Alþýðublaðið - 29.11.1963, Síða 9

Alþýðublaðið - 29.11.1963, Síða 9
úr þeim oddi — til norðvesturs eða vesturs, — en vestan til var hún alltaf hulin reyk. Ef hæðar mæling frá laugardegi hefur verið rétt, sýndist okkur sem eyjan hefði lítið hækkað. En gizkað var á að lengd hennar væri milli 6-7 hundruð metr- ar. Um þrjátíu manns voru í þessari ferð í ljómandi góðu veðri og bar öllum saman um stórfengleik þess, sem fyrir aug- un bar. Á mánudag fylgdist ég nokk- uð með gosinu, virtist mér það enn hafa farið í aukana, svarta skothríðin þéttari, en kannski ekki eins há, að minnsta kosti ekki eins og á laugardag. Úr landi að sjá virtist mökkurinn ná hærra en nokkru sinni fyrr. Á sunnudagskvöld og á mánu- dagsmorgun í myrkri höfðu sézt allmiklir eldar. Ekki gat ég greint neina breytingu, sem um- talsverð væri, nema ef vera kynni, að mér sýndust að bólstr- arnir væru ögn fíngerðari en áð- ur. Einnig virtist mér sem upp- kæmu svartar klessur ekki háar upp úr sjónum rétt sunnan við eyna. Þetta kvöld milli sex og sjö fór ég enn í leiðangur í brekkuna. Þá var ljós af skipi skammt vestan við gosið. Mér fannst þá allt í einu birta kringum mig, en var þó ekki viss. — í kíki sá ég elda öðru hverju, að mér sýndist syðst og austast. En allt í einu leiftraði rafbjört elding. Það var eins og hún springi út í sortanum hátt yfir gígnum og lýsti langa vegu upp og niður lóðrétt. Skömmu síðar komu tveir skærir blossar og sprungu út rétt ofan við gíg- inn, virtust bjartastir í miðju, en rauðari til jaðra, þetta var mjög snöggt, svo það er bezt að fullyrða sem minnst. Síðan kom enn eitt leiftur, og ég gat ekki áttað mig á hvaðan, en það var svo bjart, að það lýsti upp kring- um mig, en afar snöggt. Þessi leiftur komu öll að ég hygg inn- an tíu mfnútna, en síðan ekki meir og mun ég þó hafa verið þarna um það bil 40 mín. En öðru hverju héldu áfram að sjást glæringar á sama stað og fyrr. Þó að hér hafi verið farið nokkrum fátæklegum orðum um það, sem fyrir augu hefur borið, — ber ekki að skilja orð mín svo, sem hér sé einungis um augnayndi að ræða. Það er að vísu stórfenglegt að sjá þessi býsn, en jafnframt ógnarlegt að jörðin skuli springa og spúa eldi og eimyrju rétt við bæjar- dyr okkar. Mættum við minn- ast þess, að eldsumbrot liðinna alda hafa valdið þjóð okkar meiri hörmungum en tölum verði talið. Enn sem komið er getum við hrósað happi^ því veður hefur verið hagstætt svo sem verða mátti. Leikur á því lítill vafi, að hér hefði orðið ösku- eða vikurfall, ef vindur hefði staðið af suðvestri. Eig- um við trúlega eftir að sann- prófa það, ef svo heldur lengi áfram, en gosið er aldrei meira en nú, þegar þessar lín- ur eru hripaðar um hádegi þriðjudags. Enginn kann að spá hve lengi þessi firn standa né hvaða afleiðingar kunna að fylgja. Við skulum vona, að þessu linni sem fyrst. Þó sakar Framh. á 13. síðu Sðumið kiólinn fyrir jólin Hiiiar vinsælu ginur fyrir 'heimasaum eru nú fyrirliggjandi í öllum stærðum GÍSLI MARTEINSSON Sími 206-72 — Pósthólf 738 — Reykjavík Bílaáklæði í vetrarkuldanum: Ullaráklæði á bílinn. Pramleiðum áklæði í allar tegundir og árgerð- ir bíla. — KÆRKOMIN JÓLAGJÖF. OTU R Hringbraut 121. — Sími 10659. SÍMANÚMER OKKAR verður framvegis 23375 Húsgagnaverzfun og vinnustofa Þórsgötu 15 — Baldursgötumegin. Starfsstúlkur óskast Starfsstúlkur vantar nú þegar í eldhús Kleppsspítalans. Uppiýsingar gefur matráðskonan í síma 38164. Reykjavík, 27. nóvember 1963. Skrifstofa ríkisspítalanna. AÐEINS 5000 NÚMER! VIÐ drögum 7. desember. Jóia- vinningurinn er Volkswagenbíll. Auk þess fimmtán 1.000 króna aukavinningar! Endurnýjun er hafin á Hverfisgötu 4.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.