Alþýðublaðið - 20.11.1963, Qupperneq 8
Wmmmm
!
í‘ 3 20. nóv. '1963 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Húsmæðraskólinn á Akureyri.
Gagnfræöaskólinn á Akureyri.
Við Geislagötu 5 ó Akureyri
stendur stórt hús, sem Kristján
Kristjánsson, forstjóri reisti fyrir
nokkrum árum, en seldi Búnaðar-
banka íslands fyrir skömmu. _____
Margar verzlanir og skrifstofur
hafa fengið þar inni, og verður
ekki fjölyrt um það. En ein stofn-
un er þar til húsa um þessar mund
ir, sem mörgum er eflaust for-
vitni á að heyra eitthvað um og
orðið gæti síðar vísir að öðru
meira. Það er undirbúningsdeild
tækniskóla, en hún tók til starfa
á Akureyri í fyrsta sinn í haust.
Skólastjóri Iðnskólans á Akureyri,
•Tón Sigurgeirsson, veitir henni
forstöðu, enda málin skyld. Eftir
örfá ár eignast iðnskólinn senni-
Iega eigið húsnæði í bænum, og
ætti þá aðstaða hans að batna
að sama skapi. Fyrir nokkrum
dögum átti blaðamaður Alþýðu-
blaðsins viðtal við Jón Sigurgeirs-
son, skólastjóra, um iðnskólann
og tæknideildina, og fer það hér
á eftir í stórum dráttum.
— Hve gamall er Iðnskóli Ak-
ureyrar, Jón?
— Ilann er 58 ára, stofnaður
1905, en allt starf hans var í
djúpum öldudal upp úr fyrri
heimsstyrjöldinni, og var þá mjög
dauft. yfír skóianum. Sá, sem blés
nýju lifi í skólann eftir það tíma-
bil, var Sveinbjcrn Jónsson, bygg-
ingameistari, þá nýkominn frá
námi í Noi-egi. Sá, sem mest og
lengst hefur starfað við skólann,
er Jóhann Frímann, — að heita
má óslitið frá 1927-1955, þegar
ég tók við. Sveinbjörn byggði auk
annars skólahúsið við Lundar-
götu, þar sem skólinn starfaði frá
því laust fyrir 1930 til 1943, er
gagnfræðaskólahúsið var byggt.
Þá lögðu iðnaðarmenn fram fjár-
unnhæð til byggingar Gagnfræða-
skóla Akureyrar í því skyni, að iðn
skólinn fengi þar inni. Síðan hafa
þessir tveir skólar verið í mjög
nánum tengslum, bæði um hús-
næði og kennara.
— Hvar er skólinn nú til húsa?
— Hann er nú að nokkru leyti
í Húsmæðraskóla Akureyrar, —
þriðji og fjórði bekkur, en fvrsti
og annar bekkur í gagnfræðaskóla
húsinu. Auk þess er rafvirkja-
deild starfrækt í Samkomuhús-
inu, og í Oddeyrarskólanum er
skipasmiðum kennd iðnteikning.
Síðastliðin 3 ár hafa verið starf-
ræktir enskunámsflokkar við skól-
ann og iðnaðarmenn yfirleitt látn-
ir sitja fyrir. Aðaláherzlan er
lögð á talkennslu. Sú kennsla fer
í vetur fram í Geislagötu 5. Þá má
geta um vísi að verklegu námi á
þessu yfirstandandi ári, þar sem
fenginn var kennari frá Reykja-
vík, Steinn Guðmundsson, til að
kenna iðnnemum hér logsuðu og
rafsuðu. Einnig hafa á síðustu
árum verið haldin hér námskeið
fyrir bifvélavirkja og kennd með-
ferð og uppsetning olíukynding-
artækja. Gert er ráð fyrir, að slík
námskeið verði haldin öðru
hverju.
— Er mikill áhugi á verk-
legri kennslu?
— Já, nú ríkir áhugi fyrir auk-
inni verklegri kennslu við iðn-
skólann. í Réykjavík mun verk-
leg kennsla fara fram a.m.k. í
sex iðngreinum. Auk rafvírkja-
deildar er mikill áhugi á vísi
að járniðnaðá.rdeild, þar sem komá
mætti fyrir forskóla járniðháðar- .
manna auk námskeiða fyrir bif-
vélavirkja, log- og rafsuðumenn
o.s.frv. Járniðnaðarmenn á Akur-
eyri hafa mikinn áhuga á samstarfi
við skólann. Enn liggur ekki fyr-
ir nein fjárveiting til þessarar
starfsemi, og húsnæði er ekki
fengið, en margir óska þess ein-
dregiff að þetta geti komizt á.
— Fer aðsókn að iðnskólanum
vaxandi eða minnkandi?
TEXJI-
HJÖRTUR PÁLSSON
— Aðsókn að skólanum fer ört
vaxandi, þannig, að á þremur ár-
um hefur nemendum fjölgað úr
90—100 upp í 140-150.
— Hvemig er kennslunni hátt-
að. Fer hún fram kvölds eða
morgna, og hvemig er tíma iðn-
nema skipt milli náms og vinnu?
— Aðalkennslan í iðnskólanum
fer fram frá kl. 1 e. h. til kl. 8 á
kvöldin 5 daga vikunnar. Iðn-
nemar eiga að stunda bóklegt
nám tvo mánuði (hver bekkur) og
teikningar tvo mánuði að meðal-
tali auk prófa, en verklega nám-
ið, sem x flestum greinum er fjög-
ur ár, stunda nemendur ennþá
hjá meistara sínum þar fyrir ut-
an.
— Hve margir kenna við skól-
ann?
— Þar hafa undanfarið starf-
að 10-12 kennarar auk skóla-
sljóra.
— Á ekki að fara að reisa
sérstakt hús fyrir skólann?
— Jú, teikningar af nýju iðn-
skólahúsi eru senn fullgerðar og
komið að því að gera sérteikn-
ingar. Skólalóðin er við Þómnn-
arstræti norðan Húsmæðraskól-
ans, en vestan sundlaugarinnar.
Þar er gert ráð fyrir nokkm hús
rými til verklegrar kennslu, og
verður það mikill munur auk alls
annars. Þar koma til greina tré-
smíðadeild, rafvirkjadeild og
járnsmíðadeild. Jón Geir Ágústs-
son, byggingafulltrúi Akureyrar-
bæjar. hefur teiknað húsið í ná-
inni samvinnu við húsameistara
ríkisins. Það er von okkar, að
húsið eða einhver hluti þess verði
fullbúinn til notkunar eftir 3-4
ár.
—■ Á að breyta skólanum sjálf-
um að einhverju leyti, þegar tek-
ið verður að nota nýja húsið?
— Eins og áður er komið fram,
er einkum gert ráð fyrir aukinni,
verkle^ri kennslu, þegar aðstað-
an batnar með tilkomu nýja húss-
ins. Reyndin hefur orðið sú á
Norðurlöndunum og víðar, að
skólamir hafa að talsverðu leyti
tekið að sér kénnslu meistarans,
og . síðustu áriri h.efur- þrórinúv’
einnig hnisið í þá átt í Iðnskólan-
um í Reykjavík.
Er ekki tekin til starfa tækni
deild hér í bænum?
— Undii-búnirigsdeild að tækni-
skóla tók. til ' starfa á Akureyri
1. október í haust — í fyrsta sinii
samkvæmt heimildarlögum frá
síðasta Alþingi. Kennt er það
sama og við sams konar deild,
sem starfrækt er í Reykjavík. —
Þær greinar eru algebra, almenn-
ur re:kningui’, geometria, trigo-
nometria. eðlisfræði, efnafræði,
íslenzka. danska, enska og þýzka
— alls 42 stundir á viku. Ríkust
áherzla er lögð á stærðfræðina.
Kennt er frá kl. 8 f. h. til kl. 3
e. h. í Geislagötu 5, efstu hæð (i
Lesstofu iðnaðarmanna).
— Wvað um kennara og nem-
endafjölda?
— AMs skráðust í deildina 15
nemendnr. Kennarar eru Aðal-
geir Pálsson, rafmagnsverkfræð-
ingur, Aðalsteinn Jónsson, efna-
verkfræðingur. Skúli Magnússon,
gagnfræðaskólakennari og Jón
Sigurgeirsson.
— Hvaða réttindi veitir deild-
in?
— Gert er ráð fyrir, að próf
verði háð í lok apríl og prófverk-
efni samræmd dönskum og norsk-
um kröfum tækniskóla. Próf upp
úr deiidinni veitir réttindi til
náms í dönskum. norskum og ís-
lenzkum tækniskólum.
— Hvað er að segja um áfram-
haldandi starfi-ækslu undirbúnings
deildarinnar hér á Akuréyri og
stofnun tækniskóla?
— Undirbúningsdeildin er
ekki búin að stai’fa nema rúman
mánuð, og það er erfitt á þessu
stigi að svara ákveðið til xun það.
Mest veltur á því, hvort við höf-
um efni á því að veita nægilegt
fé til uppbyggingar tæknináms
og starfrækslu tækniskóla eða
ekki, en ýmsar nágrannaþjóðir,
eins og t. d. Norðmenn, hafa á
síðustu áx-um gert sér ljósa grein
fyrir þvðingu þess og veitt feikna
fé til iðnfi-æðslu og tækniskóla.
Nú hafa Bretar einnig ákveðið að
stórauka fjárveitingu til æðri
skóla og tækniskóla.
í öðrum enda kennslustofunnar
í Geislagötu 5 eru bókahillur, og
þegar ég spurði Jón, hvaða bæk-
ur þetta væru, sagði hann:
— Það verður senn opnuð hér
Lesstofa iðnaðarmanna. Bókasafn-
ið er ekki mikið að vöxtum enn,
en fyrsti vísirinn er gjöf Iðnað-
armannafélags Akureyrar eða
bókasafn þess. Ætlunin er að
gefa iðnaðai’mönnum kost á því
að koma hingað þrisvar til fjór-
um sinnum í vikp til að kynna
sér nýjar og gamlar handbækur,
tímarit. bæklinga og önnur
fræðslurit, auk þess sem gert er
ráð fyrir, að sýndar verði kvik-
myndir og skuggamyndir og flutt
fræðsluerindi annað slagið, þegar
fram í sækir.