Alþýðublaðið - 29.11.1963, Síða 7

Alþýðublaðið - 29.11.1963, Síða 7
Már Kristjónsson Nýr íslenzk- ur höfundur BÓKAÚTGÁFAN FRÓÐI sendir frá sér um þessar mundir nýja skáldsögu eftir nýjan íslenzkan höf und. Sagan nefnist „Saklausa dúf an“ og er eftir Má Kristjónsson, starfsmann í Útvegsbankanum. Á bókarkápu segir frá því, að þetta sé ástarsaga íslenzks sjó- manns, sem strýkur erlendis af Panamaskipi, þar sem áhöfnin er lirhrak manna úr fimm heimsálf um og hafnar í litlu ömurlegu þorpi. í knæpunni Saklausa dúf an mætir hann örlögum sínum í líki gleðikonu, sem hann verður ástfanginn af. Sagan greinir frá samskiptum þeirra, afbrýði hans, lífinu í þessu vesæla þorpi og skips höfnunum, sem koma og fara og leita gleymskunnar í saklausu dúf- unni., Saklausa dúfan er rúmar 300 blaðsíður að staérð, prentuð í prent /smiðju Jón Helgasonar. Bókar- kápa er eftir Tómas Tómasson. Islenzk sjónvarpstæki Talsverðar ýíingar hafa orðið manna á meðal, bæði í ræðum og blöðum um sjónvarp, bæði hið svonefnda Keflavikursjónvarp og þá einnig um sjónvarp almennt. Sumir telja sjónvarp, hvort held ur væri ísienzkt eða hermannasjón varp, vágest mikínn, sem spilla myndi siðferði, tungu og íslcnzkri menningu. Minnir þetta nokkuð á þegar leggja átti 6íma um ísland og gerð ur var út leiðangur til Rvíkur á þeim tíma til að stöðva slíkan ó- fögnuð. Allir vita nú hvers kongir aflvaki síminn hefur orðið hér .á landi bæði séð frá verklegu- og menningarlegu sjónarmiði. Hann átti og drýgstan þátt í að rjúfa einangrun hins strjálbýla lands. Það er ekki langt síðan að byrjað var að reka útvarp á íslandi, og prest þekkti ég, gem taldi að það yrði til m.a. til að tæma kirkjurn ar, þegar farið væri að útvarpa guðsþjónustum. Og fleiri þekkti ég sem höfðu horn í síðu útvarps ins. Nú vill enginn vera án út- varps. Sjónvarpið mun nú vera eitt mesta menningar- skemmti- og um leið áróðurstæki, eem þekkist, enda útbreytt um allan hinn sið- menntaða heim, — nema á íslandi. I>að fer með sjónvárp eins og önnur marcnanna verk, það er hægt að misnota og misbeita því. Það er einnig hægt að gera méð útvarp o.fl. nútíma menningar- iæki. Ég hef séð sjónvarp bæði hér heima og erlendis, og sá strax hvilíkt dásamlegt tæki þetta er, ef það er rétt notað. Þess vegna réðist ég í það fyrir ca. þrem mán- uðum að kaupa tiltölulega gott sjónvarpstæki og auðvitað er það aðeins hermannasjónvarpið, sem ég og mitt fólk á kost á að sjá og hlusta á. í fáum orðum sagt er minn dómur þessi, jafnvel um Kefla- ví kursj ópvarpið: Þar getur hver og einn valið eftir sínum smekk. En hinu verður ekki neitað, að það er hjákátlegt, að hafa hér er- lent sjónvarp, en ekkert íslenzkt. Verður að átelja ráðamenn þjóðar innar harðlega fyrir slælegar að gerðir í sjónvarpsmálinu íslenzka. En betra er seint en aldrei. Fyrir nokkru kom fregn um að rannsókn skyldi fram fara um und irbúning og gerðar kostnaðaráætl- anir varðandi hið íslenzka sjón- Óskar Jónsson skrifar þessa grein um sjónvarpið fyrir AlþýðublaöiÓ. Mér finnst það opna mér nýjan sjóndeildarhring, þar sem ég fyrst og fremst fæ mikið af skemmtiefni fræðslu og oft dásamlegri Ijst. sem ég á ekki kost á að sjá ann- ars staðar. Hinu skal ekki neitað að kúrekamyndirn^r frá Texas eru ekki að mínu skapi og þær horfi ég ,ekki á. Er svo með fleirl atriði í því sjónvarpi, sem ég leiðj hjá mér. Það er eins og með útvarpið, þar eru stundum flutt leikrit, sem fjalla um of gróft efni og eins músik, sem ég hvort tveggja leiði hjá mér. Það er ósiður að láta sjótivnrp og útvarp glymja í tíma og ótíma. varp og treysti ég því fastlega að hinn framkvæmdasami mennta málaráðherra láti ekki sitja við orðin tóm og bíti af sér alla drag bíta, sem eru hræddir við ,sjón- varp á íslandi. Ég sá í einu dagblaði viðtal við útvarpsstjóra sem gerði ráð fyrir að eftir 2 ár kæmi íslenzkt sjón- varp. Mér er spurn: Eiga di-agbít- ar í þessu máli ennþá að tef j.i mál dð með nýjum rannsóknum og und andrætti? Sem fáfróður leikmaður í þess um sökum héit ég að heppilegast væri að koma hér fyrst á tilrauna sjónvarpi, sem aðailega yrði fræðsluejónvarp, sem svo yki starfsemina með skemmti- og fréttaefni. AUt svo áframhald eft' ír reynslu og með tiliiti þá til ís- lenzkra staðhátta. Fróðir menn segja mér að sjón varpsstöð, sem nægði fyrir þétt býlið við Faxaflóa, Suðurlandsunót irlendið, Borgarfjarðarbyggðir, só tiltölulega ódýr, en aftur sjón varpsefni og undirbúningurinn mjög dýr. Kæmi þá til grcina tiJ- tölulega stutt dagskrá dag hvem — fyrst í stað, og eftir því sen> reynslan fengist, að útfæra það eins og hægt er til alira annarra landshluta. Ég vona að bæði formaður út- varpsráðs, sem mun skeleggast hafa barizt fyrir íslenzku sjón- varpi og útvarpsstjóri, sem ég hdt heyrt að sé áhugasamur um þetta mál, láti nú ekki sitt eftir liggja, og þeirri rannsókn, sem útvarp inu er falið að framkvæma, vcrði liraðað svo sem kosiur er á. Við getum slegið því föstu, að sjónvarpið er eitthvert mesta menningar- og skemmtitæki, sem nútíminn þekkir og engir aftur- haldssamir menn mega hindra til komu þess. Og þeir, scm eru hræddir við A hrif frá Keflavíkursjónvarp, ætti* að leggja ísienzku sjónvarpi liðs- yrði, því ég býst við að flestir lendingar viidu frekar horfa A sitt eigið sjónvarp en erlent og rnættj þá þannig vega á móti ó- hollum áhrifum erlends sjónvarps — ef nokkur eru — með tilkomu hins islenzka. — Óskar Jónssont Ný skáldsaga eítir Ragnar Þorsteinsson STÚDENTAFÉLAG Reykjavíkur efnir til fultveldisfagnaðar laug- ardaginn 30. nóvember að venju. Veröur fagnaðuriun haldinn að Hótel Borg og hefst með borð- ihaldi kl. 7 e. h. Dagskráin er á þá lund, að Gunnar Thoroddsen fjármálaráð- herra flytur ræðu og formaður fé- lagsins dr. Gunnar G. Schram stutt ávarp. Jón Sigurbjörnsson Ragnar Þorsteinsson BÓKAÚTGÁFAN FRÓÐI sendir frá sér um þessar mundir annað bindi af „Skyggnu konunnar“, minningum Margrétar frá Öxna- felli. Eiríkur Sigurðsson hefur tek- ið bókina saman. Á bókarkápu segir, að þetta bindi ,,Skyggnu konunnar”, séu sögur um dulrænar lækningar skyggnu konunnar Margrétar frá Öxnafelli, og ennfremur grehiar um enska huglækninn Harry Ed- wards, sem stundað hefur slíkar lækningar um fullan aidarfjórð- ung. Stefán. Jónsson bók eftir Stefán Jónsson Fréttamann KÖMIN ER út á vegum Ægisút gáfunnar ný bó k eftir Stefán Jóns son fréttamann. „Þér að segja" heitir hún og er ævisaga Péturs Hoffmanns Salomonssonar. Þetta er þriðja bók Stefáns. Fyrsta bók hans „Krossfiskar og . húðurkarlar" kom út 1961, og önn ur, „Mínir menn“ árið eftir. Báð ar þessar bækur urðu vínsælar og seldust vel. óperusöngvari syngur og þeir Karl Guðmundsson og Jón Gunn- laugsson flytja skemmtiþátt. Þann þátt hefur Loftur Guðmundsson rithöfundur sérstaklega samið fyr ir fagnaðinn og keniiir þar margra grasa. Veizlumatur verður á borðum, m. a. humar og rjúpur en að borð- haldi loknu stiginn dans þar til kl. 2 eftir miðnætti. Að venju verður fagnaði Stúdenta félagsins útvarpað að kvöldi hins 1. desember. Mun dr. Benjamín Eiríksson bankastjóri flytja erindi á vegum félagsins það kvöld í út- varpssal. S.túdentar, eldri sem yngri, eru hvattir til þess að fjölmenna á fagnaðínn. Bókaútgáfan Setberg hefur ný- verið gefið út nýja bók eftir Ragnar Þorsteinsson bónda á Höfðabrekku. Heitir hún „Morg- uýnVoðL" Haufstið 1961 kom út skáldsaga eftir hann „Ormur í I hjarta“ og vakti þá strax mikla athygli, og varð ein af metsölu- bókunum þá. Ragnar Þorsteinsson er fædd- ur í Eyrardal í Álftafirði vestra. í æsku mun hafið hafa markað djúp spor í vitund Ragnars eins og fleiri unglinga þar vestra. Tólf ára gamall var hann kallaður til starfa og fékk því brátt glögga yfirsýn yfir fegurð hafsins og mik illeik, ægimátt og tign. í nær ald- arfjórðung er hafið vettvangur athafna hans. Hann er háseti, stýrimaður og skipstjóri á fiski- skipum hér við Faxaflóa og víðar. Hann kemst í kynni við ógnir stríðsins 1940-1943 er hann siglir skipi sínu til Englands. Þá sigiir hann um hríð með Hollendingum. En djúpt í sál hans blundar þrá in til gróðurmoldar,innar og strax og fjárhagur leyfir, er ósk in gerð að veruleika. í nánum tengslum við móður jörð telur hann að hugsunin hafi tekið að skýrast og mótast og þá hafi skap azt gleggri yfirsýn yfir liðna at- burði og víðsýnna mat á mann- lífinu í heild. Stíll og frásagnamáti Ragnars á hinni nýju skáldsögu „Morgun- roði“ er hraður og lifandi. At- burðirnjr gerast hver af öðrum og sögusvfðíið er ýmist hér á landi, í Frakklandi eða á hafi úti. FtaEiweidisfagnað- ur á iaugardag ALÞ'ÝÐUBLAÐIÐ — 29. nóv. 1963 ^

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.