Alþýðublaðið - 20.11.1963, Page 3

Alþýðublaðið - 20.11.1963, Page 3
) i -r-nM>- feöi*''' ' »MÍ"’ Bonn, 19. nóv. ★. Ludwig Erhard kanzlari Vestur-Þýzkalands mun fara I opinbera heimsókn til . Bret- ands, 15. og- 16. janúar nk. — Áður en sú heimsókn fer fram mun Erhard þó fara í opin- bera heimsókn til Frakklands og einnig heimsækja Kennedy forseta í Washington. Helsingfors, 19. nóv. ★ Ahti Karjalainen forsæt- isráðherra Finna hefur ákveðið að gera það að fráfararatriði ef tillögur stjómar hans um breytingar á söluskattslögun- um verða felldar. Lýsti hann þessu yfir í dag er mál þessi komu til umræðu vegna fjár- lagafrumvarps ríkisstjórnar- innar er nú liggur fyrir þing- inu. Búizt er við, að atkvæða- greiðslan fari fram fyrir mið- nætti í nótt. Mexlco CHy, 19. uóv. ★ Flmm manns fórust og tveir særðust alvarlega er eld- ur bráuzt út í stórri olfuhreins- unarstöð skammt frá borginni í kvöld. Sex milljón lítrar af olíu brunnu í brunanum. Kaupm.höfn, 19. nóv. ★ Benwell, 20 þús. tonna olfusklp, strandaði rétt við inn siglinguna tll Kaupmannahöfn í dag. Sex dráttarbátar reyna að ná því á flot en hefur ekki tekizt það enn. Stokkhólmi, 19. nóv. ★ Finnski báturinn Bonny lá hér í slipp í morgun, er ofsaleg sprenging varð í hon- um. Tveir menn brunnu inni í bátnum, en áhorfandi nokk- ur fékk hjartaslag og lézt samstxmdis. ALLT MEÐ KYRRUM KJÖRUM 1 1RAK imWWWWWWWMWVWWWWWWWWMWWWWWV Transkei - ríki í S-Afríku stofnað Beirut og Damaskus, 19. nóv. (NTB-Reuter). írak var í dag lokað frá um- helminum vegna stjórnarbyltlng- arinnar í gær. Samkvæmt Bag- dad-útvarpinu var allt með feOdu í landinu. Herstjórinn í Bagrdad, gaf í dag úá fyrtrskipun um að útgöngubanninu skyldi aflétt í níu tíma og jafnframt fengu allir meðlimir hins uppleysta 11 Þjóðvarðar skipun um að afhenda • | vopn sin og útbúnað tíl næstu | lögreglustöðvar, en þungum við- | urlögum heitið ella. Kvöldblað . nokkurt í Teheran birti í dag frétt | frá Bagdad um að margt manna hafi látið lífið í gær f götubar- dögum milli Þjóðvarðarins, er styður Baath-flokkinn, og her- sveita er studdu Aref forseta, en hann gerði stjórnarbyltingu f gær og tók völdin í sínar hendur. Forseti sýrlenzka byltingarráðs- ins E1 Hafez hershöfðingi fór sfð- degis í dag áleiðis til Damaskus. Var búizt við honum fyrr um dag- inn, en seinkunin mun hafa stafað af viðræðum hans og Aref til að halda áfram hinum góðu samskipt um Sýrlands og írak. Málsvari brezka utanríklsráðuneyil'sins sagði í morgun að hann hefði fengið skýrslu um öfluga skot-1 seinna. írska sendiráðið í Bríissel hrfð í Bagdad í morgun um kl. tilkynnti f dag, að allt væri með 8 eftir þarlendum tima. Kyrrð kyrrum kjörum í landinu og allir var samt á öllu tveimur tímum I útlendingar heilir á húfi. Bandarísk orustuþota braut sænska lofthelgi í gær Stokkhótmi, 19. nóv. NTB-Reuter | Sænska flugmnferðarst jórnin J tók um kl. 8.30 í morgun eftir ó- j þekktri flugvél er flaug yfir Suð- | ur-Svíþjóð. Flaug hún m.a. í mik-! iBi hæð yfir suðausturhluta Skáns,1 hélt síðan í norðaustur og flaug síðan yfir suðausturhluta Blekinge og suðurhluta Öland og fór einnig yfir suðurhluta Gotland. Þá fiaug hún austur yfir Gotland, , en hélt síðan í suðurátt, Orr- I ustuflugvél var send á loft til að | athuga þjóðerni vélarinnar og I komst hún að raun um að hér var að ræða bandaríska orrustuþotu af gerðinni A2-D. Er sænska þotan kom að hinni bandarísku var hún komin út í al- þjóðalofthelgi yfir Eystrasalti. Af hálfu Svíanna var ekkert annað gert en ganga úr skugga um þjóð- erni vélarinnar. Sænska utanríkis- ráðuneytið hefur harðlega mót- mælt flugi þessu við bandaríska sendiráðið í Stokkhólmi. Málsvari sænska flughersins sagði að gaumgæfileg rannsókn hefðj leitt í ljós að hér hefði ver- ið um þotu að ræða af gerffinni A2-D effa Skywarrior, en þaff er Framh. á 5. síðu Umtata, Transkei, Suður-Afríku. 19. nóv. (NTB-Reuter). Afríkst ríki þar sem hvítir menn munu engin áhrif hafa — verður myndað á miðvikudag er uin það bil 800 þús. Afríkumenn ganga að kjörborðinu tii að velja sitt eigið löggjafarþing. Hið nýja riki heitir Transkei, er á stærð við Danmörku og íbúar þess eru um 3.2 millj. talsins, allir af Xliosa-kynstofninum. Transkei verður fyrsta Bantúst- an-ríkið svokallaða. Það verður al- gerlega aðskilið frá S-Afríku og mun hafa sínar eigin stofnanir. wwwwwwwwwwwwwww Vonbrígöi meö ssmkeppnisflug SAS viö Loftleiðir Bergen, 19. nóv. (NTB). Hið ódýra vetrarfiug á leiðinni Bergen-New York- Osló hefur engan veginn gengið alls kostar vel að því er blaðið Bergens Tidende upplýsir. Flug þetta hófst fyrir einum mánuði síðan, gekk vel fyrstu vikuna, en hefur síðan mátt láta sér nægja 50% sætanýtingu. — Svarar þetta nokkurn veg- inn til þeirra vona, er flug félagið hafði gert sér, að því er forstjóri þess Johan Nerdrum hefur sagt við Ber- gens Tidende. Aftur á móti segir hann, að á leiðinni New York-Skandinavia sé farþegafjöldinn miklu minni en félagið hafði gert sér vonir um. Forstjórinn seg- ir einnig, að óákveðið sé hvort flogið verði áfram á leið þessari eftir 1. apríl nk, tWWWWWWWWWWWWWIWW Samkvæmt stefnu ríkisstjórnar S- Afríku á að skipta landinu niður í slík Bantústan-ríki og mun þá Suður-Afríka í framtíðinni líta út, sem skákborð með hvítum og! svörtum reitum. Bantústan-ríkin verða öll algerlega aðskilin hvert frá öðru. Þeir sem styðja aðskilnaðar- stefnu stjómarinnar munu fagna stofnun Transkei sem spori í rétta átt, en hinir segja, að tilraunin sé öll dæmd til að mistakast. Af- ríkumenn fá nú í fyrsta sinn í sögu Afríku að kjósa. Munu þeir nú kjósa 45 menn á löggjafarþing ið en auk þeirra eiga 109 ættar- höfðingjar sæti á þinginu. — í næsta mánuði mun þingið- velja fimm manna ríkisstjórn svo og forsætisráðherra. í kosningabar- áttunni hafa einkum áttst við ætt arhöfðinginn Matanzima og yfir- höfðinginn Poto. Hinn fyrrnefndi styður aðskilnaðarstefnu stjómar- innar, en þá síðarnefndi hvetur til myndunar þjóðfélags margra þjóðflokka. Um það bil 1000 manna lögregla (90% Afríkumenn) fylgist með framkvæmd kosning- anna. í framtíðinni eiga öll störf í riki þessu að vera í höndum Afríkumanna. Leiðtogi Sameiningarflokksins, Sir Vilwiers Graaf, sagði í dag í ræðu, að stofnun Bantustan-ríkja og landfræðileg skipting S-Afríku í hvít og svört svæði væri álíka vitleg og er svertingjum í Banda- ríkjunum væri skipað að halda sig í ákveðnum fylkjum suðurfylkj- anna og ekki annars staðar en hvítum mönnum vteri bannað að vera þar. Öll hugsunin um Ban- tústan-ríki er tóm endileysa, sagði hann. Ekki er um aðskilnað eða dauðann að ræða, heldur aðskiln- að og dauða, sagði hann. Samtímis þessu réðst hann að nýjum lögum frá stjórninni sem veita hvítum mönnum allar þær stöðúr, þar sem iðnfræðslu er krafizt. Þetta er versta hliðin á liinni neikvæðu kynþáttastefnu stjórnarinnar, — sagði hann. Slökkviliðsmenn áttu mjög óliægrt um vik að komast að eldinum, þegar kviknaði í Pípuverksmiðjunni í gær kvel'di. Þeir urðu að rjúfa þekj una á mörgum stöðum, því mikili eldur var í einangron- inni í þakinu. Á stærri myndinni eru slökkviliðsmenn á mæni Pípu verksmiðiiunnar að kljást við eldinn. í vinstra horni mynd arinnar sést eldtunga upp um gat, sem slökkvii'iðsmenn hafa rofið á þekjuna, en á minni myndinni sjáum við tvo þeirra vera að rjúfa þekj- una. (Myndir: KG), HWWWWWtMMWWMWWyú ALÞÝÐUBLAÐIO — 20. nóv. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.