyrinu. Fylgia fékk sér vindling. — Það er margt, sem við þurf um að ræða um, Fylgia, sagði ég. En við látum það biða til morg uns. — Eins og þú vilt, sagði Fylgia kuldaleg. Ég hef útbúið herbergið hennar ömmu lianda þér. Ég átti bágt með að stilla mig. Eftir öll þessi ár, var ég nú aftur komin á bernskuheimili mitt, mitt eigið heimili; herra- garð með ótal herbergjum, og svo ætlaðist Fylgia til, að ég byggi í herbergi ömmu! — Já, sagði Fylgia, hin her- bergin eru svo sem ekkert til að státa af lengur. I'að hefur eng- inn búið í eystri álmunni, síðan þú og foreldra þínir bjuggu þar, og vestur álman er afar hörlega. Amma var mjög sparsömð síð- ustu árin, sem hún lifði. — Jæja, sagði ég, verð þá að sofa í ömmu herbergj í nótt En áður en ég fer að sofa, lang ar mig til að segja þér, Fylgia, að mér finnst amma hafa komið illa fram við þig. — Jæja, finnst þér það, svar- aði hún. — Já, sagði ég. Þú átt full- an rétt á hlutdeild í arfinum, en við getum talað betur um það á morgun. Ég ætla að biðja lög- fræðingana um að sjá um það. Ég var furðu lostin yfir svipn- um, sem kom á hana. Það var sigurbros á andliti hennar! Ekki minnsti vottur um þakklæti, bara þetta sigrihrósandi bros. Ég minntist atburðar frá bernsku árunum. Það var sumardagur, og við vorum að leika okkur í garð inum. Ég held, að það hafi ver- ið árið áður en ég flutti frá Nohrsetri. Kona nokkur gekk fram hjá okkur, þar sem við sátum með brúðurnar okkar. Hún sagði eitthvað vingjarnlega við mig, eitthvað um, að brúð- urnar mínar væru svo fallegar. Hún leit ekki á Fylgiu. Fylgia varð óð af reiði. Strax og konan var farin, tók hún brúðurnar mjnar og reif þær í tætlur. Hún hló aðeins að mér. þegar ég grét. Og þá hafði ein- mitt þessi svipur verið á and- liti hennar. Ég fór til herbergis míns. Tajt hafði borið farangur minn þang að. Ég var gröm yfir því að þurfa að hafa þetta herbergi, og hét því, að það yrði aðeins í nótt. Ég horfði í kringum mig. Hér liafði amma ríkt. Hér hafði hún ekið um í hjólastólnum sínum, og lamið stafnum í gólfið. Hér hafði hún setið og háð styrjöld við allt og alla. Ekkert hafði breytzt hér á liðnum árum eama dökka veggfóðrið, sömu glugga- tjöldin, sömu þunglamalegu dökku húsgögnin. Allt var svo skuggalegt. Jafnvel hjólastóll- inn hennar stóð í einu horninu. Ég var svo þreytt, að ég gat varla hugað lengur. Mig langaði aðeins til að sofa. Skyndilega stirðaði ég upp. Það voru blóm á náttborðinu. Tvö, rauð blóm. Brúðarljós. ANNAR KAFLI. Næsta morgun vaknaði ég við að það var barið að dyrum. ~ Góðan dag, sagði stúlkan, ■ sem kom inn. Ég heiti Nanna. 1, Ég virti hana fyrir mér, og J fann að mér. mundi geðjast vel j að lienni. — Góðan dag, Nanna, svaraði | ég, og rétti henni höndina. Hún lagði frá sér bakka með •! morgunverði. — Nanna, sagði ég. Hver hef- J ur sett þessi blóm á náttborðið? j — Ég veit það ekki, sagði i hún, og augu hennar urðu stór i af undrun. Ég . . . ég skil þetta 'j ekki . . það var fjóluvöndur, sem .} ég setti á borðið. Það hefur ein- ! hver skipt um, vill ungfrúin að j ég taki þau? — Já, ef þú viITt gjöra svo vel. Ég klæddi mig í blússu og síð , buxur. — Nanna, sagði ég, mig lang- ar til að spyrja þig margs við- víkjandi Nohrsetri. Hverjir búa ' hér, hverjir vinna hér? — Það er ekki eins margt fólk ! hér núna og áður fyrr, sagði ' Nanna varlega. Það er jú ráðs- — Ég þarf að fá gert við þennan bangsa, mér er alveg samai hvað það kostar. 5 MI5T£R,X AM HI5 I PRtSS A6ENT...IF CLIPPGR IS PEAD, I'M OUT OP A JOB.. EUT X'M ALSO OUT A fRIEND-WHICH !S MUCH WOPSE' !F SOMETHINð HAS HAPPENED TO H!M VVE'LL EE OUT A -—•—r EUNPLE .r-f MEANWH V£ » fKS CONTlNUED ABSENCE Of CLIPPER DELANE EVOfcES VARIED REACTIONS... HM-M-M! SHF. REALLY WAS OOIN'TO THE UNI- ■ VERSITY LIBRARy... 3 I CUESS I'M A MEAN " Lj« OL'SNOOPJ Jiflí SAVlN SHE WA5 COIN'TO THE UBRARy SOUNDEP MOSTMIðHry vr Plstiy... v ’ X ÍHOULDN'T ™ HAVE POLLOWED K/VrE, but i cAki't- HELP THINNIN' SHP KN0W5 SOME-' THiN'ABOUr CUPPER T ÞEtANEÍ vT WHICH CARRIES MOSTOFCUP- PER DELANE'S COVERASE nfl I'M FROMTHE INSURANCE COM- —{ PANy... ; — Eg hefði ekki átt að vera að elta hana, en mér finnsl endilega, að hún viti meira en hún vill vera láta um Clipper Delane. Það var dálítið skrítið, að hún skyldi segj- ast ætía á bókasafnið. — Svo hún fór þá á bókasafnið. Ég ætti ekki að vera að njósna um hana. Á meffan: Ýmsir hafa nú áhyggjur vegna Clippers Delane. — Ég er frá tryggingafé- laginu, þar sem Clipper Delane er tryggð- ur. Við verðum af með mikið fé, ef eitthvað hefur hent hann. — Ég er blaðafulltrúi hans. Sé Clippe* dáinn, þá er cg búinn að missa starfið, svfc erum við góðir vinir, og það gerir þetts enn verra. I ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. okt. 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.