Alþýðublaðið - 19.11.1963, Side 11

Alþýðublaðið - 19.11.1963, Side 11
KÖRFUKNATTLEIKSMÓT REYKJAVÍKUR: IR og KR höfbu yfirburði í mfl. MEISTARAMÓT Reykjavíkur í körfuknattleik hófst að Háloga- laudi á laugardagskvöld, en þau félög borgarinnar, sem leggja stund á körfuknattleik eiga lið í mótinu. Félögin eru, íþróttafélag Rvíkur, Glímufél. Ármann, Knattspyrnu- félag Rvíkur og Körfuknattleiks- Télag Reykjavíkur. ★ YFIRBURÐIR. f meistaraflokki karla fóru fram tveir leikir á sunnudagskvöld, KR gjörsigraði KRF með 106 stig- um gegn 59 og ÍR Ármann með 75 stigum gegn 43. Eftir þessum úr- slitum að dæma virðist augljóst, að baráttan um Reykjavíkurmeist- aratitilinn muni standa milli KR og ÍR, en bæði liðin eiga mjög góðum liðum á að skipa. ★ EFNILEGT LIÐ KR-INGA. KR-ingar höfðu yfirburði gegn KFR frá upphafi, liðið er skipað ungum vaxandi leikmönnvun, sem taka íþrótt sína alvarlega og fé- lagið þarf sannarlega ekki að kvíða framtíðinni, hvað varðar körfu- knattleikinn. Mesta athygli vakti Gunnar Gunnarsson, sem skoraði hvorki meira né minna en 42 stig í leiknum. Einnig sýndi Kölbeinn Pálsson frábæran leik, þó ekki skor aði hann eins mörg stig og félagi hans. KR-liðið leikur hratt og skemmtilega, en það sem helzt stendur liðinu fyrir þrifum er, að leikmennirnir eru ekki nægilega hávaxnir. Kolbeinn Pálsson, KR. ★ LÉLEGT KFR-LIÐ. Hið ágæta félag, KFR, er ekki vel á vegi statt, sömu mennirnir hafa leikið í meistaraflokki félags- ins ár eftir ár og engir yngri menn fyllt í skörðin. Þetta er mjög al- varlegt fyrir félagið og reyndar körfuknattleikinn í heild, því fé- lögin mega vart færri vera, til þess að hægt sé að halda mót. Við skulum vona, að úr rætist og stjórn félagsins fari að hugsa meira um yngri flokkana. ★ STERKIR ÍR-INGAR. Búizt var við, að leikur ÍR og Ármanns yrði jafnari, en það fór á annan veg. Ármenningar héldu í við ÍR-inga framan af, en undir lokin tóku ÍR leikinn í sínar hend- ur og hafði yfirburði. Það veikti að sjálfsögðu lið Ármanns, að þá vantaði hinn snjalla leikmann — Birgi Ö. Birgis, sem meiddist á æf- ingu nýlega. Þorsteinn Hallgríms- son og Agnar Friðriksson áttu góðan leik og hinir yngri leikmenn ÍR-liðsins, sem nú eru farnir að leika með meistaraflokki, — falla* mjög vel hin í liðið. Nokkrir leikir voru háðir í yngri flokkunum og urðu úrslit þeirra sem hér segir: í 3. flokki vann ÍR KR með 46 gegn 8. Ár- mann vann KFR með 31 gegn 25 og KR ÍR (B) með 21 gegn 15. Loks gjörsigraði IR Ármann í 2. flokki karla með 80 gegn 17. Gunnar Gunnarssou, KR, skorar í leiknum gegn KFR. Teka íslenzkir körfuknattleiks- menn þátt í undan- keppni OL? ÁRSÞING Körfuknattleikssam- bands íslands fór fram á sunnu- daginn í KR-heimilinu við Kapla- skjólsveg. Bogi Þorsteinsson, for- maður sambandsins setti þingið og flutti skýrslu stjórnar, en hún sýndi mjög umfangsmikið starf KKÍ sl. starfsár. Bogi Þorsteinsson var endur- kjörinn foi-maður sambandsins, en með honum í stjórn voru kjörn- ir: Magnús Björnsson, Einar Ól- afsson, Gunnar Ásgeirsson, Gunn- ar Petersen, Halldór Sigurðsson , og Ingi Þór Steíánsson. í vara- stjórn eru Þorsteinn Hallgríms- i son og Axel Þórarinsson, Borgar- nesi. Af þeim málum, sem rædd voru á þinginu, má m. a. nefna hugs- anlega þátttöku körfuknattleiks- manna í undankeppni Olympíu- leikanna, sem fram fer í Genf í maí næstkomandi. Þetta mun ekki ákveðið endanlega, en mikl- ar líkur til að úr verði. Svisslend- ingar lögðu t. d. það mikla á- herzlu á að fá keppni þessa, að þeir buðust til að greiða hluta af terðakostnaði þátttökuliðanna. Bíður stjórn KKÍ nú eftir nánari upplýsingum um mál þetta. Hólmsteinn leikur sig frían og skorar mark fyrir ÍR. Enska knattspyrnan: Þrjú efstu liðin töpuðu um helgina Á laugardag var leikin 1. um- ferð í ensku bikarkeppninni og taka þátt í 1. og 2. umferð, þriðju og fjórðu deildar ásamt 32 utan- deildarliðum. Það þykir alltaf viðburður, þeg- ar utandeildarliðin sigra deildar- liðin og eru þegar sjö þeirra kom- in í gegn þar á meðal Wimbledon bikarmeistarar áhugamanna í vor og einnig hið fræga „gigantkiller” líð, Yeovild, en þeir sigruðu 3. deildarliðið Sarthend með 1:0. í 1. deild skeðu þau undur, að þrjú efstu liðin í deildinni töpuðu öll og það fyrir liðum neðarlega í deildinni. Manch. Utd. fékk eftirminnilega rassskellingu hjá Aston Villa, en geta má þess að Law var rekinn af leikvelli er 30 min. voru liðnar af leik. Charlton, sem leikið hafði 13 leiki án taps í 2. deild hlaut nú ósigur fyrir Portsmouth, en með þeim leikur enn hinn gamli lands- liðsmaður Dickinson. Þetta var 700. leikur hans með Portsmouth, cn með þeim klúbb hefur hann leik ið alla sína tíð. 1. deild: Aston Villa 4 — Manch. Utd. 0 Blackburn 3 — Birmingham 0 Blackpool 1 — W. Bromwich 0 Chélsea 3 — Arsenal 1 Liverpool 2 — Fulham 0 Notth. For. 2 — Everton 2 Sheff. Utd. 0 — Bolton 1 Stoke 4 — Sheff. ★ed. 4 Tottenham 3 — Burnley 2 I West Ham 2 — Leicester 2 Wolves 2 — Ipswich 1 Sheff. Utd 18 9 6 3 34-22 24 Liverpool 17 11 1 5 34-19 23 Tottenham 17 10 3 4 50-33 23 Blackburn 19 9 5 5 41-26 23 Arsenal 19 10 3 6 50-41 23 Manch. U. 18 9 4 5 36-23 22 Everton 17 9 3 5 33-27 21 Burnley 19 8 5 6 30-27 21 Notth. For. 18 8 4 6 27-22 20 Sheff. Wed. 18 8 4 6 34-29 20 Framh. á 10. síðu Mótiafréttir ■i stuttu. Kaupmannahöfn, 17. nóv. NTB-RT. Esbjerg varð danskur meistari í knattspyrnu 1963, hlaut alls 33 stig. — Odense varð nr. 2 með 25 stig og B 1903 nr. 3 með sama stigaf jölda. Köge og OB féllu niður í II. deild, en Fram og B 93 leika í I. deild næsta keppn- istímabil. SundSvall, 17. nóv. NTB-RT. B-lið Svía sigraði Finn- land í handknattleik á sunnudag með 23-21. MMHVHVMtWHMMHMtMM mikla karla ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 19. nóv. 1963

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.