Alþýðublaðið - 19.11.1963, Síða 7

Alþýðublaðið - 19.11.1963, Síða 7
f Drykkjuskap- ur unglinga í Hlégaröi Er ég las í Vísi fyrir nokkru að margir unglingar hefðu verið hand .íárnaðir og fluttir drukknir frá Hlégarði, var ekki laust við að ég skammaðist mín fyrir að vera Mos fellingur. En ég huggaði mig við að vera ekki einn af forráðamönn um sveitarinnar, sem láta unglinga fyllirí líðast í Hlégarði. Það hefur verið fundið að þessu áður í blaðagrein en að engu haft. Þegar fyrri heimsstyrjöldin geys- aði, var það haft eftir kerlingu einni hér á landi, að ekki mundu þeir hætta hildarleiknum fyrr en einhver yrði drepinn, en það hafa þegar orðið tvö dauðsföll á Mos- fellssveitarveginum. Ég ætla nú í sluttu máli að gefa les endum yfirlit yfir þessar unglinga skemmtanir í Hlégarði. Þar (>ru hafðir fjórir lögregluþjónar við dyravörzlu og einn maður á salern inu til þess að allt sé ekkj brotið niður þar inni. Við innganginn er leitað á öllum og vin tekið ef það finnst, en þó tekst sumum að koma víni inn, eftir leiðum sem ég ætla ekki að nefna. Einnig hafa unglingarnir tekið það ráð að hella víninu í sig, áður en þeir fara inn í húsið og afleiðingarnar geta menn gert sér í hugarlund. Oft hef ég séð drykkjudauða unglinga inni á Hlégarði og einig í fórum lögreglunnar. Þeir sem aðallega standa að þessum „hugguiegu" samkomum eru húsráð og Ungmennafélagiö, sem nefnir sig öðru nafni „æsku- lýðsleiðtoga“. Það hefur oft verið sagt að Mosfellssveit væri vel stæð sveit og Hlégarður kostaði okkur ekki meira en gott einbýlishús kost ar nú, eða nánar til tekið 1400 þús und með öllum útbúnaði. En þegar öllu er á botnin hvolft þá munu það vera hljómsveitar- menn sem mestan hafa ágóðaun. Þetta stafar meðal annars af því, að þó að miðasala sé staðsett innan húss, þá eru miðar einnig seldir utanhúss. Þar af leiðir að fleiri fara út úr hú&inu en lögleg tala miða segir til um. Hér í sveit mun vera til ný- stofnað æskulýðsráð og ennfrera- ur mun vera til áfengisvarnarnefnd í sveitinni, svo margt er nú til í matinn. Það ætti að vera aðalhlutverk þessara aöila að þeir hreinsi sveit ina af þessum ófögnuði og láti um rædda atburði ekki endurtaka sig. Fyrir náð og miskunn fékk néfnd sú er sér um liin árlegu hjónaböll sveitarinnar húsið leigt eitt kvöld, eða nánar til tekið 2. nóv. sl. og þá þurfti engan Iög- regluþjón, eða salernisvörð, enda hafa þessar skemmtanir ætíð farið vel fram, í þetta sinn sem encílra nær. — Ó.G. VÖLD Framhald af 3. síðu. í Þjóðvarðarliðinu eru nú um 40 þús. menn. í dag var stöðugt útvarpað áskorunum til meðlima þess að afhenda vopn sín. Heryfir- völd munu hafa gert mikinn hluta avMIIIIIIIIIIII 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 miiitiiiiiiimi3iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.iiitiiiiimiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|iii|||||||,|l,l,,l,IH|IIIIIIIIIII||l||||||||||m: ! C i r Að þessu sinni verður bíla- þótturinn að mestu, sundur- lausir þankar og ferðasögubrot. Vikuna, sem prentaraverkfall ið stóð yfir, dvaldi ég í Luxem burg og Þýzkalandi ásamt íleir um íslenzkum fréttamönnum í boði Loftleiða. Þessi þáttur verður helgaður því sem ég sá og kynntist af umferðinni í þessum tveim löndum. í Luxemburg er mikið af bíl um. Mest ber á frönskum og þýzkum. Þau sérkennilegu lög eru við lýði þar í landi, að hraða takmarkanir á þjóvegum eru engar. í bæjum og þorpum má hins vegar hvergi aka hraðar en á 60 km. hraða á klst. Ekki virðist þetta þó hafa í för með sé að þarna sé yfirleitt ekið hraðar en annars staðar á meg- inlandinu. Hvað umferðarslys- um og árekstrum viðkemur, þá er Luxemburg fjórða hæsta landið í Evrópu að tiltölu, mið- að við bíla og íbúafjölda. Ekki segir þessi tala þó allt í þessu sambandi. Hún er ef til vill svona há vegna þess, að í Lux emburg er lögreglan kölluð á vettvang jafnvel þegar minnsti árekstur verður, Þess má geta að í Frakklandi komast ekki aðrir árekstrar á lögregluskýrsl ur, en þeir, þar sem siys verða á mönnum. Mjög ströng viður lög liggja við því að kalla ekki á lögregluna, ef árekstur ber að höndum í Luxemburg. Það er eitt athyglisvert í þessu sambandi hjá Luxemborg urum. Verði ökumanni það á, að aka á dýr, er sökin ævinlega hans. Ef dýrið er hæft til mann eldis, er það selt og andvirði ER þa'ð nema von að slys vcrði í umferðinni, þeg ar menn aka eins og ökumaður Opel bílsins gcrir og við sjáum hér á myndinni. Hvað honum gengu r til og hvaðan hann er að koma er ckki gott að segja. Með ökulagi sínu sýnir hann þó eitt af tvennu: Fáheyrða ósvífni, eða óverjaniega fá- fræði um umferðarreglur. Það er ekki nóg að k imna að aka bíl, heldiu: verður að þekkja um- ferðarreglurnar til hlítar, og fara eftir þeim. Frá Frankfurt ókum við aft ur til Luxemborgar, í sérstök- um áætlunarvagni, sem Loft- leiðir bafa í förum milli þessara tveggja staða. Fróðlegt var að fylgjast með umferðinni á þýzku þjóðvegunum (Auto- bahn). Allir voru þeir tvískipt ir og tvær eða þrjár akreina? í hvora átt. Vonandi eigum við íslendinga með tíð og tíma eft Sr að eignast jafnfullkomna þjóðvegi. Lýkur svo þessum sundur- lausu ferðaþönkum. — EG Myndin er tekin fyrir utan Goethe húsið í F rankfurt. Þessir bílar standa ólöglega uppi á gangstétt. Svo sem 40 metrum neðar í götunni eru bílastæði leyfð á gangstéttmn, því umferðar- þrengsli eru gífurleg í Frankfurt. þess látið reima fátækum til framdráttar. Rétt er að bæta því við í sambandi við það sem á undan er eagt, að mjög strangar reglur gilda um það ef slys hendir ökumann og hann hefur ekið það hratt, að hann hefur ekki getað stanzað í tæka tíð. Skiptir þar engu hvort han nhefur ekið á 15 km. hraða eða 150 km. hraða. í Luxemburg sá ég á einum stað nýjung, sem ég hef ekki séð áður. Við T-gatnamót cin í borginni var komið fyrir speglum á húsinu sem blasti við ökumanni þegar ekið var að þvergötunni. Speglarnir sýndu vel umferðina úr báðum áttum. Eiþfal<[, en þægilegt hjálpartæki. Þá er bezt að víkja nokkrum orðum að umferðinni í Frank- furt í Þýzkalandi, því litla sem ég sá og kynntist af henni með an ég dvaldi þar. í Frankfurt er gífurleg bíla- mergð, og sjálfsagt eru þar 80-90% bílanna þýzkir. Þótt umferðin í Frankfurt sé mikil þá virtist mér hún hvergi nærri eins „gróf“ og umferðin í Par ís eða New York svo tvær aðr ar stórborgir séu nefndar. Bílaeigendur í Frankfurt eiga við sama vandamálið að etja og bílaeigendur í öðrum stói- borgum, nefnilega að finna bílastæði. A hverju ári eru byggð í Frankfurt 3-4 bíla- geymsluhús, sem rúma 1000- 1400 bíla hvert. Samt sér ekki högg á vatni og bílastæði finn ast ekki nema langar leiðir frá þeim stað sem leiðin liggur til Sums staðar í borginni hefur verið farið inn á þá braut að leyfa bíiastæði á gangstéttum. Það hefur auðvitað haft það í för með sér að víða er bílum lagt upp á gangstéttum hvort sem það er þar leyfilegt eður ei. Myndin sem hér ftrlgir með er tekin fyrir utan Goethe-hús ið í Fraakfurt. Þessir bílar standa ólö^ega uppi á^angstétt inni, en svf sem 40 m^gM^icð ar í götuMjgru bílastflí^Ivfð á gangstMÉfhi. Á hverjum degi bætast 3000 bílar í bílaflota Vestur-Þjóð- verja. Þótt allmargir bílar loggi upp laupana á degi hverj um þá er fjölgunin alla vega gífurleg. 3 Frankfurt er nú unnið að-" því að byggja neðanjarðar- braut, sem tilbúin á að vera eftir átta ár. Nokkur styrr hef ur staðið um það fyrirtæki, en flestir vonast þó til að tilkoma neðanjarðarbrautarinnar verði til að létta einhverju af hinum milda umferðarþunga borgar- innar. iiiiiiiiii lllllll•ll>llllll•llll•lllllllllllllllll■llllll•■lllll■ll••■•■••ll■••*•l>l i|iiiiim|i.''Iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii||iiiiimiiiM*iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii"IIMi>ii*"i>i*iii*'i>*|II|1' iiiiiiiumi irO 3 3 r jí :5 a jgf f I jíf ;;; :r | :: 1 s | !i I vopnanna upptækan í vopna- geymslum. En óbreyttir borgarar munu hafa komizt yfir talsvert magn vopna. Síðdegis í dag sendi Aref for- seti út dagskipun, þar sem hann þakkaði hernum fyrir frækilega framkomu og hét öllum óbreytt- um hermönnum aukagreiðslu, sem næmu hálfum daglaunum. Aref var einn nánasti samstarfs- maður Kassems einræðislierra, sem korast til valda í byltiugunni 1958. En brátt slettist upp á vin- skapinn og Kassem lét handtaka Aref. Hann var dreginn fyrir rétt og dæmdur til dauða, en dóminum var breytt í ævilangt fangelsi. Að um tveim árum liðnum var hann látinn laus. Hann hafðj hægt um sig þar til hann tók að skipu- leggja by.ltinguna gegn Kassem. Þessi bylting var gerð í febrúar í ár og voru Kassem hershöfðingi og nánustu samstarfsmenn han» myrtir. Síðan hin mislveppnaða bylting- artilraun var gerð 13. nóv. hefur verið háð mikii barátta um völdia í írak. Um helgina voru ráðherrar i þeir, sem stjómuðu valdahópurai látnir víkja úr stöðum sínum. 1.;i j ;V. _ ALÞÝÐUBLAÐtÐ — 19. nóv. 1963 y

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.